Heimur Sollu

Friday, July 15, 2005

Það er rigning!!

hæ fólk!!!!
Það er rigning hér í augnablikinu,og er það bara gott, því það hefur eiginlega ekkert ringt í um mánuð. hefur hitinn verið mjög hár og gróðurinn var orðinn ansi þurr.
Alexander fékk sand í sandkassann í gær, og við fórum til Rønde og keyptum tvær fötur, vörubíl bát og tvær skóflur, sem hann getur leikið með í sandinum.
Þegar ég var að undirbúa sandkassann, sá ég þá stærstu kónguló sem ég hef nokkrusinni séð, þetta var eins og í teiknimynd. Það var kóngulóarvefur út um allt og risa flugur vafðar í honum, þær voru reyndar þrjár kóngulærnar og ég fæ hroll við tilhugsunina. Ég kallaði auðvitað á Adda sem bjargaði mér með það sama.
Addi er að vinna núna, en ég gæti búist við honum heim áhverri stundu, því það er rigning, nema ef hann er að vinna inni það er möguleiki.
Hölli gisti hér í nótt, því hann missti af rútunni í gærkveldi.
Alexander er að trufla mig svo ég segi bara bless til næst!!!!

2 Comments:

  • Það er eins gott að þessi rigning verði farin eftir viku!!!!!!1

    By Anonymous Anonymous, At 4:13 AM  

  • Það er mjög lítil rigning, ég var að vonast eftir hellidembu, í einn dag og svo búið. En það er mjög hlítt svona 25 gráður

    By Blogger Sólveig Hjaltadóttir, At 5:09 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home