Wednesday, July 27, 2005
Jæja það er langt síðan síðast. En þegar eru gestir hjá manni þá er maður bara ekki mikið við tölvuna. Anna Sigrún og Gunni eru að ég held í Þískalandi, en þau koma aftur hingað um helgina held ég. Annars er ekkert ákveðið, Agnes og Guðlaug koma á morgun, seinnipartinn og ætlum við að fara á lestarstöðina til að taka á móti þeim. Það verður svo fjör hér eftir helgi, því Aldís Lóa kemur í heimsókn með mömmu sinni. Og vonumst við til að Andrés geti gert sér ferð hingað uppeftir og hitt þær, og þá yrðu þau öll Benediktsbörnin hér, ég verð að gera eitthvað í tilefni þess. En að öðru, við gáfum Benediktu trampolín í afmælisgjöf og held ég að allir fjölskyldumeðlimir njóti þess, að hoppa sig þreytta nema kannski ég. Ég er svo lofthrædd að ég þori varla uppá það, en ég get vel legið í sólbaði á því(það er fínt til þess). Núna eru Benedikta og Addi sofandi í sófanum, og Alexander er inní herbergi sofandi að sjálfsögðu, svo að ég sit bara við tölvuna og nýt þess í botn. í öllum leikjunum á netinu, þið ættuð að prófa bubbles þá farið þið ekki aftur frá tölvunni, en samt er ég núna að hugsa um að fara að sofa, klukkan hjá mér er að ganga tvö. svo til næst bbbllllllllleeeeeeeeeessssssssssssssssssssss.
Wednesday, July 20, 2005
Haglél í júlí !!!!!!!!!!!
Það dimmdi snögglega hér aðan og skyndilega drundi í öllu húsinu, ég helt að það væri svona mikil rigning. Fór út að glugganum og sá að þetta var hagl, og það mikið, svo á eftir kom elding og stór og drungaleg þruma. Þetta var og er skrítið að sjá svona um mitt sumar, svo hljóðnar allt í smá stund og svo koma þrumurnar, eldingarnar og haglið eða rigningin aftur. Þetta er óhugnalegt veður.En bara að leifa ykkur að vera með í upplivuninni. kv.til næst bæææææææææ.
frí og aftur frí.
Hellú!!
jæja hér sit ég einaferðina og veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa.
En nú fer að líða að því að krakkarnir fari að koma, er komin þónokkur tilhlökkun í þá sem eru hér. Ég er búin að vera í sumarfríi, og hefur veðrið ekki verið af lakara taginu, en júlímánuður hefur oft á tíðum verið slæmur, og tengja allir því að svo margir taka sumarfrí þarna og skólarnir eru í fríi. Ég er í fríi og sólin hefur ekkert annað en leikið við mig, en svo er spurning hvað verður í ágúst þegar þeir danir sem ætla að blekkja veðrið taki sér frí. ég er búin að vera hálf slöpp undafarna daga íllt í maganum og þessháttar, og sef illa kannski er eitthvað að ganga, en ég vona að þetta lagist. Krusindúllan var að vakna, svo ég hef þetta ekki mikið lengra í bili en rita eitthvað fljótlega. bæó spæó!!!!!!
jæja hér sit ég einaferðina og veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa.
En nú fer að líða að því að krakkarnir fari að koma, er komin þónokkur tilhlökkun í þá sem eru hér. Ég er búin að vera í sumarfríi, og hefur veðrið ekki verið af lakara taginu, en júlímánuður hefur oft á tíðum verið slæmur, og tengja allir því að svo margir taka sumarfrí þarna og skólarnir eru í fríi. Ég er í fríi og sólin hefur ekkert annað en leikið við mig, en svo er spurning hvað verður í ágúst þegar þeir danir sem ætla að blekkja veðrið taki sér frí. ég er búin að vera hálf slöpp undafarna daga íllt í maganum og þessháttar, og sef illa kannski er eitthvað að ganga, en ég vona að þetta lagist. Krusindúllan var að vakna, svo ég hef þetta ekki mikið lengra í bili en rita eitthvað fljótlega. bæó spæó!!!!!!
Tuesday, July 19, 2005
babl !!!
Halló!!!
Við sitjum hér ég og Amlexander, og ég ákvað að blogga smá. Það hefur samt ekki mikið skeð, og ég er hálf andlaus. Alexander er farinn að tala mikið babl mál, með einstökum dönskum orðum, og er gaman að hlusta á hann þegar hann er að horfa á dýralífsþætti, en það eru uppáhaldsþættirnir hans. Hann bendir og bablar eins og hann sé að sína okkur eitthvað. Hann stendur núna hjá ryksugunni og bendir mér á að ég skuli nú fara að ryksuga.
