Heimsóknir!!!!!!
jæja þá erum við aftur orðin aðeins þrjú í kotinu. Krilla og Sigurjón eru búin að vera hér í nokkra daga, þau komu á laugardaginn á mótorhjólinu, og voru að fara núna áðan. Við höfum gert ýmislegt á meðan þau stoppuðu, meðal annars var drukkinn bjór og mikið af honum, enda er búið að vera drepandi hiti, 35+ gráður. Við fórum til Aarhus á Sunnudaginn á kaffihús, og í gær fórum við í Djurssommerland, og var það alveg meiriháttar gaman. Núna eru þau á leiðinni til Noregs til Hjalta og Guðfinnu, en hún er að hjálpa honum með börnin, því Monika er hér í Danmörku, í næsta nágrenni við okkur. Ef það fer ekki að rigna bráðum þá held ég að gróðurinn drepist hreynlega. Við Alexander erum að hugsa um að fara í laugina, sem Aníta skildi hér eftir, og kæla okkur aðeins. Það er annars allt gott að frétta héðan, Addi er að vinna og við erum bara tvö heima í augnablikinu. Það styttist svo í það að Benedikta, Anna Sigrún og Gunni stormi hingað, um ellefu dagar, Agnes og Guðlaug koma svo nokkrum dögum á eftir, og þar á eftir Andrea og Kristófer. Svo þá fyllist húsið á ný. En nú ætlum við bara að dóla okkur eitthvað, þ.e. við Alex. svo til næst bless.
1 Comments:
Ég er orðin svo spennt að ég er að farast!! veit að ég er búin að fara til útlanda í sumar en mig hlakkar svo til að sjá ykkur öll og líka bara að gera eitthvað skemmtilegt með Gunna, sem er búinn að vera að vinna eins og motherfucker í allt sumar! Fór í gær að sjá litlu snúlluna hans Ívars, hún er sko prinsessa, og ekkert smá lítil og nett prinsessa líka! Var búin að hekla kjól og fleira og var alveg efins um að það myndi passa því þetta voru svo lítil föt en þau voru bara of stór á prinsessuna!!! Svo var hún vakandi allan tímann, alveg rosalega góð og sæt..
By Anonymous, At 3:26 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home