Heimur Sollu

Sunday, February 27, 2005

Pay day!!!

kæra dagbók!!
það er nú langt síðan ég hef skrifað í þig. En ég vil rita fáein orð, þessi mánuður er bara að verða búinn, það er útborgunardagur á morgun, það er borgað alltaf út hér síðasta dag hvers mánaðar. frábært!!!!! en ég held að Alexander sé að verða veikur aftur, hann er kominn með kvef, hálsbólgu og hósta, en hann er ekki með hita (enn) vonum að hann rífi þetta bara úr sér. Addi og Lars voru að æfa og sveimérþá ég held bara að það verði ekki langt í frægðina, Addi ælir bara lögunum út úr sér eins og ekkert sé, og ég verð að segja að þetta verða þrusu smellir. Benedikta var að koma úr sveitinni, frá vinkonu sinni, og var að vonum mjög ánægð, Andrea er hjá Björk, hún er kanski á leiðinni heim, það var þorrablót hjá íslendingunum í gær og ég fór ekki stupid me!! ég fann bragðið af öllum súra matnum, nammi, namm. En það þýðir ekki að fást um það. en nú verð ég að fara að elda bæó spæó !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Monday, February 21, 2005

pósturinn.

Halló alle sammen!!
það er ekki mikið að gerast í mörkinni. nema það að það greyndist einn með berkla í skólanum okkar, af þeim sökum fengum við bréf heim, um að fara í röntgen. Við förum með skólanum 2. mars og þurfum svo að fara í eftirskoðun í lok apríl. En að öðru, það snjóaði hérna smá (ekkert til að tala um ) , en við skildum ekkert í því að við fengum engan póst í viku. Pósturinn setti það sko fyrir sig að það var öklahár snjór hér og hann gat ekki keyrt upp að póstkassanum, við pössum þetta næst þegar snjóar, það er svo leiðinlegt að fá ekki allan ruslpóstinn, snuf, snuf.
en það eru allir bara svotil fullfrískir, örlítill hósti en hann er á undanhaldi. En verð að hætta í bili bæó, sjáumst síðar.

Saturday, February 19, 2005

sumar!!!!!!

Gott kvöld.
Ég hef ekki verið mjög dugleg að skrifa í þessa blessaða dagbók, það var alveg frábært veður hér í dag, sólin skein og það var eins og á besta vordegi. Í dag fórum við í heimsókn til skrejrup,(það er næsti bær við ) okkur var boðið í frokost, til manns sem er að vinna í Dukan, (þar sem við erum í praktik). Addi var að hjálpa honum að kljúfa tré, og við fengum slatta til að nota restina af vetrinum. Ég verð að segja það að, eða ég á ekki til orð til að lísa þessum örfáu dönum sem ég þekki hér þeir eru hreint út sagt FRÁBÆRIR!!!!! þeir vilja allt fyrir mann gera, greiðviknir úr hófi fram. Og þó að þeir skilji ekki mikið af því sem ég skrifa hér þá segi ég bara tusunde takk!!!
Alexander er kominn með nýja kerru sem við keyptum fyrir ekki mikinn pening, hin kerran hrundi nefnilega einn morguninn, svo að þetta er bara dejligt, við þurfum ekki lengur að skammast okkur fyrir kerruna rósóttu. En svona er þetta nú bara, jæja ég ætla að fara að horfa á sjónvarpið, bless bless þar til næst.

Sunday, February 13, 2005

vetur!!

Góðan dag alle sammen.
jæja þá er nú bara kominn vetur. Það snjóaði mikið hér í gær, það er svona 30cm jafnfallinn snjór, og rafmagnið fór af kl.hálf sjö í gærkvöldi, ég var að steykja kjúkling en það var bara korter eftir af steykingunni svo ég leyfði honum bara að malla á meðan ofninn var að kólna. rafmagnið kom ekki á aftur fyrr en í nótt. En þetta var bara kósý, við spiluðum, drukkum smá rauðvín og kynntum auðvitað kamínuna. þetta var smá rómó í bíó, en að öllu rugli slepptu, þá fór ég í gær út að ná í eldivið hrasaði með hann í fanginu (ég var náttúrlega í of stórum skóm, sko af Adda) og einhvernvegin kræktust lappirnar á mér saman og ég missti viðinn beint í lærið á mér svo ég er með stærðar marblett. En annars er bara allt gott héðan. Benedikta og Alexander fóru út í smástund í morgun, og nú eru Benedikta og Addi úti að búa til snjókarl. en þangað til næst bæbæ.

Saturday, February 12, 2005

God morgen!!

God morgen!!!
Kæra dagbók, ég er bara búin að vera nokuð dugleg að skrifa hér, þó ég segi sjálf frá. Það eru allir svona þokkalega frískir, nema við virðumst ekki ætla að losna við kvefið og hóstann. það eru allir hóstandi hér nema Addi, hann virðist ætla að standa allt af sér. Addi er nú að leika skógarhöggsmann, með Jens eiganda hússins,(vonandi verða allir limir heilir), Andrea er í Trige hjá Björk, og kemur aftur á sunnudagin. Við erum ein heima, ég og grislingarnir 2, og erum bara nokkuð sátt, með lífið og tilveruna. Stelpurnar komnar í frí í skólanum, svo að þær verða bara einar heima næstu viku. Við fórum á skemmtun í skólanum hennar andreu, það voru sínd leikrit úr sögum H.C. Andersen, sem krakkar í 8 og 10 bekk síndu, ásamt fleira skemtiefni þetta var góð kvöldstund. jæja best að fara að snúa sér að öðru haj haj bæ bæ sjáums síðar!!!!!!!!!!!

