Heimur Sollu

Tuesday, March 21, 2006

Alone home !!

ég er ein heima, svona fyrir utan hundinn og ég veit að ég þarf að taka til og láta í þvottavélina en ég er bara búin að vera svo dauð ef svo mætti kalla þennan doða sem er yfir mér. Sólin er farin að skína meira og ekki er eins kalt og var,svo ég ætti að fara að hressast og sumardagurinn fyrsti er núna á sunnudaginn, og þá þarf maður að fara á lappir klukkutíma fyrr og éinnig þurfa börnin að fara fyrr í bólið, en þetta venst fljótlega fyrstu tveir dagarnir verða svolítið erfiðir, en það er orðið alveg bjart kl. sex, svo þetta verður ekkert mál. ég verð að skrifa eitt hér, því ég hef aldrei séð aðra eins gleði. ÉG fór að vinna síðasta laugardag kl. sex og allir voru sofandi, svo kom ég heim um kl tvö og það var miðdegislúr hjá Alexander, ég sat í sófanum þegar hann kom fram, það er nú varla hægt að lísa svipnum á honum en það var svo æðislegur svipur og svo byrjaði hann að klappa, það er bara ekki hægt að lísa þeirri tilfinningu sem ég fann fyrir, bara vitandi það að þó maður hafi ekki marga að, þá hefur maður þó ást barnanna sinna. Ég og Addi tókum smá rúnt á nýja bílnum á laugardagskvöldið og enduðum hjá Andrési og Míru, þar sátum við í dágóða stund og drukkum rauðvín og kaffi, við gerum þetta alltof sjaldan að fara eitthvað bara tvö ein, Andrea og Kristófer voru heima að passa, Kristófer sá um hundinn og Andrea um Alexander. Það fer svo að styttast í fimm ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna sem er 29. júní og þá verður vonandi gert eitthvað, allavegana út að borða það væri ekkert að því að fara á Mols krána og hafa þetta almennilegt. En sjáumst síðar elskurnar ég kveð að sinni, en til næst bbbbbbblllllllleeeeeeeeeeessssssssssssss.

4 Comments:

  • vá hvað tíminn líður hratt... 5 ár síðan þið giftuð ykkur :O mér finnst eins og það séu rétt svona kannski 2 ár síðan.. ;)

    By Anonymous Anonymous, At 5:59 AM  

  • Já, þú ert neflilega svo ung ennþá hehe

    By Anonymous Anonymous, At 11:52 AM  

  • 5 ár!! holy shit ég ætti að fá orðu fyrir að þrauka þetta, en það hjálpar að drekka mikið.

    By Blogger Arnthor, At 3:19 PM  

  • Takk Solla mín fyrir góð ráð við ákveðum þetta um helgina hafið það gott um helgina líka krakkar mínir.Kv Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 2:55 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home