Heimur Sollu

Saturday, January 21, 2006

Vinna!

Ég fór í viðtalið á hótelið og er bara eiginlega komin með vinnu. ég á að mæta núna á mánudaginn kl. 10 og þá verð ég sett inní starfið, þó að ég hafi kynnst því smávegis á föstudaginn. T.d að ég á ekki að tosa í pinnann á sturtunni, því að þá fæ ég gusu yfir mig( var að þrífa kringum pinnann, en óvart rak mig í hann) þannig að það flæddi niðrá bak, en við gátum allavegana hlegið af þessum hrakförum og stúlkan sem var með mér sagðist hafa nokkrum sinnum lennt í þessu sama, svo að mér létti við það. Þetta eru í um 15 tímar á viku og ég fæ næstum það sama og frá komúnunni fyrir 37tíma á viku. Ég á að vísu að byrja kl. 6 á morgnana en er búin að vinna um hádegi og þetta er helgarvinna frá laugardegi til og með mánudegi, þannig að ég fer bara á bílnum um helgar en Addi ætlar að skutla mér á mánudögum, því að rúturnar eru ekki farnar að ganga svona snemma. Kannski get ég fengið að semja líka eitthvað um þetta á mánudögum. Mig er farið að hlakka svo til föstudagsins næsta, stórtónleikar þetta verður frábært ég veit það bara, ég hef ofurtrú á strákunum. Við fórum í dag í smá búðarleiðangur og keyptum sófasett á útsölu, aldrey þessu vant þá erum við farin að fá senda óvænta peninga í pósti(ég veit ekki hverskonar heppni þetta er)við fengum óvæntar 7000 kr. danskar um mánaðarmótin síðustu og í dag vorum við að fá endurgreitt frá Energi Danmark yfir 2000 kr. sennilega fyrir það að við notum svo lítið rafmagnið hérna. Þannig að nú fer ég á útsölu og fæ mér leðurstígvél og peysu. Addi var að fá sér frakka á útsölu og kostaði hann einungis 300 kr.þannig að hann er algjör töffari núna, ekki að hann hafi ekki verið það fyrir, hann er bara svo flottur í þessu. Það er bara annars allt gott að frétta héðan, Alexander er að batna pestin, fékk þó aðeins í eyrun allir aðrir eru hressir. jæja nú verð ég að fara úr tölvunni, því að Addi er alveg ólmur að komast í hana. segi ég bara blessss til næst.

6 Comments:

  • gaman,gaman hótel dama =)
    heyri í ykkur soon

    By Anonymous Anonymous, At 3:02 PM  

  • Got að það gengur vel og þið getið gert eitthvað skemtilegt(eins og að kaupa sér föt), kveðja til ykkar allra, Hanna tengdamamma

    By Anonymous Anonymous, At 4:30 AM  

  • þú ert sko ein um að hafa mikla trú á strákunum, eftir að ég fór á æfinguna með þeim þá hef ég ekkert minni trú á þeim en þú.. Þeim á eftir að ganga vel á tónleikunum :)

    By Anonymous Anonymous, At 4:38 PM  

  • omg þetta átti auðvitað að vera þú ert sko EKKI ein um að hafa trú á strákunum!!!!!

    By Anonymous Anonymous, At 4:39 PM  

  • Til hamingju með nýju vinnuna vonandi á það eftir að gana eins og í sögu.Já alltaf gott að fá pening svona út í bláinn og njótið þess bara að dúlla við ykkur..Annars vona ég bara að allir séu hressir ég ætla að fara að drífa mig í mína vinnu svo að ég verði ekki rekin.Góðar heilsur til Danmarks....Kv.Helga Maren og co...

    By Anonymous Anonymous, At 12:54 AM  

  • :) hlakka svo til að horfa á tónleikana :) Góða skemmtun, ég ætla amk að skemmta mér vel ;)

    By Anonymous Anonymous, At 6:12 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home