Wednesday, February 09, 2005

vetrarfrí

kæra dagbók.
Ég er núna byrjuð aftur í skólanum, og allt er komið í sama farveg aftur. Alexander er orðinn frískur, og allir hressir hér, við Andrea sitjum hér einar og vorum að horva á mynd í sjónvarpinu, með Juliu Roberts, Addi er í Århus á æfingu en kemur fljótlega, (og ég nota tíman á meðan). Andrea er með sár í auganu, hún fékk smyrsl við því, og það er orðið betra. Það er vetrarfrí í skólunum, í næstu viku, ekki samt hjá mér heldur hjá stelpunum, svo þær geta slappað af . Annars er ekki mikið meira að segja , bless í bili

Sunday, February 06, 2005

fastelavn.

Góðan dag.
Við erum hér að fara að undirbúa okkur fyrir, kattarslaginn, Benedikta fór í gær sem sóldáti, og söng fastelavn inn, þau gengu um bæinn með bauka og báðu um pening, og sungu í leiðinni, bolle up og bolle ned, bolle í min mave, os,fr. svo máluðu þau tunnurnar,í öllum regnboganslitum.
Nú erum við að fara og slá köttinn úr tunni, og fáum slik, bollur og kaffi, sem bærinn býður uppá. Það verður svo kosinn kattarkóngur og drotning. Þetta verður magnað, Benedikta fer sem Lína Langsokkur, og Alexander fer sem köttur. En nóg um það, ætla að fara að takaokkur til. Bless kæra dagbók.og tökum svo nokkur húllaspor!!!!!!!!

Thursday, February 03, 2005

Lína Langsokkur (Pippí)

Góðan daginn.
Ég er búin að koma Benediktu af stað í skólann, þau áttu að mæta í búningum. Við fórum á fætur snemma til að koma henni í búninginn, og mála. Það verður sleginn kötturinn úr tunnunni, og valinn kattardrotning og kóngur, síðan verður boðið uppá sódavatn og bollur. Svo verður þetta endurtekið afturá sunnudaginn. Við Alexander erum ein heima, við ákváðum að hafa hann heima fram yfir helgi, þá verður hann alveg búinn að jafna sig af pestafárinu. Það verður gaman að fara aftur í skólann, og í vinnuna, og þetta verður allt farið að rúlla sinn vanagang. Annars ætla ég að fá mér eithvað að borða, ég veit ekki hvenær ég blogga næst, það er nefnilega komin helgi og Addi verður heima, svo það verður ekki mikið um skrif, en við höfum það ábyggilega bara næs um helgina. bæó í bili.

Hjartaáfall!!

jæja hér er ég komin.
Við fórum til Rønde að kaupa gerfi, og auðvitað vildi Benedikta vera Lína Langsokkur, svo við keyptum það gerfi. Svo ætluðum við að fara í búðir og versla í matinn, Benedikta var eithvað að flíta sér og reyf sig úr hendinni á mér, og rauk út á götuna og varð nærri fyrir mótorhjóli og mamma hennar fékk nærri hjartaáfall, ég gat allavegana ekki mikið verslað, og ráfaði bara um Netto. Ég jafnaði mig ekki fyrr en um kvöldið. Alexander fer sennulega til dagmömmunnar á morgun, hann er svona eiginlega búinn að rífa þetta úr sér. en nú verð ég að fara og fá mér að borða,skrifa seinna í þig. blæss!!!!!!!!!!

Tuesday, February 01, 2005

Nýr mánuður.

kæra dagbók.
Hér er ég og skrifa, því að ég hef ekkert annað að gera. Benedikta var að fara í skólann, með pabba sínum, og við Alexander erum bara hér tvö. Alexander er nú allur að koma til kannski fer hann út á föstudaginn. Það er ágætt, því að það er ekki gaman að vera inni allan daginn. Það er bara kominn nýr mánuður, þetta er svo fljótt að líða, það verður komið sumar áður en maður veit af.
Við erum að fara á skólaskemmtun með Andreu næsta fimmtudag það verður örugglega gaman, svo næsta laugardag eru allir krakkar í Thorsager innkallaðir sem soldátar, og syngja fastelavn inn það er hátíð sem er ekki ósvipuð öskudegi. Þau eiga að mála tunnurnar, svo daginn eftir er kötturinn sleginn úr tunnunni, og allir eru uppá klæddir í ýmis gerfi, það verður svo boðið uppá kaffi og fastelavsboller, og börnin fá slik. þetta verður örugglega mjög gaman. Benedikta er ekki búin að ákveða, hvað hún ætlar að vera, við förum til Rønde í dag og finnum eithvað. jæja ætla að fara að gera eithvað, si' u later alle gater, kem kannski í fyrramálið og blogga, bæó spæó.