Heimur Sollu

Wednesday, October 25, 2006

Jólahreyngerning eður ey það er spurning.

Hér sit ég nú og er að berjast við að vera dugleg, ætlaði nefnilega að þrífa eldhúsið, en hugsaði sem svo að það væri bara best að setjast við tölviskriflið og skrifa einhverja endaleisuna.
Nú er haustfríið á enda og börnin í skólanum, og verð ég að viðurkenna það að ég var hálf fegin, því þeim dauðleiddist hér heima og voru að gera mig vitlausa.
Ég get ekki beðið eftir að tíminn breytist, ég er svo skelfing þreytt alltaf á morgnana og drattast seint og síðarmeir á lappirnar, en hvað um það við erum að fara í afmælisveislu um helgina og hlakka ég ekkert smá til. Það er kaffi kl 15.00 svo kl.18.30 er matur (þrí réttaður) leikir, ball, svo nætursnarl og danir kunna sko að skemmta sér, þetta verður alveg magnað við tökum börnin með svo það er ekkert problem. Eina sem er að er það að ég hef ekki fundið neina gjöf en við erum að fara á eftir í búðarkíkk.
Addi er svo búinn að fá aðra vinnu, hér í nágrannabænum Rønde í verslun sem heitir stark og er þetta byggingavöruverslun. Hækkar hann um 3300 kr. á mánuði í launum sem eru um 38.000isl.kr. og svo kemur líka tíma og bensínsparnaður inní þetta, hann byrjar 1. des. þetta er nátturlega barasta tær snilld. ég get haft bílinn annarslagið og keyrt Alexander í leikskólann í staðin fyrir að berjast í sudda þangað niðreftir, og annað ég er komin með löglegt danskt ökuskírteni, jibbý !!og þurfti ég ekkert að taka próf (thank god)svo nú þarf ég ekkert að óttast að verða tekin ólögleg á bílnum. Hölli og Cesilie komu hingað um síðustu helgi með litlu snúlluna, hún er svoooo lítil og sæt.
jæja ég verð nú að fara að gera eitthvað það er ekki alltaf hægt að fresta því leiðinlega en það mátti reyna. Svo góða fólk þá segi ég bara blessss til næst:)

Friday, October 13, 2006

Haustfrí :)

nú eru börnin komin í haustfrí, en þau eru samt uppi fyrir kl. sjö á morgnana og draga mig frammúr hálf úldna.
svo styttist í vetrartímann og er hann núna 29. október og þá munar bara einum tíma á Íslandi og hér í danaveldi og maður getur morrað í klukkutíma lengur í rúmminu.
Okkur er boðið í þrítugsafmæli hjá vini okkar honum Bo þann 28. okt og okkur vantar hugmynd af gjöf við erum alveg tóm í kollinum enda langt síðan við höfum farið eitthvað svona (þið megið alveg koma með hugmyndir).
Andres og Míra komu í heimsókn síðasta sunnudag og borðuðu hér og var bara næs hjá okkur.
Hölli okkar varð svo pabbi þann 9. okt og óska ég honum og Cecilie hjartanlega til hamingju með dótturina, við kíkjum svo vonandi á ykkur í dag eða á morgun.
Það var motiondagur í skólanum í gær og hljóp Benedikta átta kílómetra :) alveg magnað hjá henni, leikskólarnir tóku líka þátt í deginum en það voru aðeins elstu börnin sem fóru.
Það skeður svosem ekki mikið hér í Thorsager lífið gengur sinn vanagang og allir ánægðir, og svona þokkalega frískir. Ég segi þá bara bless til næst:)

Monday, October 02, 2006

Helgin og meget mere

Jæja góðir hálsar, ég sit hér og veit ekkert hvernig ég á að byrja þetta blogg en það sem á daga okkar hefur drifið er að við vöknuðum upp með andfælum föstudagsmorgun við það að Alexander ældi í rúmmið og var hann mjög veikur þann dag með bæði upp og niðurgang. Á laugardag var hann svo orðinn hress og við ákváðum að skreppa til Álaborgar í heimsókn til Hauks og Rúnu og það var ekkert annað en frábært, þar sem við höfum nú ekki gert mikið annað en vinna borða og sofa fyrir framan imbann. Addi var svo að vinna á sunnudeginum og var nátturlega á þrusulaunum því yfirvinna hjá þessu fyrirtæki er ekkert slor 100% álagning. Á mánudaginn rölti ég með Alexander í leikskólann og sá þá helling af liði fyrir framan skólann og búið að loka innkeyrslunni og flagg sem á stóð nej ved besparelse og ég neiddist víst til að fara til baka því foreldrarnir stóðu vörð við leikskólann og blokkeruðu hann, þannig að ég og Alexander erum bara alein heima núna og veit ég ekkert hvenær hann getur farið í leikskólann, sem er leiðinlegt fyrir hann því hann hefur engann hér nálægt til að leika við. litli sjarmörinn lætur ekki vinkonur Benediktu í friði og kemur ein af uppáhalds píunum hans í heimsókn núna á eftir og er það Katharina. Svo það sé nú annað mál þá er ég að fá mér danskt ökuskírteini, því mitt er ólöglegt hér, það er útrunnið síðan 93 en ég get notað það á Íslandi til sjötugs. ég var svoltið smeik um að þurfa kannski að taka prófið uppá nýtt hér og fór um daginn með kortið og síndi þeim það og mér var sagt að ég fengi bara annað kort en ég þyrfti að koma með læknisvottorð og ýmsa pappíra, ég var búin að redda öllu því og fór svo til Århus í gær en þá sögðu þau að ég þyrfti að taka próf en ég mótmælti því harðlega og sagði að þetta kort væri í gildi á Íslandi og í leiðinni hugsaði ég ekkert gott til þeirra á Íslandi, stúlkukindin fór og spurði æðri máttarvöld og þá var mér sagt að ég þyrfti að fá staðfestingu frá Íslandi um að kortið virkaði þar, það hreinlega sauð á mér, fyrir það firsta þá bíðurmaður í næstum klukkutíma eftir að komast þarna að og ég þarf að fara í þriðja skiftið þangað og með vonandi viðurkennda pappíra frá Íslandi spurningin er bara hver verða svörin þá? en nóg um það best er að fara að huga að barninu svo bless til næst:)