Heimur Sollu

Monday, January 09, 2006

Meira um hund.

við erum kannski að fara að ná í hund á eftir eða á morgun, við erum búin að skoða hunda í gegn um netið og fundum sæta svarta, sex vikna gamla hvolpa. þetta er blanda, mamman er labr/rottw og pabbinn er gold.retri, svo að hann ætti a vera góður fyrir fjölsk. þeir eru mjög barngóðir svo það ætti ekki að vera mikið mál, bara að ala hann vel upp og það munum við alveg örugglega gera, nóg hefur maður að gefa af sér. En annars er bara allt gott að frétta, við vorum með smá litlujól hér þegar krakkarnir komu, og lukkaðist það bara vel og þó ég segi sjálf frá það var maturinn frábær, maður þarf annarslagið að hrósa sjálfum sér er það ekki? Hölli, Anna Sigrún og Agnes kíktu í mat, en stoppuðu ekki lengi. ég var svo með kakó og kökur um kvöldið og Mette kom og drakk með okkur, við horfðum svo bara á sjónvarpið frameftir kvöldið, kvað er betra en vera í faðmi fjölskyldunnar(gott að ég á mörg börn). En ég er að spá í familían sem við eigum á Íslandi,STÓR SPURNING? afhverju kommentar enginn á þessi blogg okkar, það eiga flestir tölvu og ég held að allir kunni að skrifa( sem eru yfir sjö ára), svo ef enginn kemur með eitthvað þá er ég að hugsa um að hætta þessu pári hér á síðunni. EIN BARA SVOLÍTIÐ PIRRUÐ. Þetta er samt ekki til þín Aníta mín, þú ert sú duglegasta að kommenta. ég ætla svo bara að segja bless.

6 Comments:

  • Hæ Solla Mæja,ég er svosem ekki í familíunni þinni en ég var nú bara að rekast á bloggið þitt núna,var búin að kíkja aðeins hjá Adda en aldrei kommentað þar held ég.En hvað um það það er gott að sjá að þið hafið það gott þarna í Danmörkinni ég var þar í Desember því að bróðir kærastans míns býr í Horsens(skrifa það bara svona er ekki alveg viss)og við stoppuðum þar í heila 4 daga.Já og eins gott fyrir þig að fara að fá þér hund svo að einhverjir óprúttnir vitleysingjar geti ekki farið að leggja familíuna í einelti á nóttunni:(Jæja maður getur þá farið að fylgjast með ykkur það er að segja ef þú hættir ekki að skrifa en við höfum náttúrulega haft svo lítið samband í langan tíma veit ekki alveg afhverju en það skiptir mig ekki máli ef það skiptir þig ekki máli ég veit ekki til þess að við 2 höfum gert hvor annarri eitthvað(vona ekki)en ég held að það sé bara með þig eins og svo marga aðra sem ég,,köttaði" á þegar ég var með þessum blessaða aumingjans manni þarna sem ég er blessunarlega laus við í dag eftir mikinn dúk og disk.Ef ég hef gert þér eitthvað sem ég vona ekki þá biðst ég afsökunar og ef þú vilt kíkja á bloggið mitt þá er slóðin blog.central.is/marenin.Heyrumst vonandi síðar(kannski er þetta voða væmið en what the heck með það.Hafið það sem allra,allra best..Kv.Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 5:09 AM  

  • sko solla thad borgar sig greinilega ad kvarta, strax buin ad fa komment einhverjum sem hefur ekki kommentad adur! Vid agnes erum ad versla sma nuna og tokum svo rutuna til ykkar a eftir, hlakka til ad sja ykkur aftur :)

    By Anonymous Anonymous, At 7:07 AM  

  • Blessuð Solla og gleðilegt ár.
    það er ekki nokkur leið að hafa þig pirraða yfir blogginu.
    Besta kveðja til allra.
    Óli og Jóa

    By Anonymous Anonymous, At 12:37 PM  

  • Hæ Solla mín og mikið var ég glöð að sjá að þú svaraðir kommenrinu mínu.Auðvitað kíki ég á þig ef ég kem aftur út það var bara enginn tími þegar við fórum út í des,þetta var eiginlega svona vinnuferð hjá Ögmundi og endaði bara þannig hjá mér líka.Kærar kveðjur Helga...

    By Anonymous Anonymous, At 6:44 AM  

  • Gaman gaman... HUNDUR!!!! ég á líka hund, hún urrar ef einhver labbar upp stigan (ef hún þekkir ekki trampið) hehe, hún er hætt að urra á póstkonuna, enda vön henni á þessun tíma =)ég er að farað setja nokkrar myndir á heimasíðuna hennar... endilega kíktu =)

    By Anonymous Anonymous, At 7:11 AM  

  • Hello I'd love to thank you for such a great quality forum!
    thought this is a nice way to introduce myself!

    Sincerely,
    Laurence Todd
    if you're ever bored check out my site!
    [url=http://www.partyopedia.com/articles/beach-party-supplies.html]beach Party Supplies[/url].

    By Anonymous Anonymous, At 7:02 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home