Heimur Sollu

Tuesday, March 07, 2006

Úr einu í annað.

Þið verðið að afsaka, ég er bara búin að vera í lægð núna upp á síðkastið, og hef bara ekki haft áhuga á að skrifa. En það var fastalavn hér og fórum við í samkomuhúsið að slá köttinn úr tunnunni, Benedikta var kosin ein af þrem best klæddu og koma myndir vonandi fljótlega af því inná Alexanders síðu, hún var barbí og það var einn tveggja ára sjóræningi og svo var maríuhæna, þau fengu öll verðlaun fyrir besta klæðnaðinn. Við erum búin að fá að vita hvað við fáum útúr bílnum og það er 20000, fimm þúsund meira en við borguðum fyrir hann, svo það er ekkert annað en gott. Vonandi getum við farið sem fyrst og keypt annan bíl, því þeir vilja fara að fá bílinn sem við erum með í láni, svo við verðum að öllum líkindum bíllaus einhverja daga. Jens ætlar að finna handa okkur bíl. Alexander er nú meiri harðstjórinn,ef hann vill eithvað kallar hann alltaf hærra og hærra mamma og að lokum jolla(solla) ef viðbrögðin eru ekki nógu snögg að hans mati og brosir maður út í annað svona þegar hann ekki sér, hann er bara svo mikil dúlla. Benedikta var mest alla helgina hjá Katharinu, og gisti þar aðfaranótt sunnudags en það sem verra er tíndi hún gleraugunum sínum þar. Þau eru búin að snúa heimilinu á hvolf í leit að gleraugunum en þau bara finnast ekki. Addi fékk ekki vinnuna sem ég sagði frá í síðasta pisli, það eru alltaf einhverjir sem virðast vera hæfari en hann en þeir voru ánægðir mennirnir á lagernum, því þeir vilja ekki missa hann enda góður og duglegur starfskraftur þar á ferð. Kristófer er loksins farinn að fara meira út og vera meira með jafnöldrum sínum, ekki það að maður vilji ekki hafa hann heima en það er ekki eðlilegt að börn hangi bara yfir foreldrum sínum. Þau eru búin að stofna hljómsveit Andrea(bassa), Kristófer(gítar) Mette(söngur) og Nandi(trommur). það er nú meira vetrarveðrið hér það er snjór yfir öllu og búið að vera ískalt, en sólin yljar svona yfir daginn en um leið og hún fer verður ferlega kalt, ég er orðin leið á þessu vil bara að það vori hið fyrsta svo maður geti verið út í garði og lagað til og undirbúið hann fyrir hið yndislega sumar. Ætla ég svo ekki að hafa þetta lengra í bili, blleess tttiiilll nnnnææææsssstttt!!!!

3 Comments:

  • jæja Solla mín það gengur greinilega margt á í henni Danmörku,ekki er nú snjónum fyrir að fara hérna á Akureyri en það er nú annað mál,gott að þetta blessaðist með bílinn og vonandi finnið þið miklu betri og flottari bíl í staðinn.
    Er Alexander líkur pabba sínum??tíhí:)en jæja það er gott að það er allt fínt að frétta af ykkur,lesumst síðar.Kv.Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 9:35 AM  

  • ég er víst bara vanhæfur aulabárður, en já Helga Alexander er sem betur fer líkur pabba sínum, yndisleg karlremba.

    By Blogger Arnthor, At 1:56 PM  

  • YOU VE BEEN HIT BY THE

    |^^^^^^^^^^^^|
    |BEAUTIFUL truck | |""";.., ___.
    |_..._...______===|= _|__|..., ] |
    "(@ ) (@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

    ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!

    By Anonymous Anonymous, At 1:45 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home