Heimur Sollu

Wednesday, March 29, 2006

Skattaskýrsla og margt annað.

Hæ og hó !! Ég sit hér við tölvuna, því ég þykist ekkert hafa annað að gera svo bíð ég bara eftir að hún Anna mín Sigrún vakni, því klukkan er hjá henni hálf átta. Hún ætlar nefnilega að aðstoða mig við skattaskýrsluna, Guð hvað ég verð fegin þegar hún er frá þessi bölv. skattaskýrsa, og í leiðinni losna ég við allt vesen því nú setjum við inn Bárugötuna og þá erum við að fullu laus við það, og næst þarf ég bara að skrifa undir og senda hana til baka,JIBBÍ !!!! við vorum svo að fá boðskort frá Andresi og Míru í brúðkaup og maður er bara farinn að hlakka til og það koma einnig margir að heiman og verður gaman að sjá allt liðið, get ekki beðið. Benedikta er svo að fara í tvö afmæli eitt á morgun og annað á laugardaginn, nóg að gera hjá henni. Andres og Míra ætla að koma hingað uppeftir á morgun, og verður þá gert eitthvað skemmtilegt. Eins og þið vitið kannski búum við í bæ með helling af sveitabæjum í kring, og það er ekkert annað en magnað nema þegar þeir eru nýbúnir að bera á túnin, þá er ekki hægt að hengja út þvott öðruvísi en hann angi allur af skít og Patti elskar að baða sig uppúr skítnum, þannig að í gær urðum við að baða hann því það var ekki hægt að koma nálægt honum, og núna höfum við hann alltaf í keðjunni því annars er hann hlaupinn útá tún. Kristófer og Benedikta eru að byggja kofa ásamt fleirum niður við læk, það er svosem ágætt nema kvað að þau koma oftast hundrennandi og skítug til baka, ekki gott! ekki gott! Ég fékk bréf frá skólanum, um það að ég væri komin inn EN það er eitt stórt problem! þeir sem eru orðnir 25 ára eiga kost á því að fá fullorðinslaun(voksenelevløn)sem er tæp 17000 en það er bara fyrir þá sem búa í Århuskommunu, svo ég á ekki rétt á þessu, þannig að það verður bið á að ég fari í skóla, ég get sótt um skólann í Grenå eða Randers. Ég bara fatta ekki AFHVERJU mér var ekki sagt frá þessu þegar ég sótti um, FÚLT. Annars er bara allt gott að frétta héðan okkur líður öllum alveg stórvel og laus við allar pestir enn sem komið er. Við þurfum hinsvegar að læsa útidyrunum þegar við erum heima, því að einn lítill gaur er alltaf að stinga af út og hleypa hundinum líka út, eins gott að við búum ekki við umferðargötu. En þá er best að fara og fá sér kaffi, það bara er svo erfitt að standa upp af stólnum. en til næst bless!!

Tuesday, March 21, 2006

Alone home !!

ég er ein heima, svona fyrir utan hundinn og ég veit að ég þarf að taka til og láta í þvottavélina en ég er bara búin að vera svo dauð ef svo mætti kalla þennan doða sem er yfir mér. Sólin er farin að skína meira og ekki er eins kalt og var,svo ég ætti að fara að hressast og sumardagurinn fyrsti er núna á sunnudaginn, og þá þarf maður að fara á lappir klukkutíma fyrr og éinnig þurfa börnin að fara fyrr í bólið, en þetta venst fljótlega fyrstu tveir dagarnir verða svolítið erfiðir, en það er orðið alveg bjart kl. sex, svo þetta verður ekkert mál. ég verð að skrifa eitt hér, því ég hef aldrei séð aðra eins gleði. ÉG fór að vinna síðasta laugardag kl. sex og allir voru sofandi, svo kom ég heim um kl tvö og það var miðdegislúr hjá Alexander, ég sat í sófanum þegar hann kom fram, það er nú varla hægt að lísa svipnum á honum en það var svo æðislegur svipur og svo byrjaði hann að klappa, það er bara ekki hægt að lísa þeirri tilfinningu sem ég fann fyrir, bara vitandi það að þó maður hafi ekki marga að, þá hefur maður þó ást barnanna sinna. Ég og Addi tókum smá rúnt á nýja bílnum á laugardagskvöldið og enduðum hjá Andrési og Míru, þar sátum við í dágóða stund og drukkum rauðvín og kaffi, við gerum þetta alltof sjaldan að fara eitthvað bara tvö ein, Andrea og Kristófer voru heima að passa, Kristófer sá um hundinn og Andrea um Alexander. Það fer svo að styttast í fimm ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna sem er 29. júní og þá verður vonandi gert eitthvað, allavegana út að borða það væri ekkert að því að fara á Mols krána og hafa þetta almennilegt. En sjáumst síðar elskurnar ég kveð að sinni, en til næst bbbbbbblllllllleeeeeeeeeeessssssssssssss.

Tuesday, March 14, 2006

Bill,bíll,bíll !!!!!!!!!

