Heimur Sollu

Monday, July 04, 2005

Ung og falleg!!

Ég fékk hrós í dag, sem bendir til þess að ég líti ennþá út fyrir að vera tuttugu ára og verð ég að segja að ég hef ekki brosað svona út af eyrum í langan tíma. Ég hitti stelpu í Rønde sem ég þekki úr Dukan, en það er vinnustaðurinn sem ég vann á, og ég var með Alexander með mér, hún spurði hvort hann væri sonur minn og ég játti því, en þá sagði hún að hún hefði haldið að ég ætti engin börn þþþþþþþþþþvvvvvíííí að ég væri svo ung. Ég verð að segja að ég varð eitt spurningarmerki í framan og það lá við að ég tæki nokkur húllaspor, en ég stillti mig og þakkaði henni kærlega fyrir, og ég sagði að reyndar ættum við fimm börn í allt og mitt elsta væri tvítugt. Og þið getið ekki trúað hvað þetta er magnað að fá stökusinnum svona hrós, ég lifi á þessu næstu mánuðina. En annars er allt gott að frétta, ég er í sumarfríi og allt er bara frábært, verst að Addi geti ekki notið þess með okkur. Og ég verð að viðurkenna að ég er farin að sakna barnanna minna sem ekki eru hér, þetta er svo óvanalegt að hafa bara eitt barn heima, en hann heldur mér við efnið. Ég ætla bara að segja þetta gott í bili, blessssssssss í bili, tillll næst!!!!!!!!!

3 Comments:

  • þú ert bara prumpusvín

    By Anonymous Anonymous, At 6:32 AM  

  • Gaman að fá svona hrós, þetta er alveg rétt þú ert voða ungleg, en ég ætla kannski ekki að fara svo langt að segja að ég myndi halda að þú værir of ung til að eiga einhver börn!! En það er alveg rétt að það er ótrúlegt að þú eigir dóttir sem er 20 og já eiginlega lika að þu eigir aðra sem er 15!!!

    By Anonymous Anonymous, At 6:45 AM  

  • áttu þá við að það er ótrúlegt að einhver hafi viljað eignast fleiri en eitt barn með henni.

    By Anonymous Anonymous, At 9:11 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]<< Home