Heimur Sollu

Tuesday, September 25, 2007

ALT MUGLIGT !!!

Hejsa !!
Þá er nú mál að blogga. Ég hef nú sótt um mörg vinnuplássin og ekkert gengið enn sem komið er, ég hef verið kölluð í eitt viðtal og ég veit nú ekki hvort ég á eitthvað að vera að tíunda það hér, en semsagt gekk það ekki vel, að mínu mati. Ég er ekki góð í að tala og öfunda ég Adda af þeim eiginleikunum. Ég á frekar (MJÖG) erfitt með að hæla sjálfri mér, en nú ætla ég að prufa án þess að segja djók á eftir. Solla mín þú ert best, þú ert góð sál, besta móðirin í allri veröldinni( segja börnin mín)allir elska þig, því þú ert svo frábær, þú ert hefur allt sem til þarf í þetta starf. Það vantar dagmömmur á svæðið og er ég að fara að sækja um það, dagmömmurnar vinna að vísu 48 tíma á viku en ég var nú vön að vinna myrkranna á milli á Dalvík og svo fá dagmömmurnar margt á móti fyrir að nota sitt eigið heimili og kommunan reddar öllu sem við þurfum að nota.
svo segi ég að ég geti ekki talað um sjálfa mig, en þá að öðru krakkarnir eru búin að vera veik þ.e Alexander og Hannah, Alex var með hálsbólgu og hita um helgina og núna er Hannah veik með það sama og þau eru með ljótan hósta.
Hannah er komin með dagmömmupláss og heitir dagmamman Gitte og býr niðrá Thorsgade, ég fæ að vita í næstu viku hvenær hún getur byrjað, við vorum í heimsókn þar í gær og líkaði bara vel.
Alexander er byrjaður að hjóla og er ég nú með lífið í lúkunum, því hann er svoltill glanni, en hann er ekki alveg búinn að ná tækninni við að fara af stað svo við þurfum alltaf að hjálpa honum.
Við fórum í haustmessu síðasta sunnudag, því minikonfirmanden( krakkarnir í þriðja bekk) tóku þátt í guðsþjónustunni og sungu lag fyrir okkur foreldrana og aðra sem komu til kirkju, hér eru byrjað að undirbúa krakkana fyrir fermingu í þriðja bekk, svo að Benedikta fer einusinni í viku í fermingarfræðslu.
Við erum svo búin að selja bílinn og fengum við 70.000 danskar kr. fyrir hann, sem er alveg ágætt og erum við svona eiginlega búin að festa okkur annan bíl, það er mitsubishi L300 sjö manna, því það hefur verið hálfgert problem með að fara eitthvað þegar eldri börnin hafa verið í heimsókn, svo ég vona að þessi bíll standist okkar kröfur.´
Jæja þá ég verð víst að fara að hætta þessu í bili er að fara í foreldra viðtal í skólanum. svoooo si u later :) knus og kram frá Sollu FRÁBÆRU.

Thursday, September 06, 2007

ATVINNULEIT!!! og fleira

Hejsa!!!
ég er byrjuð á fullu í atvinnuleitinni og er ég búin að sækja um á ca. 10 stöðum, flestum þó sem sosu-hjælper(hjálpa gömlu fólki í heimahúsum), og bíð ég eftir svari frá tveim og eitt sem ég sótti um var í ungdómsklúbbnum hér í Thorsager, það hefði verið frábært ef ég hefði fengið það byrjað kl. ellefu og unnið til fjögur -fimm það er ekkert að því og það bara í göngufæri og hvað er betra en vinna með börnum og unglingum, en ég hef ekki fengið svar frá þeim svo ætli það verði nú :(

En hann Addi minn er sko í góðri vinnu, hann kom t.d í dag heim með parket á barnaherbergin, þeir sögðu við hann að hann mætti ráða hvað hann gerði við þetta annað hvort að henda því eða taka það með heim, ég varð alveg orðlaus þegar hann opnaði skottið á bílnum og sagði bara sisona það átti að henda þess svo ég ákvað bara að hirða þetta ALVEG NÝTT PARKET !! magnað að losna við teppin af gólfinu, frábært ég segi ekki annað, sumir vinna í lottói en þessi vinna hefur verið sem lottó fyrir okkur, við kaupum allt á næstumþví innkaupsprís.

