Heimur Sollu

Monday, January 30, 2006

jæja, jæja jæja!!

Ég fór á tónleika á föstudaginn, June Variety var að spila og skemmti ég mér frábærlega, það var mögnuð mæting með fílinginn í lagi enda strákarnir góðir, ég þurfti þvímiður að fara snemma heim, því að ég átti að mæta í vinnu kl. 6 morguninn eftir. Ég verð nú að segja að þetta er púl vinna og maður er stanslaust að, því að maður verður að vera búinn að skila herbergjunum hreinum fyrir kl. 2 á daginn og við erum bara tvær þarna. og ég var nú búin að hugsa að það væri nú frábært að gista þarna einhverntímann, en þetta er örugglega 5stjörnu hótel, því ein nótt í stóruherbergi kostar 3500 kr. danskar og lítið herbergi kostar 1500 kr. enda þarf maður gjörsamlega að pússa allt og snurfussa þannig að það sjáist ekki eitt fingrafar, og það er ekki sama hvernig maður býr um rúmmið, það er bara nokkradaga nám eða þannig. Ég fór með Benediktu til fótasérfræðings, og hann sagði að hún væri með fladfod (ilsig)og þyrfti að fá upphækkun í skóna ekki innlegg, þannig að hun gangi meira á tánum og ég ætti að kaupa skó með hæla handa henni. Það er bara allt frábært héðan að frétta allir við hestaheilsu. Ég veit að það var þorrablót svarfdælinga á laugardaginn og vildi ég hafa getað verið þarna, borðað súrmat og má ekki gleyma hákallinum og öllu hinu gromsinu. Aníta mín ég sakna þín svo mikið, ég vona bara að þú getir komið í sumar og verið hérna hjá okkur og takir Snæþór með það er langt síðan maður hefur séð hann. En annars verð ég að skunde mig að hente Alexandeer. bleeeess til næst.

Saturday, January 21, 2006

Vinna!

Ég fór í viðtalið á hótelið og er bara eiginlega komin með vinnu. ég á að mæta núna á mánudaginn kl. 10 og þá verð ég sett inní starfið, þó að ég hafi kynnst því smávegis á föstudaginn. T.d að ég á ekki að tosa í pinnann á sturtunni, því að þá fæ ég gusu yfir mig( var að þrífa kringum pinnann, en óvart rak mig í hann) þannig að það flæddi niðrá bak, en við gátum allavegana hlegið af þessum hrakförum og stúlkan sem var með mér sagðist hafa nokkrum sinnum lennt í þessu sama, svo að mér létti við það. Þetta eru í um 15 tímar á viku og ég fæ næstum það sama og frá komúnunni fyrir 37tíma á viku. Ég á að vísu að byrja kl. 6 á morgnana en er búin að vinna um hádegi og þetta er helgarvinna frá laugardegi til og með mánudegi, þannig að ég fer bara á bílnum um helgar en Addi ætlar að skutla mér á mánudögum, því að rúturnar eru ekki farnar að ganga svona snemma. Kannski get ég fengið að semja líka eitthvað um þetta á mánudögum. Mig er farið að hlakka svo til föstudagsins næsta, stórtónleikar þetta verður frábært ég veit það bara, ég hef ofurtrú á strákunum. Við fórum í dag í smá búðarleiðangur og keyptum sófasett á útsölu, aldrey þessu vant þá erum við farin að fá senda óvænta peninga í pósti(ég veit ekki hverskonar heppni þetta er)við fengum óvæntar 7000 kr. danskar um mánaðarmótin síðustu og í dag vorum við að fá endurgreitt frá Energi Danmark yfir 2000 kr. sennilega fyrir það að við notum svo lítið rafmagnið hérna. Þannig að nú fer ég á útsölu og fæ mér leðurstígvél og peysu. Addi var að fá sér frakka á útsölu og kostaði hann einungis 300 kr.þannig að hann er algjör töffari núna, ekki að hann hafi ekki verið það fyrir, hann er bara svo flottur í þessu. Það er bara annars allt gott að frétta héðan, Alexander er að batna pestin, fékk þó aðeins í eyrun allir aðrir eru hressir. jæja nú verð ég að fara úr tölvunni, því að Addi er alveg ólmur að komast í hana. segi ég bara blessss til næst.

Wednesday, January 18, 2006

Fyrsta viðtalið.

það var hryngt í mig í morgun, og ég beðin að koma í viðtal á hótel nálægt Ebeltoft. Bærinn heitir femmøller, þetta er helgarhreingerning á hótelinu og vonast ég til að viðtalið beri árangur. svo ætla ég bara að fá mér hálfsdagsvinnu í viðbót, og þá yrði ég ánægð. Alexander er búinn að vera fárveikur, með yfir 39 stiga hita og er ég hrædd um að hann fái lungnabólgu. Hundurinn er búinn að vera mjög afbrýðisamur út í Alexander og bítur mig í lappirnar til að fá athygli, því ég hef verið svo mikið með Alex. ég ætla svo ekki að hafa þetta lengra núna, þið megið ekki slaka á kommentunum. bless í bili.

Tuesday, January 17, 2006

Leitin að vinnunni.

