Heimur Sollu

Saturday, October 15, 2005

Haustfrí !!

Við vorum að sétja inn nýtt myndband af Alexander, og hvet ég alla til að skoða það, hann er svo mikið rassgat. Nú er haustfrí í skólanum og verða börnin í fríi alla næstu viku, ég er líka í fríi fram á fimmtudag en þá fer ég í vinnuna. Líkar mér bara mjög vel þarna, og er góður mórall innan liðsins, td. í gær fórum við og drukkum kaffi með gömlum manni, og það voru kökur með. Ég er búin að fá hjól, og fyrst er ég hjólaði var ég spaugileg það var eins og ég væri byrjandi, en nú er þetta komið. Og hjólum við á milli heimila og hjálpum fólki, með þrif og annað. Benedikta er nú að fara í afmæli á morgun, og nú getum við bara skutlað henni þangað, og komum við ekki klukkutíma fyrr, í fyrra hélt hún upp á afmælið akkúrat á deginum þegar sumartíminn breytist í vetrartímann, og komum við of snemma. Breytist tíminn 30. október, og verður það frábært að geta sofið klukkutíma lengur. Kristófer er búinn að fara tvisvar til Rønde, í heimsókn til Daniels. Svo fór hann til Aarhus í bío með Andresi. Kom hann heim alveg í skíunum, því Andres og Míra gáfu honum síma, rafmagnsgítar og magnara, og bol. Andrea og hann eru nú alltaf að æfa sig saman á bassa og gítar, og voru að semja lag og texta í gær, með smá hjálp frá Adda. Nú er Addi að ná í Hölla til Aarhus, hann var nefnilega að kaupa sér magnaðar upptökugræjur, og svo eru þeir að fara á æfingu, þeir eru komnir með frábær lög og er Addi með þrjú eða fjögur önnurlög í kollinum, sem hann er að semja. Ég ætla að segja þetta gott í bili, sjáums senere hej hej

2 Comments:

  • Atlas Mill in Coeur d'Alene to close
    Citing weak sales, Stimson Lumber Co. announced today that it will close its Atlas Mill in Coeur d'Alene on Dec.
    Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

    I have a generous site/blog. It pretty much covers generous related stuff.

    Come and check it out if you get time, Scott :-)

    By Anonymous Anonymous, At 1:21 AM  

  • "d. í gær fórum við og drukkum kaffi með gömlum manni" Solla, þegar ég las þetta var ég down :D Núna er ég svo glaður að það verður hrunið í það í kveld! "drukkum kaffi með gömlum manni" :D

    Holli

    By Anonymous Anonymous, At 12:11 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home