Heimur Sollu

Wednesday, January 18, 2006

Fyrsta viðtalið.

það var hryngt í mig í morgun, og ég beðin að koma í viðtal á hótel nálægt Ebeltoft. Bærinn heitir femmøller, þetta er helgarhreingerning á hótelinu og vonast ég til að viðtalið beri árangur. svo ætla ég bara að fá mér hálfsdagsvinnu í viðbót, og þá yrði ég ánægð. Alexander er búinn að vera fárveikur, með yfir 39 stiga hita og er ég hrædd um að hann fái lungnabólgu. Hundurinn er búinn að vera mjög afbrýðisamur út í Alexander og bítur mig í lappirnar til að fá athygli, því ég hef verið svo mikið með Alex. ég ætla svo ekki að hafa þetta lengra núna, þið megið ekki slaka á kommentunum. bless í bili.

3 Comments:

  • Það er ekki gott að vera lasinn núna! en það eru allir veikir hérna á klakanum... það er einhver skítaflensa að ganga, og er fólk með þetta í margar vikur!!

    By Anonymous Anonymous, At 8:51 AM  

  • Hæ ég er svo oft löt að blogga ég er ekkert að setja þetta í forgang þegar ég hef svo margt annað að gera en ég er samt alltaf að kíkja eitthvað á blogg hjá öðrum og það er ekki gott að heyra að stráksi sé svona lasinn.Við erum sko aðeins að breyta hérna heima hjá okkur núna svona bara til að hafa eitthvað að gera og fá smá drasl aftur í íbúðina því að við vorum passlega búin að koma öllu í ágætt lag en þegar maður er með smið á heimilinu þá er gott að gera svona hluti því þá kostaþeir mun minna.Jæja kíki á þig aftur síðar er að fara að koma drengnum í rúmið...Kv.Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 12:38 PM  

  • Til hamingju með voffann! Sé hann/ykkur vonandi bráðum!!!

    Kær kveðja, Mira Kolbrún.

    By Anonymous Anonymous, At 1:08 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home