Heimur Sollu

Tuesday, March 25, 2008

O.B.S


Buin að skrifa færslur inní vefbækur barnanna, skrifa hér seinna

Tuesday, March 04, 2008

mikið að gera

já, ég hef haft í ansi mörgu að snúast núna undanfarið enda tvöföld vinna, vakna kl. 4.50 að morgni og fer í rúmmið milli 9 og 10, svo það er ekki mikill tími fyrir bloggskrif. en þetta er fín vinna sem ég er í og ætla ég bara að vera þarna áfram, starfsandinn er frábær og er skipst á að kaupa morgunbrauð á föstudögum og sitjum við saman í morgunpásunni og borðum nýbökuð rúnstykki mmmmm.Það þarf ekki mikið til að gleðja solluna. vinnan er ekki eingöngu þrif, heldur sjáum við líka um morgun og hádegisverð fyrir súklingana, og að panta úr eldhúsinu það sem vantar. Dagarnir bara hverfa. Ég varð aðvísu veik í síðustu viku og fékk ég júgurbólgu á kusumáli, því Hannah mín er enn á brjósti og passaði ég mig ekki nógu vel í kuldanum sem er búinn að vera, svo ég fékk háan hita og lá í rúmminu í einn dag.

Addi spilaði í fyrstasinn með bandinu núna síðasliðinn föstudag og skilst mér að tæknin hafi verið að stríðaþeim eitthvað svo hann kom ekki mjög ánægður heim og þau fóru öll og drekktu sorgum sínum í öli, nema Addi sem getur ekki sofið annarstaðar en heima, hann var nefnilega búinn að fá inni hjá Thomasi, en hann ákvað svo bara að køre hjem.

Það var skólaskemmtun í Thorsagerskóla á fimmtudaginn var, og sýndu stelpurnar í öðrum og þriðjabekk magadans, og það var ýmis skemmtun í gangi, en Bennan neyddist til að fara án foreldranna,ég var veik og Addi fór á æfingu með bandinu.

Alexander er alltaf hinn hressasti og dansar og syngur í leikskólanum, svo skemmtilegt er lífið hjá honum, segja dömurnar þar, hann kom nefnilega í gær á móti mér og hoppaði og trallaði og þær sögðu að hann væri alltaf svona sýkátur.

Í dag var Hannah í afmæli hjá Noah, hann varð einsárs og var bara gaman hjá henni, það er alltaf stutt í brosið hjá henni, þó hún sé núna svoltið kvefuð og með hálsbólgu, enda hefur hitastigið rokkað mikið upp í hita og niður í mikinn kulda.

jæja ég verð að fara að elda, það gerir það enginn annar. svo si u later :) bless í bili Ísland eftir tvo og hálvan mánuð eða 73 daga jibbí jeje