Heimur Sollu

Tuesday, October 04, 2005

Nýr bíll !!

þá sit ég hér eina ferðina enn, og ætla að reyna að pára eithvað. Við erum við komin á bíl, og er það bara magnað. Fórum við í fyrsta bíltúrinn á sunnudaginn, og rúntuðum hér um kring. Ég settist svo í fyrsta skiptið í bílstjórasætið í morgun, og brunaði í skólann. Gekk það alveg slysalaust fyrir sig.
Ég var alveg rosalega dugleg á sunnudaginn, sló garðinn og bónaði bílinn ásamt Adda og vöskum hjálparmönnum. Andrea er að fara að láta rétta tennurnar, og þurfum við ekki að borga eina krónu í því og er það einn af stærstu kostunum við að vera hér í Danmörku, semsagt tannlæknaþjónustan og læknaþjónustan, maður borgar aldrei neitt, viðkomandi börnunum.
Það er nú ekki mikið að frétta af öðrum fjölskyldumeðlimum. Allt er bara í orden, Addi og band eru komnir með æfinguhúsnæði, og svífa þeir nú á rósrauðu skýi, og styttist núna í frægðina.
Því eins og ég hef sagt áður og það er engin lýgi, þeir eru með frábær lög.
Alexander er farinn að segja meira og meira, hann hefur sagt pabbi og Hölli. Svo er ég að byrja í nýrri praktík, í Ryomgård og þarf ég að vera á hjóli, en það er eitt problem ég pantaði hjól í síðustu viku en fæ það ekki fyrr en á föstudag, svo ég veit ekki hvort ég byrja núna á fimmtudag eða bíð með það þartil í næstu viku.
Ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili, hef ekki meira að segja en til næst bæbæbæbæ.

3 Comments:

  • þú átt að kenna drengnum að segja Aníta

    By Anonymous Anonymous, At 9:00 AM  

  • já og Anna.. Anna er nú svo auðvelt að segja :)

    By Anonymous Anonymous, At 3:43 AM  

  • mér finnst að Aníta og Anna ættu bara að koma hingað sjálfar og kenna honum.

    By Blogger Arnthor, At 5:02 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home