Heimur Sollu

Thursday, February 22, 2007

Snjóóór!!!!!

Þetta minnir mig nú bara á Dalvík!! snjólagið hérna fyrir utan, bíllinn snjóaður inni enginn skóli í allri kommununni og mannhæðaháir skaflar. Ég og börnin erum bara heima og er verið að horfa á dvd, Addi er sá eini sem hefur farið hérna út úr húsi og í vinnuna. Börnin eru á leiðinni út að kanna brekkurnar og verður það ábyggilega fjör, við Hannah verðum einar hér inni.
Á morgun byrjar mömmuhópurinn og vona ég nú að það verði fært, þeir hafa verið ansi duglegir að riðja en það hefur snjóað svo ansi mikið og blásið að ég er ekki alveg viss um að það verði allt fært í fyrramálið, við eigum að mæta kl. 10 og erum við sjö mömmurnar í hópnum, fjórar stelpur sem eru allar fæddar á bilinu 20-22 desember og þrír strákar, einn er fæddur 12 des, annar 2 jan og þriðji á að fæðast 26 feb. ég hlakka bara til að hitta þessar konur og komast aðeins út að spjalla við einhverja aðra en Adda og börnin, þó að það sé nú ekkert að því. Hejjjjj ég nenni ekki að blogga meira og er ég að hugsa um að gerast sófa kartafla. hej til næst. ;)

Monday, February 12, 2007

Hvað get ég sagt

Er ekki bara kominn tími á nýtt blogg? jú ég held það bara, dagarnir eru svipaðir hver öðrum og er ég búin að vera svona hálf döpur, kannski er þetta eitthvað tengt þunglindi veit það ekki, Hannah er mjög þægilegt barn og fær magaverki svona einn og einn dag þá einna helst seinni partinn, svo ekki er hún til vandræða en annars er ég áhyggjufull útaf Benediktu, hún hefur kvartað um magaverki í einhvern tíma og hef ég farið með hana tvisvar til læknis, í annað skiptið sagði hann að hún væri með loft í maganum en í hitt skiptið sagði hann að þetta væri örugglega stress, en ég veit ekki útaf hverju það ætti að vera hún á alveg helling af vinkonum og er mjög sátt að fara í skólann, núna eru börnin í vetrarfríi svo það er bara fjör hér heima, fastalavn var haldið í skólanum núna á föstudaginn var, og var Benedikta Solla stirða, fastalavn er svo næsta sunnudag og verður farið í félagsheimilið, kötturinn sleginn úr tunnunni og boðið verður uppá fastelavnsbollur, á mánudeginum fer Alexander uppáklæddur í leikskólann og verður öruggleg gert eitthvað skemmtilegt þar. Ég ætla hinsvegar að setja upp svuntuna og baka helling af bolludagsbollum mmmmmmmmmm og svo verður borðað á sig gat nammi namm (gott að geta hlakkað til einhvers). Það var nú bara margmenni hér síðustu helgi(2-4), Benni og Anna Sigrún komu og stoppuðu hér yfir helgina, Sigrún Eva og Bjarni komu, svo bauð ég í önd hér á laugardeginum og var það bara dejligt, Hölli og Cecilie komu með litlu Liv og er hún orðin ekkert smá mannaleg og alveg einsog pabbi sinn. Það er búið að vera andsk. kalt hérna og er kynt allan daginn, Addi getur tekið eisog hann vill af brettum í vinnunni til að kynda með og kemur þvílíkur hiti af þessu. Öll börnin eru komin með heimasíður á barnalandi og eru slóðirnar http://benedikta.barnaland.is , http://alexlevi.barnaland.is , http://hannastina.barnaland.is ,er öllum velkomið að kikka á þær, munið bara eftir gestabókunum. Það skeður kannski ekki mikið hér og maður hefur allan tímann í veröldinni en ég gat nú ekki annað en brosað þegar í póstkassanum lá kort frá skólatannlækninum, þann 20. febrúar á ég von á hjúkrunarkonunni að líta á Hönnuh, ég á að fara í skoðun hjá tannlækninum mínum líka 20.febrúar og að fara með Benediktu í skoðun hjá skólatannlækninum, allt þetta á að ske 20feb milli 13,00 og 13,30 furðuleg tilviljun að þetta skyldi hitta allt á næstum nákvæmlega sama tíma. Krakkarnir eru farnir út að renna sér svo að það er best að laga svolítið til hérna, hilsen til næst;)