Heimur Sollu

Sunday, October 30, 2005

Nýr tími !!

Í dag breytist tíminn, ég vaknaði klukkan níu að sumartíma, en þá var hún bara átta að vetrartíma það er magnað að græða svona einn tímam, á morgun getur maður sofið einum tíma lengur og vaknað úthvíldur, ekki úldinn eins og síðustu vikur.
Á fimmtudaginn var ég svo í einu testinu í dönsku (modul 4) seinasta prófið fyrir lokaprófið og fer ég í það 16 nóvember, ég stóðst hlustun og skilning í lestri en fæ svo að vita útkomuna úr skriflega þættinum á morgun (mánud.)
ég fór með Benediktu til læknis á fimmtudaginn fyrir viku, út af löppunum hún þarf að öllumlýkindum ný innlegg, og fengum við tilvísun til bæklunarlæknis, ég hryngdi svo til hans og fékk tíma fyrst þrítugasta janúar(langur biðtími!!) Og hún sem vaknar oft upp um næturnar með verki, en jæja það er ekkert við því að gera. Við notumst við töfra grjónapúðana þangað til, í alvöru hún sofnar eftir 5-10 mín. þegar ég læt þá við lappirnar. Það er annars allt gott að frétta allir í stuði og farnir að hlakka til jólanna, Benedikta vill endilega fara að skreyta herbergið, en mér finnst það kannski full snemmt en suma dagana eru spiluð jólalög út í eitt, og börnin eru búin að kaupa jólagjafir fyrir flesta fjölskyldumeðlimi. En annars segi ég bara þetta gott í bili, það er verið að kalla á mig í morgunkaffið, um helgar höfum við það mjög huggulegt, borðum ný rúnstykki og meðlæti. bless til næst( vonandi líður ekki langur tími)en bæó spæó!!!

Tuesday, October 18, 2005

Afslöppun!

ég verð nú bara að segja ykkur það . Í gærmorgun fór ég með Alexander til dagmömmunnar, kom svo heim og var bara rekin í rúmið af börnunum. Ég hélt að ég þyrfti bara að slappa ölítið af og sofnaði á endanum, um kl. 12 var ég svo vakin, og vitiði hvað!!! Andrea, Kristófer og Benedikta voru bara búin að laga til í öllu húsinu!! javnvel betur en ég geri vanalega. Ég á bara ekki orð þetta var bara svo magnað. Vildi bara láta ykkur vita hvað börnin okkar eru frábær.
sjáumst seinna bæjó.

Furðuspurningar.

1. Hvað ertu búin/n að reka oft við í dag? Kannski einu sinni, enda árla morguns.
2. Ég stundaði fyrst kynlíf? 18 ára (hafði einfaldlega ekki áhuga á hinu kyninu fyrr).
3. Ég er ánægð/ur með mitt útlit 1 og upp í 10? 6 1/2 bíð eftir að komast í ekstream makeover.
4. Ég hef snýtt mér í sundi? Já örugglega margoft.
5. Hvort er betra uppgangur eða niðurgangur? niðurgangur(hata ælupestir).
6. Mér finnst alltaf fret findið? ekki alltaf, en ef það er um mjög dannað fólk að ræða þá finnst mér það spaugilegt.
7. Var Jói góður í idolinu? Sá ekki síðasta idol svo ég veit það ekki.
8. Hver mundi ekki vilja sjá Jón Frey í idolinu? Jú ég alveg pottþétt, ef hann getur sungið.
9. Ég fíla eða hata whoopi Goldberg? Ég hvorki fíla né hata hana, í sumum myndum er hún ágæt.
10.Er líf eftir þetta líf? Já alveg pottþétt!! ég gæti ekki lifað með þá trú að það væri ekkert eftir þetta líf.
Þá er ég búin að svara þessu, og á ég að skora á einhvern ? þá er það Míra, Aníta og Andrés. og hana nú.

Saturday, October 15, 2005

Haustfrí !!

Við vorum að sétja inn nýtt myndband af Alexander, og hvet ég alla til að skoða það, hann er svo mikið rassgat. Nú er haustfrí í skólanum og verða börnin í fríi alla næstu viku, ég er líka í fríi fram á fimmtudag en þá fer ég í vinnuna. Líkar mér bara mjög vel þarna, og er góður mórall innan liðsins, td. í gær fórum við og drukkum kaffi með gömlum manni, og það voru kökur með. Ég er búin að fá hjól, og fyrst er ég hjólaði var ég spaugileg það var eins og ég væri byrjandi, en nú er þetta komið. Og hjólum við á milli heimila og hjálpum fólki, með þrif og annað. Benedikta er nú að fara í afmæli á morgun, og nú getum við bara skutlað henni þangað, og komum við ekki klukkutíma fyrr, í fyrra hélt hún upp á afmælið akkúrat á deginum þegar sumartíminn breytist í vetrartímann, og komum við of snemma. Breytist tíminn 30. október, og verður það frábært að geta sofið klukkutíma lengur. Kristófer er búinn að fara tvisvar til Rønde, í heimsókn til Daniels. Svo fór hann til Aarhus í bío með Andresi. Kom hann heim alveg í skíunum, því Andres og Míra gáfu honum síma, rafmagnsgítar og magnara, og bol. Andrea og hann eru nú alltaf að æfa sig saman á bassa og gítar, og voru að semja lag og texta í gær, með smá hjálp frá Adda. Nú er Addi að ná í Hölla til Aarhus, hann var nefnilega að kaupa sér magnaðar upptökugræjur, og svo eru þeir að fara á æfingu, þeir eru komnir með frábær lög og er Addi með þrjú eða fjögur önnurlög í kollinum, sem hann er að semja. Ég ætla að segja þetta gott í bili, sjáums senere hej hej

Tuesday, October 04, 2005

Nýr bíll !!

þá sit ég hér eina ferðina enn, og ætla að reyna að pára eithvað. Við erum við komin á bíl, og er það bara magnað. Fórum við í fyrsta bíltúrinn á sunnudaginn, og rúntuðum hér um kring. Ég settist svo í fyrsta skiptið í bílstjórasætið í morgun, og brunaði í skólann. Gekk það alveg slysalaust fyrir sig.
Ég var alveg rosalega dugleg á sunnudaginn, sló garðinn og bónaði bílinn ásamt Adda og vöskum hjálparmönnum. Andrea er að fara að láta rétta tennurnar, og þurfum við ekki að borga eina krónu í því og er það einn af stærstu kostunum við að vera hér í Danmörku, semsagt tannlæknaþjónustan og læknaþjónustan, maður borgar aldrei neitt, viðkomandi börnunum.
Það er nú ekki mikið að frétta af öðrum fjölskyldumeðlimum. Allt er bara í orden, Addi og band eru komnir með æfinguhúsnæði, og svífa þeir nú á rósrauðu skýi, og styttist núna í frægðina.
Því eins og ég hef sagt áður og það er engin lýgi, þeir eru með frábær lög.
Alexander er farinn að segja meira og meira, hann hefur sagt pabbi og Hölli. Svo er ég að byrja í nýrri praktík, í Ryomgård og þarf ég að vera á hjóli, en það er eitt problem ég pantaði hjól í síðustu viku en fæ það ekki fyrr en á föstudag, svo ég veit ekki hvort ég byrja núna á fimmtudag eða bíð með það þartil í næstu viku.
Ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili, hef ekki meira að segja en til næst bæbæbæbæ.