Við Addi sátum fyrir framan tölvuna í gær og vorum að pikka út vinnur sem eru hér í nágrenninu og henta mér, og er ég búin að senda í um níu umsóknir. Vona ég bara að þetta beri árangur, svo ætla ég að kíkka á netið í dag og kanna hvort hafi eki komið einhver fleiri job inn. Ég, Alexander og Patti erum ein heima í augnablikinu, en ég bíst við Kristófer heim fljótlega, hann er búinn að vera veikur með hósta og höfuðverk. Alexander er líka búinn að vera veikur með mjög slæman hósta. Andrea fer núna á fimmtudaginn og fær spangir, sem hún þarf að hafa í um tvö ár og svo þarf hún að mæta þar reglulega og láta herða heila klabbið(best að gera þetta hér því það kostar ekki neitt fyrir okkur). Annars höfum við það bara þokkalegt, miðað við allt. jæja nú ætla ég að fara að kíkka á fleiri job og svo náttúrlega að hugsa um gemlingana mína tvo,Patti er alveg á fullu við að naga það sem hann má ekki naga og Alexander er duglegur að bera í hann dótið sitt og annarra, svo ég hef alveg fulla vinnu við að passa þá drengi. Nú ætla ég að hætta í bili bless til næst.

Friday, January 13, 2006

Hundurinn kominn !!

jæja nú er hundurinn kominn og hefur hann fengið nafnið Patti. Hann er blíður og góður, en það þarf að aga hann vel svo að hann verði verulera hlíðinn og góður hundur og vona ég að það taki ekki langan tíma. Við vorum ekki lengi búin að hafa hann, er ég var lögð inn á spítala, en ég var þar bara í einn dagpart og vil ég svosem ekki tíunda það frekar hér. Anna Sigrún og Agnes eru hér enn, en fara á morgun til Kaupmannahafnar, þær eru búnar að vera veikar með hósta og hita, vona ég að þær verði orðnar skárri á morgun. Á miðvikudaginn fóru þær allar, (Anna Sigrún ,Agnes og Andrea) að fá sér tatto, Andrea fékk sér tatto á öxlina, Agnes á ulnliðinn og Anna á bakvið eyrað. Það fara að koma myndir inná Alexanders síðu, frá jólum og áramótum. Ég er svo bara búin að vera í fríi og verð í fríi til 26. jan en þá á ég að byrja í Ryomgård en annars er ég að fara að leita mér að vinnu, enhverstaðar í nágrenninu, því að í Ryomgård á ég að vinna mikið fyrir skítalaunum og ætla ég ekki að láta bjóða mér það. Það er mikið verið að auglýsa eftir ræstingavinnu og er ég mikið að spá í svoleiðis vinnu.Þá líka losna ég undan kommununni, og fæ meiri pening í hendurnar, fyrir jafnvel minni vinnu svo hef ég líka nóg að gera hér heima. Ég er orðin virkilega þreytt á þessu, það er bara hægt að nota mann út í ystu æsar. Hættum að tala um það, að öðru Addi er núna að smíða búr fyrir Patta svo hann verði rólegur í sínu fleti á nóttunni. Ég er búin að sofa hjá honum nokkrar nætur, og Anna og Agnes sváfu hjá honum eina nótt. Svo vil ég þakka öllum þeim sem kommentuðu, það er alveg magnað að fá svona mörg, þið megið alveg halda þessu áfram takk. En vell best að fara að hætta þessu pári. bless til næst.

Monday, January 09, 2006

Meira um hund.

við erum kannski að fara að ná í hund á eftir eða á morgun, við erum búin að skoða hunda í gegn um netið og fundum sæta svarta, sex vikna gamla hvolpa. þetta er blanda, mamman er labr/rottw og pabbinn er gold.retri, svo að hann ætti a vera góður fyrir fjölsk. þeir eru mjög barngóðir svo það ætti ekki að vera mikið mál, bara að ala hann vel upp og það munum við alveg örugglega gera, nóg hefur maður að gefa af sér. En annars er bara allt gott að frétta, við vorum með smá litlujól hér þegar krakkarnir komu, og lukkaðist það bara vel og þó ég segi sjálf frá það var maturinn frábær, maður þarf annarslagið að hrósa sjálfum sér er það ekki? Hölli, Anna Sigrún og Agnes kíktu í mat, en stoppuðu ekki lengi. ég var svo með kakó og kökur um kvöldið og Mette kom og drakk með okkur, við horfðum svo bara á sjónvarpið frameftir kvöldið, kvað er betra en vera í faðmi fjölskyldunnar(gott að ég á mörg börn). En ég er að spá í familían sem við eigum á Íslandi,STÓR SPURNING? afhverju kommentar enginn á þessi blogg okkar, það eiga flestir tölvu og ég held að allir kunni að skrifa( sem eru yfir sjö ára), svo ef enginn kemur með eitthvað þá er ég að hugsa um að hætta þessu pári hér á síðunni. EIN BARA SVOLÍTIÐ PIRRUÐ. Þetta er samt ekki til þín Aníta mín, þú ert sú duglegasta að kommenta. ég ætla svo bara að segja bless.

Tuesday, January 03, 2006

Hundur !!!!!!!!!

Ég er búin að ákveða það að fá mér hund. Ég veit að Adda hefur alltaf langað í hund, en nú er ég ákveðin við fáum okkur hund helst á morgun. Ég hef sofið lítið sem ekkert síðustu nætur. Við höfum vaknað upp tvisvar við að það hryngir einhver dyrabjöllunni, og auðvitað get ég ekkert sofið eftir það, þetta hefur verið svona um fjögurleitið í bæði skiptin. Ég er kannski orðin dálítið ýmindunarveik, en í nótt vaknaði ég við, að það var einhver að labba fyrir utan gluggann, kannski draumur en þetta var svo raunverulegt að ég bara svaf ekkert það sem eftirvar nætur. Núna veit ég afhverju allir danir eru með hunda. Ég ætla að fá mér STÓRAN hund og náttúrlega barngóðan.Þetta var það sem ég vildi segja, bless til næst.