Heimur Sollu

Tuesday, June 20, 2006

Brakandi blíða.

Hér hefur veðrið leikið við okkur svo ummunaði, stundum er það nú samt ofmikið,í gær var 25 stiga hiti í forsælu þannig að það var stundum hreint ólíft og og það er svo rakt loftið að fötin loða öll við mann og þegar maður fer í háttinn langar mann helst til að vefja sig inn í ískalt og blautt handklæði. En nóg um það, mér gengur bara vel í starfinu sem oldfru ekkert problem með það. Þann fyrsta júlí ætlum við svo að bregða undir okkur fætinum og fara í heimsókn í sveitina, en í þetta sinn verða börnin heima og við fullorðna fólkið ætlum að hafa það huggulegt og elda góðan mat og spjalla og kannski að horfa á eina mynd saman, það verður bara pöntuð pizza handa gemlingunum, en börnin þeirra fara í sumarhús með ömmu sinni. Við ætluðum nú að halda uppá fimm ára brúðkaupsafmælið okkar sem er núna 29. júní en það bíður kannski bara betri tíma. Skólarnir eru svo búnir núna á föstudaginn, og er það gleðilegt fyrir mig (ekkert stress á morgnanna) og náttúrlega fyrir börnin, enginn skóli í einn og hálfan mánuð. svo líður að því að Addi og Alexander taki frí en hinsvegar á ég ekki rétt á sumarfríi í ár en ég tek samt eina viku í júlí og eina viku í ágúst, þá finnur maður ekki fyrir því launalega séð, við erum nefnilega að hugsa um að kíkka í legoland og bonbonland(báðir skemmtigarðar. Nú þarf ég að fara að elda svo hilsen til næst.

Thursday, June 15, 2006

í góðum gír.

ég get nú ekki annað en verið stolt af henni dóttur minni,(Andreu)hún fékk 6 í munnleguprófi í stærðfræði, gott hjá henni veit að ég hefði fengið 0,3 en það er lægsta einkunin sem maður getur fengið hér. Addi er bara í mjög góðum málum í vinnunni, fær hverja kauphækkunina á fætur annarri og verður yfirmaður hluta ágústmánaðar gott hjá honum. Hölli er svo að byrja hjá fyrirtækinu seinnipart mánaðarins. Það er bara allt í gangi núna. Ég hef svo ákveðið að vinna áfram á molskroen af persónulegum ástæðum og verð ég oldfru í fjórtán daga og þarf að mæta þarna á hverjum degi ooooggg ég er mjög stressuð það er svo margt sem þarf að gera og hef ég bara eina stúlku sem er svotil nýbyrjuð og þarf ég að fara yfir herbergin sem hún hefur verið í. Andrea ætlar að koma með mér einhverja daga til að hjálpa og hefur henni eiginlega boðist vinna þarna í sumar. Patti minn hugur minn er hjá þér núna og hef ég hugsað mikið til þín síðan ég fékk þessar fréttir ég vil bara segja við þig gangi þér vel í gegnum þetta, ég veit að þú átt eftir að sigra. Kveðja til þín og þinna. jæja það er annars bara allt gott að frétta af okkur og þarf ég nú að skunda af stað på arbejde. hilsen til næst.

Thursday, June 08, 2006

Glaumur og gleði.

jæja þá er ég bara í fríi í dag og hef nógan tíma til að blogga. Það er búið að vera alveg dásamlegt veður hérna og er spáð áframhaldandi blíðu. Í dag byrjar Thorshagerhátíðin með ýmsu húllumhæi og ætla veðurguðirnir að vera okkur hliðhollir eins og á síðasta ári. Á fimmtudaginn fyrir viku keyptum við sæsonkort í djurssommerland og er Andrea búin að fara fjórum sinnum síðan og Kristófer þrisvar, svo að það er ekki hægt annað en að segja að þau nýti kortin. Addi var á launafundi í gær og fékk enn eina launahækkunina og þeir eru svo helvíti ánægðir með hann og segja að hann hafi stjórnunarhæfileika, hann er kominn á skrá hjá þeim svo ef að staða losnar þá á hann möguleika á að hreppa stjórnunarstöðu sem þýðir náttúrlega góð laun. Kristófer er komin með nýja bloggsíðu og slóðin á hana er, http://blog.central.is/fujitsu og þið megið endilega kommenta hjá honum. Það styttist svo í allar heimsóknirnar og hlökkum við ekkert smá til og svo er brúðkaupið hjá Andrési og Míru, Benedikta á að vera blómastúlka og kvíðir hún því, hún er nebbnilega svo feimin þessi elska en við vonum að það muni nú ganga alltsaman. Á hvítasunnudag fórum við í sveitina og var grillað og við bara höfðum það huggulegt og var spjallað vel og lengi, þetta verðum við að gera oftar þau eru bara svo þægileg og gott heim að sækja, það er líka alveg magnað fyrir börnin að vera þarna og Alexander og Benedikta elska þetta umhverfi með öllum þessum dýrum og þetta stóra leiksvæði sem þau eru búin að útbúa fyrir börnin er hreint magnað. ég hugsa að ég hafi þetta ekki lengra í dag en til næst bæææææææ.