Benedikta er byrjuð í þriðja bekk og er í sfo eftir skóla(pössun)í skólanum og þetta er síðasta árið sem hún verður þar,svo fer hún í klúbbinn á næsta ári núna eru krakkarnir í þriðjabekk farin að taka meiri ábyrgð ásig og eiga að krossa sig inn í sfo og líka merkja við þegar þau eiga frí en hún Benedikta mín á svo erfitt með að muna þetta og er starfsfólkið búið að hringja hingað oft og spyrja hvort hún sé heima, hún hefur þetta sennilega frá henni móður sinni því hún á mjög erfitt með að muna hlutina.

Ég var á foreldra fundi í skólanum í síðustu viku og það er alveg sama sagan og var á þessum fundum á Íslandi, sumir foreldrar þurfa að gera svo mikið mál úr hlutunum og alltaf eru rökræður um sömu hlutina, afhverju að gera einföldustu hluti svona erfiða? ég bara spyr.

Við erum búin að setja bílinn á sölu á netinu og ætlum við að fá okkur ódýrari bíl og stærri eða 7- 9 manna, því það er alveg vonlaust að komast eitthvert þegar krakkarnir eru í heimsókn. við vorum bara að prufa þetta og kanna viðbrögðin og hefur einn hringt útaf honum, en þvímiður hefur hann ekki hringt aftur hann var nefnilega mjög áhugasamur, en bíllinn er nú bara búinn að vera þarna í þrjá daga svo vonandi eiga einhverjir áhugasamir eftir að hringja. ef einhverjir vilja skoða þá er hann á www.bilzonen.dk og þetta er rauð mazda 626 svona ykkur að segja.


Ég var að tala við Andreu í gær og er hún að hugsa um að koma með Anítu í november og þið getið ekki trúað því hvað mig hlakkar til að fá þær í heimsókn, það var bara svo erfitt að sjá á eftir krökkunum til Íslands. Það spyrja mig margir hvort ég sakni ekki heimahaganna en ég sakna bara barnanna, og ég mun ekki flytja þangað aftur, það er bara svo margt hér sem er betra en á Íslandi og ég finn mig heima hér í Thorsager, þetta er bara svo fallegur bær og gott umhverfi fyrir börnin. Það muna örugglega margir hrista höfuðið yfir þessum skrifum en svona er þetta bara. en mig hlakkar til að fara þangað í heimsókn næsta vor, það verður dáltið skrítið eftir þrjú og hálft ár í burtu.

Það hefur verið ansi kalt hér á morgnana og á kvöldin og eru öll börnin með hálsbólgu og kvef, og er kominn tími á brenniofninn allavegana á næturnar, og hann Alexander minn heldur að það sé ennþá sumar og vill eingöngu ganga í stuttbuxum, en ég klæddi hann í buxur í morgun á meðan hann var sofandi og hann fattaði ekki að hann var ekki í stuttbuxum og ég hef reint að útskýra fyrir honum að töffarar ganga líka í buxum. Ég segi nú bara omg. það er svo erfitt að klæða hann, ég hef aldrei áður lennt í svona barningi, á hverjum morgni, hann vill t.d.ekki ganga í íþróttabuxum, og hann er með æði fyrir öllu röndóttu. Hann á bara tvö pör af röndóttum sokkum og eina röndótta peysu. Hann og Benedikta eru tvö virkilega ólík sistkyni, henni er nákvæmlega sama hvernig hún er klædd og þarf ég yfirleitt að passa uppá að hún klæði sig þokkalega.

Svo er nú annað að ef ég fæ vinnu fljótlega þá getur verið að ég þurfi að fara með Hönnuh í pössun á einhvern annan stað því að það losna engin pláss hérna í Thorsager fyrr en í október. Ég sótti nú auðvitað hjá henni Dorthe okkar en ég efast um að við verðum svo heppnar að fá pláss hjá henni og ég vona bara að við þurfum ekki að keyra skvísunni einhverja langleið í pössun, það var nú eitt sem ég hugsaði um, dagmömmustarf,það vantar nefnilega dagmömmur á svæðið, en við þyrftum stærra húsnæði til þess að það myndi ganga upp, svo sá möguleiki er ekki fyrir hendi allavegana ekki í augnablikinu.

Jæja nú er Addi á leiðinni heim af æfingu svo ég held bara að ég láti þetta nú gott heita af bloggi í bili, sollan kveður með tilhlökkun og kvíða í hjarta eftir að byrja að vinna og fara í einhver atvinnu viðtölin. Hafið það gott elskurnar.

bæó spæó.