Heimur Sollu

Saturday, February 19, 2005

sumar!!!!!!

Gott kvöld.
Ég hef ekki verið mjög dugleg að skrifa í þessa blessaða dagbók, það var alveg frábært veður hér í dag, sólin skein og það var eins og á besta vordegi. Í dag fórum við í heimsókn til skrejrup,(það er næsti bær við ) okkur var boðið í frokost, til manns sem er að vinna í Dukan, (þar sem við erum í praktik). Addi var að hjálpa honum að kljúfa tré, og við fengum slatta til að nota restina af vetrinum. Ég verð að segja það að, eða ég á ekki til orð til að lísa þessum örfáu dönum sem ég þekki hér þeir eru hreint út sagt FRÁBÆRIR!!!!! þeir vilja allt fyrir mann gera, greiðviknir úr hófi fram. Og þó að þeir skilji ekki mikið af því sem ég skrifa hér þá segi ég bara tusunde takk!!!
Alexander er kominn með nýja kerru sem við keyptum fyrir ekki mikinn pening, hin kerran hrundi nefnilega einn morguninn, svo að þetta er bara dejligt, við þurfum ekki lengur að skammast okkur fyrir kerruna rósóttu. En svona er þetta nú bara, jæja ég ætla að fara að horfa á sjónvarpið, bless bless þar til næst.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]<< Home