Heimur Sollu

Wednesday, December 28, 2005

Dejlig jul !

við höfum bara haft það mjög gott þessa jóladaga sem liðnir eru, að vísu fékk Alexander einhverja pesti með miklum hita og er búinn að vera veikur í tvo daga með allt uppí 40 stiga hita. Því þurftum við að fresta heimsókninni til Atla og fjölsk. Addi lennti svo í vinnuslysi í dag, hann fekk kassastæðu ofanásig og nefbrotnaði og fékk heilahristing og þetta gerðist snemma í morgun, svo hann var ekki lengi í vinnunni. eins og þið getið lesið þá hefur gengið á ýmsu, ég er ekki alveg búin. í nótt vöknuðum við, við dyrabjölluna og mér kom bara eitt í hug innbrotaþjófar, þetta var um fjögurleitið og var náttúrlega enginn við dyrnar, ég hugsa að þetta hafi verið eitthvað at, en ég hugsa ekkert gott til þeirra því mér kom ekki dúr á auga eftir þetta, og var alltaf að hugsa um hvort ég heyrði ekki eithvert hljóð og hvort að væru ekki enhverjir komnir inn í húsið(ekki góð tilfinning), svo þegar Addi fór í vinnuna læsti ég á eftir honum. það hafa verið alveg ótrúlega mörg innbrot hér á Djurslandi(um 72) þannig að maður er svolítið nervus, en það hefur ekkert verið brotist inn hér í Thorsager, en maður getur aldrei verið öruggur. Andrés og Míra koma svo á morgun í kaffi, og vona ég að Alexander verði orðinn skárri. ég ætla svo að þakka fyrir allar gjafirnar, harðfisk, hangikjöt, krossgátubækur og íslenska namminu, þið eruð bara öll frábær og takk takk takk. ég varð bara orðlaus þegar ég opnaði gjafirnar. ég vona bara að þetta hafi verið nógu skýrt og stórt þakklæti. ég skrifa meira eftir áramótin, en bið bara að heilsa í bili og megiði eiga góð áramót.

Friday, December 23, 2005

Gleðileg jól allir !!!!!!!!!!!!!

já ég veit að ég hef verið löt. en svona er það bara, þegar maður hefur í mörgu að snúast. Aníta var hérna náttúrlega, kom 29. nov og fór aftur með Andreu og Kristófer til Íslands(miss you guys) 17. des, og ætla að halda jólin á Íslandi. Hölli verður að vísu hérna á morgun, aðfangadag og á jóladag, svo að það verður ekki alveg tómlegt. En börnin mín eru ekki hérna og ég sakna þeirra meget, ég ætla svo bara að óska þeim gleðilegra jóla og vona bara að þau hafi það sem allra best um jólin. Ég var svo í lokaprófinu í dönsku, og ég stóð það (ég vil ekki segja með glans, stress held ég, en allavegana stóðst ég prófið). Svo núna bíð ég bara eftir framhaldinu, annað hvort í skólann(soucial og sundhedskolen) eða held áfram í praktíkinni. Svo hef ég bara verið að undirbúa jólin, og þar er nú í mörg horn að líta, skúra skrúbba og bóna, og kaupa jólagjafir og svo auðvitað að baka, má ekki gleyma því. á morgun á svo barasta að slappa af, og útbúa eftirréttinn (ris a la mandl) að dönskum hætti, mmmmmmmmm hlakkar mig ekkert smá til að borða hann, þetta er bara svo gott!! ef þar að segja ég klúðra ekki einhverju, þetta er nefnilega í fyrsta skipt sem ég geri réttinn. Í forrétt er rjómalöguð aspassúpa, aðalrétturinn er svo festskinka(svínaskinka)með öllu tilheyrandi og í eftirrétt er svo ris a la mandl og heimalagaður ís. Hljómar þetta ekki bara frábærlega? Benedikta bíður spennt eftir jólunum og er búin að setja pakkana undir jólatréð. Enda er allt klárt hér, nenni engu stressi. Ég var í fríi í dag og verð í fríi í alla næstu viku, svo það verður bara slappað af. Strákarnir eru farnir að horfa á mynd, svo ætli ég hlessi mér ekki bara í sófann, og góni á með þeim. ég vil svo bara óska öllum sem mig þekkja gleðilegra jóla og godt nýtt ár, og megiði hafa það sem allra best yfir hátíðina, eins og ég ætla að hafa það. Jólakveðjur úr Danaveldi!! bæbæbæbæ