Bill,bíll,bíll !!!!!!!!!
Við erum eiginlega búin að kaupa okkur bíl, það á bara eftir að ganga frá pappírum og þessháttar. Þetta er mjög flottur Mazda bíll rauður að lit og kostar hann um 100.000 kr. við borgum út í honum 20.000 og hitt er svo á afborgunum en svona er það nú fórum bara í gær og skelltum okkur á hann. Nú get ég farið í vinnuna um helgina kl.6 en ekki korter í sjö eins og um síðustu helgi. Það var nefnilega hryngt í mig klukkan fjögur um nóttina og ég bara spurð hvort ég gæti ekki tekið morgunvinnuna eða kl. sex(annars mæti ég alltaf kl.hálf 10) sú sem er yfir hafði fengið ælupesti og gat ekki mætt en ég sagði henni að ég væri bíllaus og rútan til Ebeltoft fer ekki fyrr en kl. hálf sjö, en ég varð að fara og morgunmaturinn byrjar kl.sjö þannig að ég hafði bara korter til að þrífa restauranten(þvílikt stress)en þetta hafðist allt hún var aðeins yfir sjö þegar ég var búin að skúra en þá flyktust náttúrlega mannskapurinn inn (gat verið)aðra daga kemur fólk fyrst kl. átta, en nei fyrst hún Solla Maja var svona sein að þrífa þá passaði fólk uppá það að koma sem fyrst, þetta er trégólf og er eins og svell þegar það er blautt, þannig að ég bað í hljóði að enginn flygi nú á hausinn( ha ha) það hefði verið til að kóróna þetta allt saman. En jæja, það verður semsagt magnað að fá bílinn og ég held að við þurfum ekki mikið að óttast að hann starti ekki á morgnana eins og hinn bíllinn, þó að hann hafi nú verið annars ágætur, bara gamall og lúinn, og svo þarf Addi ekki að fara kl. hálf sex í vinnuna og standa og frjósa á stoppistöðunum. Það er milill pestafaraldur hér en við höfum nær sloppið ennþá, enda kalt samt leit ég á mælirinn áðan og sýndi hann fimm gráðu hita, það er bara svo rakt loftið að það virðist bara vera tíu gráðu frost. Núna þarf ég að fara að ná í Alexander svo að ég segi bara bless til næst!!
3 Comments:
Til hamingju með bílinn fjölskylda og vonandi á hann eftir að reynast vel,annars allt gott að frétta og ekki er ég að öfunda þig af þessum þrifum:(Kv.Helga Maren
By Anonymous, At 12:47 PM
Hæ hæ. Bara lítil kveðja frá fjölskyldunni á Hreiðarsstöðum. Gaman að lesa bloggið þitt :) Kveðja Anna Heiða og Hreiðarsstaða hyskið ;)
By Anonymous, At 2:18 PM
Hæhæ!!!
Hlakka ofboðslega til þess að hitta ykkur þann 31. mars!!! Verður frábært að koma til ykkar.... bið að heilsa öllum og sjáumst hressar!!!!
knus mira
By Anonymous, At 2:43 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home