Ég ætti kannski að segja ykkur frá dálitlu spaugilegu. Snillingurinn ég var að stytta gamlar gallabuxur sem Addi á, og allt í lagi með það, Addi fer úr buxunum og þær liggja á gólfinu, og ég tek skærin og byrja að klippa. Var búin með að ég hélt báðar skálmarnar, svo fer ég að skoða þá sá ég að ég var búin að klippa af öðrum gallabuxum(betribuxum)sem Addi átti, og fékk ég sjokk og ætlaði ekki að þora að segja Adda frá þessu. En þetta var í raun í lagi því að það hafði ekki verið búið að stytta þessar buxur.Við hlógum svo bara að þessu eftirá, en þetta var ekki spaug fyst þegar ég fattaði þetta. Nú er Benedikta hjá Önnu Sigrúnu og Gunna og verður hún þar til föstudags, svo fljúga þau út. Hlökkum til að sjá ykkur. En til næst bless í bili!!!!!!!!
Við sitjum hér ég og Amlexander, og ég ákvað að blogga smá. Það hefur samt ekki mikið skeð, og ég er hálf andlaus. Alexander er farinn að tala mikið babl mál, með einstökum dönskum orðum, og er gaman að hlusta á hann þegar hann er að horfa á dýralífsþætti, en það eru uppáhaldsþættirnir hans. Hann bendir og bablar eins og hann sé að sína okkur eitthvað. Hann stendur núna hjá ryksugunni og bendir mér á að ég skuli nú fara að ryksuga.
Ég ætti kannski að segja ykkur frá dálitlu spaugilegu. Snillingurinn ég var að stytta gamlar gallabuxur sem Addi á, og allt í lagi með það, Addi fer úr buxunum og þær liggja á gólfinu, og ég tek skærin og byrja að klippa. Var búin með að ég hélt báðar skálmarnar, svo fer ég að skoða þá sá ég að ég var búin að klippa af öðrum gallabuxum(betribuxum)sem Addi átti, og fékk ég sjokk og ætlaði ekki að þora að segja Adda frá þessu. En þetta var í raun í lagi því að það hafði ekki verið búið að stytta þessar buxur.Við hlógum svo bara að þessu eftirá, en þetta var ekki spaug fyst þegar ég fattaði þetta. Nú er Benedikta hjá Önnu Sigrúnu og Gunna og verður hún þar til föstudags, svo fljúga þau út. Hlökkum til að sjá ykkur. En til næst bless í bili!!!!!!!!
Friday, July 15, 2005
Það er rigning!!
hæ fólk!!!!
Það er rigning hér í augnablikinu,og er það bara gott, því það hefur eiginlega ekkert ringt í um mánuð. hefur hitinn verið mjög hár og gróðurinn var orðinn ansi þurr.
Alexander fékk sand í sandkassann í gær, og við fórum til Rønde og keyptum tvær fötur, vörubíl bát og tvær skóflur, sem hann getur leikið með í sandinum.
Þegar ég var að undirbúa sandkassann, sá ég þá stærstu kónguló sem ég hef nokkrusinni séð, þetta var eins og í teiknimynd. Það var kóngulóarvefur út um allt og risa flugur vafðar í honum, þær voru reyndar þrjár kóngulærnar og ég fæ hroll við tilhugsunina. Ég kallaði auðvitað á Adda sem bjargaði mér með það sama.
Addi er að vinna núna, en ég gæti búist við honum heim áhverri stundu, því það er rigning, nema ef hann er að vinna inni það er möguleiki.
Hölli gisti hér í nótt, því hann missti af rútunni í gærkveldi.
Alexander er að trufla mig svo ég segi bara bless til næst!!!!
Það er rigning hér í augnablikinu,og er það bara gott, því það hefur eiginlega ekkert ringt í um mánuð. hefur hitinn verið mjög hár og gróðurinn var orðinn ansi þurr.
Alexander fékk sand í sandkassann í gær, og við fórum til Rønde og keyptum tvær fötur, vörubíl bát og tvær skóflur, sem hann getur leikið með í sandinum.
Þegar ég var að undirbúa sandkassann, sá ég þá stærstu kónguló sem ég hef nokkrusinni séð, þetta var eins og í teiknimynd. Það var kóngulóarvefur út um allt og risa flugur vafðar í honum, þær voru reyndar þrjár kóngulærnar og ég fæ hroll við tilhugsunina. Ég kallaði auðvitað á Adda sem bjargaði mér með það sama.
Addi er að vinna núna, en ég gæti búist við honum heim áhverri stundu, því það er rigning, nema ef hann er að vinna inni það er möguleiki.
Hölli gisti hér í nótt, því hann missti af rútunni í gærkveldi.
Alexander er að trufla mig svo ég segi bara bless til næst!!!!
