Helgin og meget mere
Jæja góðir hálsar, ég sit hér og veit ekkert hvernig ég á að byrja þetta blogg en það sem á daga okkar hefur drifið er að við vöknuðum upp með andfælum föstudagsmorgun við það að Alexander ældi í rúmmið og var hann mjög veikur þann dag með bæði upp og niðurgang. Á laugardag var hann svo orðinn hress og við ákváðum að skreppa til Álaborgar í heimsókn til Hauks og Rúnu og það var ekkert annað en frábært, þar sem við höfum nú ekki gert mikið annað en vinna borða og sofa fyrir framan imbann. Addi var svo að vinna á sunnudeginum og var nátturlega á þrusulaunum því yfirvinna hjá þessu fyrirtæki er ekkert slor 100% álagning. Á mánudaginn rölti ég með Alexander í leikskólann og sá þá helling af liði fyrir framan skólann og búið að loka innkeyrslunni og flagg sem á stóð nej ved besparelse og ég neiddist víst til að fara til baka því foreldrarnir stóðu vörð við leikskólann og blokkeruðu hann, þannig að ég og Alexander erum bara alein heima núna og veit ég ekkert hvenær hann getur farið í leikskólann, sem er leiðinlegt fyrir hann því hann hefur engann hér nálægt til að leika við. litli sjarmörinn lætur ekki vinkonur Benediktu í friði og kemur ein af uppáhalds píunum hans í heimsókn núna á eftir og er það Katharina. Svo það sé nú annað mál þá er ég að fá mér danskt ökuskírteini, því mitt er ólöglegt hér, það er útrunnið síðan 93 en ég get notað það á Íslandi til sjötugs. ég var svoltið smeik um að þurfa kannski að taka prófið uppá nýtt hér og fór um daginn með kortið og síndi þeim það og mér var sagt að ég fengi bara annað kort en ég þyrfti að koma með læknisvottorð og ýmsa pappíra, ég var búin að redda öllu því og fór svo til Århus í gær en þá sögðu þau að ég þyrfti að taka próf en ég mótmælti því harðlega og sagði að þetta kort væri í gildi á Íslandi og í leiðinni hugsaði ég ekkert gott til þeirra á Íslandi, stúlkukindin fór og spurði æðri máttarvöld og þá var mér sagt að ég þyrfti að fá staðfestingu frá Íslandi um að kortið virkaði þar, það hreinlega sauð á mér, fyrir það firsta þá bíðurmaður í næstum klukkutíma eftir að komast þarna að og ég þarf að fara í þriðja skiftið þangað og með vonandi viðurkennda pappíra frá Íslandi spurningin er bara hver verða svörin þá? en nóg um það best er að fara að huga að barninu svo bless til næst:)
2 Comments:
Hei hei og takk fyrir kommentið,já þetta virðist alltaf vera þvílíka vesenið með alla pappírsvinnu sérstaklega ef það er eitthvað á milli landa:(en vonandi gengur þetta nú allt hjá þér.'Eg ætla sennilega að gera barnalands síðu en á eftir að skoða það aðeins betur það verður þá linkur inn á hana á blogginu mínu.Vona annars að þið hafiðþað gott þarna utan við gubbu og aðra gleði:)Heilsur frá Akureyrinni Helga og co
By Anonymous, At 2:32 AM
Hlakka til að sjá ykkur um jólin.... bara rúmir 2 mánuðir í það =)
By Anonymous, At 11:28 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home