Heimur Sollu

Tuesday, November 22, 2005

Svona tröll er ég



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?

Wednesday, November 16, 2005

Tíminn líður.

Þetta er alveg ótrúlegt, hvað tíminn líður. Ég hef ekki bloggað síðan þriðja nóv, mér finnst það hafa verið í gær.En þetta verður örstutt blogg, Alexander hélt upp á afmælið sitt um helgina, og þið getið lesið allt um það á síðunni hans, annars er hann búinn að vera veikur og er ég farin að halda að hann sé með vírus í maganum, því að hann er búinn að vera með niðurgang í nokkra daga. Ég var svo í lokaprófinu í dönsku í dag í Aarhus, og held ég barasta að mér hafi gengið vel, ég fæ svo að vita niðurstöðuna held ég í næstuviku. Hölli var líka að taka þetta sama próf og held ég að honum hafi gengið vel. Munnlegaprófið er svo í desember frá sjöunda til tuttugasta, þvímiður því að ég fæ ekki inn í skólanum fyrr en niðurstöðurnar úr þessum prófum eru komnar á borð hjá þeim, og ég veit ekkert hvenær ég fer í test og við getum ekki haft áhrif á röðina, máski verður skólinn fullsetinn, þegar niðurstöðurnar loksins koma. Eg vona bara að þetta reddist allt. Að öðru það er kominn jólafílingur í liðið, eru spiluð jólalög á hverjum degi. Styttist í það að maður fari að sétja jólaljósin upp, það er nefnilega miklu minni lýsing hér heldur en heima, (sparnaður á rafmagni). Það er annars allt gott að frétta af öllum hér, fyrir utan þetta með Alexander, Benni er að koma í heimsókn held ég um helgina, svo styttist í Anítu. vonandi líður ekki næstum heill mánuður til skrifta, en til næst bæó.

Thursday, November 03, 2005

Kitlikitl.

jæja hún Anna Sigrún kitlaði mig, svo nú ætla ég að skrifa eithvað um sjálfa mig. og hér kemur það.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.

° Ferðast til Frakklands.
° Fá mörg barnabörn. (svo ég verði ekki einmana í ellinni)
° Eiga peninga sem ég get dreift um mig.
° Læra frönsku.
° hafa það gott.
° Labba yfir helju.
° Ferðast vítt og breytt um heiminn.

Sjö hlutir sem ég get.

° Talað dönsku, svotil hikstalaust.
° Bakað, eldað og lagaðtil á sama tíma.
° Elskað familíuna MIKIÐ.
° Hlustað endalaust á Adda semja tónlist.
° Horft mikið á raunveruleikaþætti.
° Hlakkað til að Aníta komi.
° Keyrt með Adda til þýskalands, og til baka á einum degi.

Sjö hlutir sem ég get ekki.

° Átt gotterí lengi, það bara hverfur.
° Keyrt bíl og gert eithvað annað í leiðinni.
° Talað hið seyðandi tungumál, frönsku.
° Þolað mikið drasl í kringum mig, en einhvernvegin er alltaf allt í drasli.
° Lifað ef ég mundi missa, Adda eða eithvert barnanna.
° Talað mikið í símann, raunar þoli ég ekki að tala í síma.
° Farið að sofa eftir kvöldmat, þó að ég sé dauðþreytt.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið.

° Rassinn, númer 1,2 og 3.
° Góður húmor, (gæti aldrey verið með húmorslausum manni).
° Hann á að vera kraftalegur.
° Klæða sig vel, (í töff föt).
° Hvernig hann kemur fyrir sjónir( í innræti og útliti).
° Svo má nú ekki gleyma augunum( þau geta sagt manni svo margt).
° Ef kossinn er góður, þá er aldrey að vita.

Sjö frægir sem heilla.

° Brad Pitt.
° Jude law
° John Travolta, eins og hann er í dag.
° Hugh Grant, alveg yndislega aulalegur í flestum myndum,(elska hann).
° Selma Hayek, alveg ótrúlega flott.
° Michael Douglas, það er bara eithvað við hann sem heillar.
° Patrick swayze, hann er líka kyssi kiss.

Sjö orð eða setningar sem ég nota mikið.

° Addi! lítteftir Alexander.
° Andskotinn.
° Nei, (við Alexander).
° Benedikta borðaðu matinn!!
° Djöfulsins drasl, það er eins og búi svín hérna.
° Nennirðu ( að gera hitt eða þetta).
° Við erum að verða of sein( á morgnana).

Sjö hlutir sem ég sé fyrir framan mig.

° Tölvuskjáinn.
° Myndir af börnunum.
° Webcam.
° Lampa.
° Bolla með kaffi í.
° Ritter sport súkkulaði.
° Nýjan scanner+ prentara.

Jæja þá er að kitla einhvern og það er pottþétt Míra, Agnes,Kristófer og Andrés. þið verðið svo að vera dugleg að blogga. En nóg í bili , ég er búin að sitja hér í meira en klukkutíma og skrifa þetta en bless til næst. Meðan ég man þá stóðst modul 4 testið í dönsku. bæ bæ.