Heimur Sollu

Tuesday, August 07, 2007

Ditten og datten :0)

Sælt veri fólkið :)
ég sest við tölvuna og ákveð að blogga eitthvað, en svo bara man ég ekkert hvað ég ætla að blogga um, svo þetta verður kannski bara eitthvað hrafnasparkið, en það er best að reina.
jæja þá er best að byrja. Í byrjun mánaðarins komu Benni og Stína í heimsókn, ég bakaði nátturlega kökur og bauð þeim í svínakótilettur og fylltist húsið af ungum dömum sem voru að koma úr Djurs sommerland, Addi fór nefnilega að ná í Benediktu og Katharinu, sem höfðu farið einar þangað uppeftir og með þeim komu Gabriella og hennar vinkona þær höfðu líka verið uppfrá, það var einsgott að ég eldaði mikið. Við fórum svo helgina eftir til Århus að sjá hellinginn allann af seglskútum, og fékk Addi miða hjá Stark, sem gaf okkur rétt til að sjá heimsins stærstu seglskútu og annan miða þar sem við gátum fengið okkur kaffi, samlokur og kökur, krökkunu var boðið uppá nammi,ís og þau fengu einnig bol í boði starks, þetta var bara ágætis dagur þó að allstaðar væri verið að reyna að plokka af manni peninginn, t.d. var þarna svæði fyrir börnin, hoppukastalar með meiru og þeir kostuðu bara dagurinn litlar 50 kr. per barn, en Stína bjargaði mér fyrir horn og bauð þeim á þetta svæði, svo takk fyrir það, það voru þarna líka nammibásar með risanammi og þeir sem hafa komið hingað vita að nammi er frekar dýrt og þetta var selt eftir vigt, Benedikta fékk pening hjá afa sínum til að kaupa nammi en endaði með að þurfa að biðja um meiri pening því hún hafði ekki nóg, en nóg um það þetta var alavegana góður dagur og alltaf gaman að breita útaf vananum.

við erum stöðugt að betrumbæta húsið og erum við búin að mála bæði barnaherbergin, og er Addi byrjaður að mála stafninn á húsinu hvítann og er ætlunin að mála alla gluggana og hurðirnar úti hvítar.

Aníta, Snæþór, Andrea, Benni og Vaka komu hingað þann 23. júlí og var gert margt og mikið, td. var farið til Århus í verslunarferð og farnar nokkrar ferðir í djurs sommerland og var ég nátturlega dregin í öll stóru tækin, og þeim fannst greinilega gaman að sitja við hliðina á mér, því ég argaði alla leiðina og trúið mér það eru til margar skelfilegar myndir af mér þar sem ég er einn skelfingarsvipur, og þeim fannst þetta alveg ógurlega findið, jæja ég gat allavegana skemmt þeim. Krakkarnir skruppu svo í Tivoli friheden einn daginn og fór Benedikta með þeim.
Þegar krakkarnir komu hélt Benedikta uppá afmælið sitt og buðum við þeim úr sveitinni í veisluna, það var alveg rjómablíða og löbbuðum við niður á tún, sem er rétt hjá skólanum því þar er stórt tré þakið af kirsuberjum og tíndum við í tvær stórar skálar. á meðan lögðu ferðalangarnir sig, því þau komu með næturflugi og voru því nær ósofin.
Daginn áður en krakkarnir fóru heim, fórum við í Legoland, og vorum við nú sammála með það að þetta er nú staður sem gaman er að koma til svona einusinni á sumri, það er gaman að skoða allar legobyggingarnar og það er að vísu eitt tæki þarna sem mér fannst virkilega gaman í, það eru armar þar sem tveir sitja saman í, þeir eru forritaðir fyrst og maður getur valið hreifingarnar og hraðann, ég fór tvisvar í þetta og í bæði skiptin emjaði ég úr hlátri enda stilltum við hraðann á fimm sem var hraðast og maður þeyttist afturábak og áfram, á hvolf og bara allavegana, þetta var virkilega skemmtilegur dagur með brakandi blíðu og langur var hann því við lögðum af stað kl.átta um morguninn og komum heim um hálf ellefu um kvöldið enda gátum við gert allt sem okkur langaði til.

Hjalti og Monica ásamt börnum komu hingað og fengu að tjalda eina nótt í garðinum, en þau höfðu tekið sumarhús á leigu í Ebeltoft í tvær vikur, þau komu færandi hendi og gáfu okkur gotterí og rauðvínsflösku, alltaf sama rausnin í þeim ég segi barasta takk fyrir okkur, svo komu þau á föstudaginn síðasta í heimalagaða pizzu og höfðu með sér bjór og léttvín og keypti Snæþór ís til að hafa eftir matinn og ég bakaði smávegis með kaffinu, svo enginn varð hungraður það kvöldið.
Svo það sé nú annað mál þá er Hannah farin að skríða útum allt og riksuga í leiðinni, það sem á vegi hennar verður og einn daginn þegar við erum einar heima hafði hún náð í eitthvað sem stóð svo fast í henni að hún var orðin blá í framan, það munaði svo litlu að ég hryngdi í neyðarlínuna en sem betur fer náði hún að hósta þessu upp með hjálp minni en ég var við það að fá taugaáfall, bara svona ykkur að segja fer ég bara í panik þegar svona gerist og get bara ekki hugsað skýrt, enda skældum við bara báðar eftir öll ósköpin.
nú eru dætur mínar tvær farnar heim og græt ég svolítið inní mér, en Alexander er ekki alveg að skilja hvert hún Aníta hans fór, hann vildi nefnilega fara með henni, ég leifði honum að hringja í hana áður en þau fóru í vélina og hann sagði bara kommer du Aníta, kommer du!! svo sætt ég fékk barasta tár í augun.
jæja þá fer að líða að seinni hluta fæðingarorlofsins og er ég byrjuð að leita eftir annari vinnu því ég er alveg harðákveðin að ég ætla ekki að láta þetta leiðindarpakk traðka meira á mér, enda fást bara útlendingar í svona traðkvinnu, danir láta ekki bjóða sér þetta. Ég verð að vera búin að finna eitthvað fyrir nóvember því þá er ár síðan ég fór í fríið.
jæja ég verð nú að fara að halla mér þetta gengur barasta ekki lengur, klukkan hjá mér er orðin hálf tvö og gott betur, góða nótt allir og hafið það gott sjáumst seinna í bloggheiminum, sollan hveður með bros í hjarta enda er ekkert betra en sólin sem skín hér núna og yljar mér. bless bless