Hundurinn kominn !!
jæja nú er hundurinn kominn og hefur hann fengið nafnið Patti. Hann er blíður og góður, en það þarf að aga hann vel svo að hann verði verulera hlíðinn og góður hundur og vona ég að það taki ekki langan tíma. Við vorum ekki lengi búin að hafa hann, er ég var lögð inn á spítala, en ég var þar bara í einn dagpart og vil ég svosem ekki tíunda það frekar hér. Anna Sigrún og Agnes eru hér enn, en fara á morgun til Kaupmannahafnar, þær eru búnar að vera veikar með hósta og hita, vona ég að þær verði orðnar skárri á morgun. Á miðvikudaginn fóru þær allar, (Anna Sigrún ,Agnes og Andrea) að fá sér tatto, Andrea fékk sér tatto á öxlina, Agnes á ulnliðinn og Anna á bakvið eyrað. Það fara að koma myndir inná Alexanders síðu, frá jólum og áramótum. Ég er svo bara búin að vera í fríi og verð í fríi til 26. jan en þá á ég að byrja í Ryomgård en annars er ég að fara að leita mér að vinnu, enhverstaðar í nágrenninu, því að í Ryomgård á ég að vinna mikið fyrir skítalaunum og ætla ég ekki að láta bjóða mér það. Það er mikið verið að auglýsa eftir ræstingavinnu og er ég mikið að spá í svoleiðis vinnu.Þá líka losna ég undan kommununni, og fæ meiri pening í hendurnar, fyrir jafnvel minni vinnu svo hef ég líka nóg að gera hér heima. Ég er orðin virkilega þreytt á þessu, það er bara hægt að nota mann út í ystu æsar. Hættum að tala um það, að öðru Addi er núna að smíða búr fyrir Patta svo hann verði rólegur í sínu fleti á nóttunni. Ég er búin að sofa hjá honum nokkrar nætur, og Anna og Agnes sváfu hjá honum eina nótt. Svo vil ég þakka öllum þeim sem kommentuðu, það er alveg magnað að fá svona mörg, þið megið alveg halda þessu áfram takk. En vell best að fara að hætta þessu pári. bless til næst.
3 Comments:
Hæ Solla!
Ætlaði nú bara að skila inn smá kveðju :) ! Við förum bráðum að kíkja til ykkar, verðum endilega að fara að hittast sko :) Ég er svo spennt, tónleikar 27. janúar, gaman gaman :) !!! Hafðu það alltaf sem allra best og bið að heilsa, og sjáumst von bráðar!!!
Kær kveðja, Mira Kolbrún.
By Anonymous, At 12:07 AM
Halló aftur til hamingju mað hundinn og vonandi varstu ekki mikið veik kona góð..Annars ekkert merkilegt að frétta en ertu ekki í skóla eða ertu að vinna ég hélt að þú værir í skóla.Good luck með hundinn.....Kv.Helga Maren
By Anonymous, At 12:22 PM
Helga Maren. ég sótti um Social og Sundhedsskolen í Århus en ég var búin svo seint í dönskuskólanum að ég komst ekki að, svo að ég er núna að leita mér að vinnu, því ég er á svo lélegum launum hjá Kommununni. Hilsen Solla.
By Sólveig Hjaltadóttir, At 1:42 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home