Heimur Sollu

Tuesday, August 19, 2008

The live goes on

jæja, nú er ég að verða ansi góð eftir hremmingarnar og byrjaði að vinna í síðustu viku, part úr degi fyrsta vikan var frá 6,30-10,00, og þessa viku er ég að vinna til 11,00, átti svona smámsaman að auka vinnuna, en í næstu viku fer ég aftur undir hnífinn, og verður þá fjarlægt móðurlífið, eggjastokkurinn, botnlanginn og fita sem er innan á maganum, því það fundust cellu breytingar í blöðrunni sem var fjarlægð, svo þetta er svona fyrirbyggjandi aðgerð, svo ég fái ekki krabba seinna á lífsleiðinni.

það er allt annað gott að frétta héðan, Kristófer farinn heim til Islands, og hans er sárt saknað sérstaklega af húsmóðurinni sem naut hans hjálp í ýmsum heimilisverkum. En annars er Hanna að koma út á föstudaginn og ætlar að hjálpa til á meðan ég verð á sjúkrahúsinu og eftir að ég kem heim, þúsund þakkir fyrir það mér léttir stórlega. Ég hef nefnilega ekki verið til stórræðanna undanfarið og finnst mér ég hálfgerður aumingi, að geta ekki tekið til hendinni heima hjá mér, en ég reyni þó að halda húsinu þokkalegu, og svo hefur Addi verið ansi duglegur við heimilisstörfin. Við reynum líka að virkja Benediktu í að hjálpa og hún getur verið dugleg ef á það reynir.

Hannah Christina er farin að gera sig alltaf meira og meira skiljanlega og hefur maður bara gaman af henni hún gefur sko lífinu lit einginn fílupoki þar á ferð og á það nú eiginlega líka við um Alexander, nema hvað hann hlusta eingöngu á það sem hann vill heyra og þykist stundum vera heyrnarlaus, þvi ef maður segir nei við hann gerir hann það bara samt. Hann er orðinn ógurlega flinkur að hjóla og er gaman að fylgjast með þegar hann gerir hinar ýmsu kúnstir, ég viðurkenni það samt að ég er með hjartað í br. hann er nefnilega svolítill glanni. Hannah er líka oft að glannast og er prílandi upp í stólinn sinn og uppá eldhúsborð.

Alexander gerði tilraun til að gista með leikskólanum í leifimisal skólans, en það var hringt seint um kvöldið, því lítill ungur maður saknaði mömmu sinnar, svo ekki varð mikið úr því.

annars hefur lítið verið brallað hér, þar sem sumarfríið fór í veikindi mín en við fórum nokkrum sinnum í Djurssommerland og í dýragarð og svo fóru krakkarnir með pabba sínum í Randersregnskov, því það passaði svo vel að heimsækja mig og fara svo í regnskóginn. mig langar nú eiginlega að skreppa með krökkunum núna um helgina,því ég hafði lofað Alex það að við færum áður en það lokaði, þetta er eiginlega eini tíminn sem ég get farið.

En annars komu Andrea og Benni hér í heimsókn og voru hér í ellefu daga og var gaman að fá þau. og brenndu þau sig illa á sólinni enda voru þau afar heppin með veður.
ég er búin að sétja myndir inn á allar síður barnanna og væri mjög gaman ef þið vilduð kvitta fyrir ykkur ef þið farið þar inn, takk fyrir.

Nú ætla ég að sétja tærnar uppí loft þar til ég þarf að ná í börnin.
bless í bili, til þeirra fáu sem lesa þetta blogg, bæjó spæjó

1 Comments:

  • Jæja ég er nú að lesa bloggið þitt bara núna og ég vona að aðgerðin sem þú fórst í hafi gengið vel og að þú sért hress og á góðri leið með að verða bara nokkuð góð af þessu öllu saman,þetta er nú meira dæmið sem þú ert búin að lenda í Solla mín.Ég ætlaði nú bara að þakka fyrir kveðjuna á barnalandssíðuna hjá okkur ég verð svo að gefa mér tíma til að skoða síðurnar hjá ykkur,ég bara er svo sjaldan í tölvunni þessa dagana.Jæja hafið það gott og ég bið að heilsa öllu þínu fólki, hafið það gott og farðu vel með þig góða mín!!
    Kveðja Helga Maren.

    By Anonymous Anonymous, At 5:46 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home