Heimur Sollu

Sunday, February 13, 2005

vetur!!

Góðan dag alle sammen.
jæja þá er nú bara kominn vetur. Það snjóaði mikið hér í gær, það er svona 30cm jafnfallinn snjór, og rafmagnið fór af kl.hálf sjö í gærkvöldi, ég var að steykja kjúkling en það var bara korter eftir af steykingunni svo ég leyfði honum bara að malla á meðan ofninn var að kólna. rafmagnið kom ekki á aftur fyrr en í nótt. En þetta var bara kósý, við spiluðum, drukkum smá rauðvín og kynntum auðvitað kamínuna. þetta var smá rómó í bíó, en að öllu rugli slepptu, þá fór ég í gær út að ná í eldivið hrasaði með hann í fanginu (ég var náttúrlega í of stórum skóm, sko af Adda) og einhvernvegin kræktust lappirnar á mér saman og ég missti viðinn beint í lærið á mér svo ég er með stærðar marblett. En annars er bara allt gott héðan. Benedikta og Alexander fóru út í smástund í morgun, og nú eru Benedikta og Addi úti að búa til snjókarl. en þangað til næst bæbæ.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home