Heimur Sollu

Tuesday, July 19, 2005

babl !!!

Halló!!!
Við sitjum hér ég og Amlexander, og ég ákvað að blogga smá. Það hefur samt ekki mikið skeð, og ég er hálf andlaus. Alexander er farinn að tala mikið babl mál, með einstökum dönskum orðum, og er gaman að hlusta á hann þegar hann er að horfa á dýralífsþætti, en það eru uppáhaldsþættirnir hans. Hann bendir og bablar eins og hann sé að sína okkur eitthvað. Hann stendur núna hjá ryksugunni og bendir mér á að ég skuli nú fara að ryksuga.
Ég ætti kannski að segja ykkur frá dálitlu spaugilegu. Snillingurinn ég var að stytta gamlar gallabuxur sem Addi á, og allt í lagi með það, Addi fer úr buxunum og þær liggja á gólfinu, og ég tek skærin og byrja að klippa. Var búin með að ég hélt báðar skálmarnar, svo fer ég að skoða þá sá ég að ég var búin að klippa af öðrum gallabuxum(betribuxum)sem Addi átti, og fékk ég sjokk og ætlaði ekki að þora að segja Adda frá þessu. En þetta var í raun í lagi því að það hafði ekki verið búið að stytta þessar buxur.Við hlógum svo bara að þessu eftirá, en þetta var ekki spaug fyst þegar ég fattaði þetta. Nú er Benedikta hjá Önnu Sigrúnu og Gunna og verður hún þar til föstudags, svo fljúga þau út. Hlökkum til að sjá ykkur. En til næst bless í bili!!!!!!!!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home