Heimur Sollu

Monday, January 30, 2006

jæja, jæja jæja!!

Ég fór á tónleika á föstudaginn, June Variety var að spila og skemmti ég mér frábærlega, það var mögnuð mæting með fílinginn í lagi enda strákarnir góðir, ég þurfti þvímiður að fara snemma heim, því að ég átti að mæta í vinnu kl. 6 morguninn eftir. Ég verð nú að segja að þetta er púl vinna og maður er stanslaust að, því að maður verður að vera búinn að skila herbergjunum hreinum fyrir kl. 2 á daginn og við erum bara tvær þarna. og ég var nú búin að hugsa að það væri nú frábært að gista þarna einhverntímann, en þetta er örugglega 5stjörnu hótel, því ein nótt í stóruherbergi kostar 3500 kr. danskar og lítið herbergi kostar 1500 kr. enda þarf maður gjörsamlega að pússa allt og snurfussa þannig að það sjáist ekki eitt fingrafar, og það er ekki sama hvernig maður býr um rúmmið, það er bara nokkradaga nám eða þannig. Ég fór með Benediktu til fótasérfræðings, og hann sagði að hún væri með fladfod (ilsig)og þyrfti að fá upphækkun í skóna ekki innlegg, þannig að hun gangi meira á tánum og ég ætti að kaupa skó með hæla handa henni. Það er bara allt frábært héðan að frétta allir við hestaheilsu. Ég veit að það var þorrablót svarfdælinga á laugardaginn og vildi ég hafa getað verið þarna, borðað súrmat og má ekki gleyma hákallinum og öllu hinu gromsinu. Aníta mín ég sakna þín svo mikið, ég vona bara að þú getir komið í sumar og verið hérna hjá okkur og takir Snæþór með það er langt síðan maður hefur séð hann. En annars verð ég að skunde mig að hente Alexandeer. bleeeess til næst.

2 Comments:

  • þú manst að þú átt hákarl og sviðasultu frá mér heima hjá Andrési og Míru..

    By Anonymous Anonymous, At 7:07 PM  

  • Hæ og takk fyrir innlitið hjá mér,hef svosem ekkert að segja en bara gaman að fylgjast með ykkur og sé greinilega að þetta er púlvinna hjá þér.Heilsur til Danmark...Helga og familía

    By Anonymous Anonymous, At 1:09 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home