Heimur Sollu

Tuesday, February 01, 2005

Nýr mánuður.

kæra dagbók.
Hér er ég og skrifa, því að ég hef ekkert annað að gera. Benedikta var að fara í skólann, með pabba sínum, og við Alexander erum bara hér tvö. Alexander er nú allur að koma til kannski fer hann út á föstudaginn. Það er ágætt, því að það er ekki gaman að vera inni allan daginn. Það er bara kominn nýr mánuður, þetta er svo fljótt að líða, það verður komið sumar áður en maður veit af.
Við erum að fara á skólaskemmtun með Andreu næsta fimmtudag það verður örugglega gaman, svo næsta laugardag eru allir krakkar í Thorsager innkallaðir sem soldátar, og syngja fastelavn inn það er hátíð sem er ekki ósvipuð öskudegi. Þau eiga að mála tunnurnar, svo daginn eftir er kötturinn sleginn úr tunnunni, og allir eru uppá klæddir í ýmis gerfi, það verður svo boðið uppá kaffi og fastelavsboller, og börnin fá slik. þetta verður örugglega mjög gaman. Benedikta er ekki búin að ákveða, hvað hún ætlar að vera, við förum til Rønde í dag og finnum eithvað. jæja ætla að fara að gera eithvað, si' u later alle gater, kem kannski í fyrramálið og blogga, bæó spæó.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home