Heimur Sollu

Monday, September 08, 2008

okidoki

jæja, það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð hér, enda held ég stundum að þetta sé bara fyrir mig sem ég er að blogga. En svo er nú mál með vexti að ég er búin að vera meira og minna veik síðan um miðjan júlí. var skorin upp og var hreinlega eiðilögð vil ég meina, (ég fékk lífhimnubólgu) ég er svo horuð að ég líkist einni frá fátækulöndunum, átti að fara í uppskurð fyrir tvem vikum en fékk snert af lungnabólgu svo ég lá inni á spítalanum með þetta ógeðslega meðal(pencilin) sem er búið að gjör eyðileggja mig, og varð ég enn veikari en síðast, ég gat ekki talað þá þurfti ég að kasta upp, nú er ég heima að reyna að safna kröftum fyrir aðra aðgerð og er ég virkilega orðin þunglind, þvi ég veit að þeir ætla að láta mig á pencilin á eftir aðgerðina í öriggisskini og mér verður flökurt. Ég er að reina að vera bjartsýn en það er svo erfitt, það eru margir sem hringja og eru að stappa í mig stálinu og er ég mjög þakklát fyrir það. ég fékk jurtate sem vinur okkar hafði, pabbi hans er læknir í afríku og notar þetta mikið við lækningar og er ég að reyna að fá lag á magan, hann er búin að vera í ólagi síðan í júlí. það væri gott að fá ábendingar um gott fæðubótarefni, ég vil nefnilega gera allt til að fá lukkið til baka.

Annars gengur allt sinn vanagang hér allir aðrir eru hressir. Benedikta fór með vinkonu sinni í djurssommerland í gær og Addi fór líka með Alexander því hann nefnilega elskar djurssommerland einsog hann sagði í gær, þetta eru síðustu dagarnir sem er opið. það verður opið á laugardaginn næsta í síðasta sinn og er ég kannski að hugsa um að fara ef ég er betri í maganum.

Hannah Christina er farin að tala dáltið mikið og apar eftir því sem er sagt. Amma hennar var hér um daginn og hún apaði eftir henni þegar hún var að kalla á pabba hennar, Arnþór!! þá sagði litla skottið arndó!! og kallaði hann svo óspart arndó með ekki svo miklum fögnuði föður hennar.Við erum að reyna að fara að venja hana af bleiunni, og hefur hún pissað tvisvar í koppinn, dugleg en mætti samt vera duglegri.

ég hef bara svo lítið að segja það gerist ekkert hér við förum ekkert, ég læt mér leiðast hér á daginn því ég hef ekki mikla orku til að gera nokkuð og svo koma börnin heim og er ég fegnust þegar þau fara í háttinn því það litla sem ég hef er uppurið.

þetta er mjög upplífgandi blogg verð ég að segja en það verður bara að hafa það. ég er ekki mjög upplífgandi persóna allavegana í augnablikinu.

ég vil bara þakka Hönnu fyrir hjálpina þetta var alveg ómetanleg hjálp, nú er bara að sjá hvernig fer í kringum hina aðgerðina.

bið að heilsa í bili kv. Sollan