Heimur Sollu

Friday, October 13, 2006

Haustfrí :)

nú eru börnin komin í haustfrí, en þau eru samt uppi fyrir kl. sjö á morgnana og draga mig frammúr hálf úldna.
svo styttist í vetrartímann og er hann núna 29. október og þá munar bara einum tíma á Íslandi og hér í danaveldi og maður getur morrað í klukkutíma lengur í rúmminu.
Okkur er boðið í þrítugsafmæli hjá vini okkar honum Bo þann 28. okt og okkur vantar hugmynd af gjöf við erum alveg tóm í kollinum enda langt síðan við höfum farið eitthvað svona (þið megið alveg koma með hugmyndir).
Andres og Míra komu í heimsókn síðasta sunnudag og borðuðu hér og var bara næs hjá okkur.
Hölli okkar varð svo pabbi þann 9. okt og óska ég honum og Cecilie hjartanlega til hamingju með dótturina, við kíkjum svo vonandi á ykkur í dag eða á morgun.
Það var motiondagur í skólanum í gær og hljóp Benedikta átta kílómetra :) alveg magnað hjá henni, leikskólarnir tóku líka þátt í deginum en það voru aðeins elstu börnin sem fóru.
Það skeður svosem ekki mikið hér í Thorsager lífið gengur sinn vanagang og allir ánægðir, og svona þokkalega frískir. Ég segi þá bara bless til næst:)

2 Comments:

  • Takk fyrir kveðjuna til drengsins og alltaf gaman að sjá hvað er að gerast í Danske velden,eru ekki allir hressir??Ég er að verða komin 6 mánuði með þetta blessaða barn og er nokkuð hress..Gott að kúra lengur útaf tíma skiptingunni:)Hilsen fra Akureyri Helga og co

    By Anonymous Anonymous, At 2:40 PM  

  • Já nú græðum við einn klukkutíma, það verður ljúft.

    En hvað varðar hugmynd, er ég alveg lens, við erum að fara í fertugsafmæli og sem betur fer erum við með stórum hópi í gjöf og við þurftum ekki einu sinni að hugsa fyrir því. Magnað :)

    Kv. Rúna

    By Anonymous Anonymous, At 3:51 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home