Við erum eiginlega búin að kaupa okkur bíl, það á bara eftir að ganga frá pappírum og þessháttar. Þetta er mjög flottur Mazda bíll rauður að lit og kostar hann um 100.000 kr. við borgum út í honum 20.000 og hitt er svo á afborgunum en svona er það nú fórum bara í gær og skelltum okkur á hann. Nú get ég farið í vinnuna um helgina kl.6 en ekki korter í sjö eins og um síðustu helgi. Það var nefnilega hryngt í mig klukkan fjögur um nóttina og ég bara spurð hvort ég gæti ekki tekið morgunvinnuna eða kl. sex(annars mæti ég alltaf kl.hálf 10) sú sem er yfir hafði fengið ælupesti og gat ekki mætt en ég sagði henni að ég væri bíllaus og rútan til Ebeltoft fer ekki fyrr en kl. hálf sjö, en ég varð að fara og morgunmaturinn byrjar kl.sjö þannig að ég hafði bara korter til að þrífa restauranten(þvílikt stress)en þetta hafðist allt hún var aðeins yfir sjö þegar ég var búin að skúra en þá flyktust náttúrlega mannskapurinn inn (gat verið)aðra daga kemur fólk fyrst kl. átta, en nei fyrst hún Solla Maja var svona sein að þrífa þá passaði fólk uppá það að koma sem fyrst, þetta er trégólf og er eins og svell þegar það er blautt, þannig að ég bað í hljóði að enginn flygi nú á hausinn( ha ha) það hefði verið til að kóróna þetta allt saman. En jæja, það verður semsagt magnað að fá bílinn og ég held að við þurfum ekki mikið að óttast að hann starti ekki á morgnana eins og hinn bíllinn, þó að hann hafi nú verið annars ágætur, bara gamall og lúinn, og svo þarf Addi ekki að fara kl. hálf sex í vinnuna og standa og frjósa á stoppistöðunum. Það er milill pestafaraldur hér en við höfum nær sloppið ennþá, enda kalt samt leit ég á mælirinn áðan og sýndi hann fimm gráðu hita, það er bara svo rakt loftið að það virðist bara vera tíu gráðu frost. Núna þarf ég að fara að ná í Alexander svo að ég segi bara bless til næst!!

Tuesday, March 07, 2006

Úr einu í annað.

Þið verðið að afsaka, ég er bara búin að vera í lægð núna upp á síðkastið, og hef bara ekki haft áhuga á að skrifa. En það var fastalavn hér og fórum við í samkomuhúsið að slá köttinn úr tunnunni, Benedikta var kosin ein af þrem best klæddu og koma myndir vonandi fljótlega af því inná Alexanders síðu, hún var barbí og það var einn tveggja ára sjóræningi og svo var maríuhæna, þau fengu öll verðlaun fyrir besta klæðnaðinn. Við erum búin að fá að vita hvað við fáum útúr bílnum og það er 20000, fimm þúsund meira en við borguðum fyrir hann, svo það er ekkert annað en gott. Vonandi getum við farið sem fyrst og keypt annan bíl, því þeir vilja fara að fá bílinn sem við erum með í láni, svo við verðum að öllum líkindum bíllaus einhverja daga. Jens ætlar að finna handa okkur bíl. Alexander er nú meiri harðstjórinn,ef hann vill eithvað kallar hann alltaf hærra og hærra mamma og að lokum jolla(solla) ef viðbrögðin eru ekki nógu snögg að hans mati og brosir maður út í annað svona þegar hann ekki sér, hann er bara svo mikil dúlla. Benedikta var mest alla helgina hjá Katharinu, og gisti þar aðfaranótt sunnudags en það sem verra er tíndi hún gleraugunum sínum þar. Þau eru búin að snúa heimilinu á hvolf í leit að gleraugunum en þau bara finnast ekki. Addi fékk ekki vinnuna sem ég sagði frá í síðasta pisli, það eru alltaf einhverjir sem virðast vera hæfari en hann en þeir voru ánægðir mennirnir á lagernum, því þeir vilja ekki missa hann enda góður og duglegur starfskraftur þar á ferð. Kristófer er loksins farinn að fara meira út og vera meira með jafnöldrum sínum, ekki það að maður vilji ekki hafa hann heima en það er ekki eðlilegt að börn hangi bara yfir foreldrum sínum. Þau eru búin að stofna hljómsveit Andrea(bassa), Kristófer(gítar) Mette(söngur) og Nandi(trommur). það er nú meira vetrarveðrið hér það er snjór yfir öllu og búið að vera ískalt, en sólin yljar svona yfir daginn en um leið og hún fer verður ferlega kalt, ég er orðin leið á þessu vil bara að það vori hið fyrsta svo maður geti verið út í garði og lagað til og undirbúið hann fyrir hið yndislega sumar. Ætla ég svo ekki að hafa þetta lengra í bili, blleess tttiiilll nnnnææææsssstttt!!!!