Tuesday, July 12, 2005
Heimsóknir!!!!!!
jæja þá erum við aftur orðin aðeins þrjú í kotinu. Krilla og Sigurjón eru búin að vera hér í nokkra daga, þau komu á laugardaginn á mótorhjólinu, og voru að fara núna áðan. Við höfum gert ýmislegt á meðan þau stoppuðu, meðal annars var drukkinn bjór og mikið af honum, enda er búið að vera drepandi hiti, 35+ gráður. Við fórum til Aarhus á Sunnudaginn á kaffihús, og í gær fórum við í Djurssommerland, og var það alveg meiriháttar gaman. Núna eru þau á leiðinni til Noregs til Hjalta og Guðfinnu, en hún er að hjálpa honum með börnin, því Monika er hér í Danmörku, í næsta nágrenni við okkur. Ef það fer ekki að rigna bráðum þá held ég að gróðurinn drepist hreynlega. Við Alexander erum að hugsa um að fara í laugina, sem Aníta skildi hér eftir, og kæla okkur aðeins. Það er annars allt gott að frétta héðan, Addi er að vinna og við erum bara tvö heima í augnablikinu. Það styttist svo í það að Benedikta, Anna Sigrún og Gunni stormi hingað, um ellefu dagar, Agnes og Guðlaug koma svo nokkrum dögum á eftir, og þar á eftir Andrea og Kristófer. Svo þá fyllist húsið á ný. En nú ætlum við bara að dóla okkur eitthvað, þ.e. við Alex. svo til næst bless.
Thursday, July 07, 2005
sól, sól, sól!!!
halló !!
Það er bara glaða sólskin úti núna, það er búin að vera rigning í nokkra daga, en það er nú bara gott fyrir gróðurinn, því að allt var að skrælna. Núna er sólin farin að skína aftur, og er alveg heiðskýrt. Við Alexander getum nú farið út í garð og leikið okkur, það er bara verst að það vantar sand í sandkassann, og við höfum engan bíl til að ná í sand. Við verðum sennilega að nauða í Lars eða einhverjum öðrum til að ná í sand fyrir okkur, niðrí fjöru. Það er hægt að kaupa sand í byggingavöruverslununum, en hann er frekar dýr. Það er allt annars í gúddí, Addi hefur verið í smá fríi því þeir geta ekki unnið í rigningu, en hann er að vinna núna. Alexander er útisjúkur, hann var búinn að koma með alla skó heimilisins, því ég átti sko að fara út með honum. Nú vantar sko Andreu eða Benediktu, til að skjótast aðeins með honum út, við söknum ykkar, hlökkum til að sjá ykkur!!!
Ætla ekki að hafa þetta lengra bless til næst!!!!!!!!!!!
Það er bara glaða sólskin úti núna, það er búin að vera rigning í nokkra daga, en það er nú bara gott fyrir gróðurinn, því að allt var að skrælna. Núna er sólin farin að skína aftur, og er alveg heiðskýrt. Við Alexander getum nú farið út í garð og leikið okkur, það er bara verst að það vantar sand í sandkassann, og við höfum engan bíl til að ná í sand. Við verðum sennilega að nauða í Lars eða einhverjum öðrum til að ná í sand fyrir okkur, niðrí fjöru. Það er hægt að kaupa sand í byggingavöruverslununum, en hann er frekar dýr. Það er allt annars í gúddí, Addi hefur verið í smá fríi því þeir geta ekki unnið í rigningu, en hann er að vinna núna. Alexander er útisjúkur, hann var búinn að koma með alla skó heimilisins, því ég átti sko að fara út með honum. Nú vantar sko Andreu eða Benediktu, til að skjótast aðeins með honum út, við söknum ykkar, hlökkum til að sjá ykkur!!!
Ætla ekki að hafa þetta lengra bless til næst!!!!!!!!!!!
Monday, July 04, 2005
Ung og falleg!!
Ég fékk hrós í dag, sem bendir til þess að ég líti ennþá út fyrir að vera tuttugu ára og verð ég að segja að ég hef ekki brosað svona út af eyrum í langan tíma. Ég hitti stelpu í Rønde sem ég þekki úr Dukan, en það er vinnustaðurinn sem ég vann á, og ég var með Alexander með mér, hún spurði hvort hann væri sonur minn og ég játti því, en þá sagði hún að hún hefði haldið að ég ætti engin börn þþþþþþþþþþvvvvvíííí að ég væri svo ung. Ég verð að segja að ég varð eitt spurningarmerki í framan og það lá við að ég tæki nokkur húllaspor, en ég stillti mig og þakkaði henni kærlega fyrir, og ég sagði að reyndar ættum við fimm börn í allt og mitt elsta væri tvítugt. Og þið getið ekki trúað hvað þetta er magnað að fá stökusinnum svona hrós, ég lifi á þessu næstu mánuðina. En annars er allt gott að frétta, ég er í sumarfríi og allt er bara frábært, verst að Addi geti ekki notið þess með okkur. Og ég verð að viðurkenna að ég er farin að sakna barnanna minna sem ekki eru hér, þetta er svo óvanalegt að hafa bara eitt barn heima, en hann heldur mér við efnið. Ég ætla bara að segja þetta gott í bili, blessssssssss í bili, tillll næst!!!!!!!!!