Heimur Sollu

Sunday, October 30, 2005

Nýr tími !!

Í dag breytist tíminn, ég vaknaði klukkan níu að sumartíma, en þá var hún bara átta að vetrartíma það er magnað að græða svona einn tímam, á morgun getur maður sofið einum tíma lengur og vaknað úthvíldur, ekki úldinn eins og síðustu vikur.
Á fimmtudaginn var ég svo í einu testinu í dönsku (modul 4) seinasta prófið fyrir lokaprófið og fer ég í það 16 nóvember, ég stóðst hlustun og skilning í lestri en fæ svo að vita útkomuna úr skriflega þættinum á morgun (mánud.)
ég fór með Benediktu til læknis á fimmtudaginn fyrir viku, út af löppunum hún þarf að öllumlýkindum ný innlegg, og fengum við tilvísun til bæklunarlæknis, ég hryngdi svo til hans og fékk tíma fyrst þrítugasta janúar(langur biðtími!!) Og hún sem vaknar oft upp um næturnar með verki, en jæja það er ekkert við því að gera. Við notumst við töfra grjónapúðana þangað til, í alvöru hún sofnar eftir 5-10 mín. þegar ég læt þá við lappirnar. Það er annars allt gott að frétta allir í stuði og farnir að hlakka til jólanna, Benedikta vill endilega fara að skreyta herbergið, en mér finnst það kannski full snemmt en suma dagana eru spiluð jólalög út í eitt, og börnin eru búin að kaupa jólagjafir fyrir flesta fjölskyldumeðlimi. En annars segi ég bara þetta gott í bili, það er verið að kalla á mig í morgunkaffið, um helgar höfum við það mjög huggulegt, borðum ný rúnstykki og meðlæti. bless til næst( vonandi líður ekki langur tími)en bæó spæó!!!

1 Comments:

  • MMMMMMmmmmmmm væri alveg til í að vera hjá ykkur núna =) en ég kem eftir rúmlega mánuð.... jibbí

    By Anonymous Anonymous, At 2:45 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home