Heimur Sollu

Wednesday, October 25, 2006

Jólahreyngerning eður ey það er spurning.

Hér sit ég nú og er að berjast við að vera dugleg, ætlaði nefnilega að þrífa eldhúsið, en hugsaði sem svo að það væri bara best að setjast við tölviskriflið og skrifa einhverja endaleisuna.
Nú er haustfríið á enda og börnin í skólanum, og verð ég að viðurkenna það að ég var hálf fegin, því þeim dauðleiddist hér heima og voru að gera mig vitlausa.
Ég get ekki beðið eftir að tíminn breytist, ég er svo skelfing þreytt alltaf á morgnana og drattast seint og síðarmeir á lappirnar, en hvað um það við erum að fara í afmælisveislu um helgina og hlakka ég ekkert smá til. Það er kaffi kl 15.00 svo kl.18.30 er matur (þrí réttaður) leikir, ball, svo nætursnarl og danir kunna sko að skemmta sér, þetta verður alveg magnað við tökum börnin með svo það er ekkert problem. Eina sem er að er það að ég hef ekki fundið neina gjöf en við erum að fara á eftir í búðarkíkk.
Addi er svo búinn að fá aðra vinnu, hér í nágrannabænum Rønde í verslun sem heitir stark og er þetta byggingavöruverslun. Hækkar hann um 3300 kr. á mánuði í launum sem eru um 38.000isl.kr. og svo kemur líka tíma og bensínsparnaður inní þetta, hann byrjar 1. des. þetta er nátturlega barasta tær snilld. ég get haft bílinn annarslagið og keyrt Alexander í leikskólann í staðin fyrir að berjast í sudda þangað niðreftir, og annað ég er komin með löglegt danskt ökuskírteni, jibbý !!og þurfti ég ekkert að taka próf (thank god)svo nú þarf ég ekkert að óttast að verða tekin ólögleg á bílnum. Hölli og Cesilie komu hingað um síðustu helgi með litlu snúlluna, hún er svoooo lítil og sæt.
jæja ég verð nú að fara að gera eitthvað það er ekki alltaf hægt að fresta því leiðinlega en það mátti reyna. Svo góða fólk þá segi ég bara blessss til næst:)

5 Comments:

  • Heyrðu já blessuð...Var að skoða barnalandssíðuna hjá Alexander eftir að Olga sagði mér að kíkja á hana því ða við vorum nú bara að taka eftir því núna að þú ert nú greinilega með eitthváð í geymslu þarna í mallanum á þér:)Ertu alltaf ólétt Solla mín og hvenær áttu að eiga?? Ég hef bara ekkert rekist á það á síðunni þinni að þú værir bomm en til lukke með þetta.KV.Helga Maren og co

    By Anonymous Anonymous, At 8:25 AM  

  • Jólin að koma og ég líka =)

    By Anonymous Anonymous, At 10:56 AM  

  • ohhh vildi að ég gæti komið um jólin... svo verð ég að minna þig á að þú verður eiginlega að koma með þetta barn á réttum tíma því maður verður víst að senda jólapakkana héðan á réttum tíma og það verður ekki auðvelt ef barnið er ekki fætt og maður veit ekki enn hvort kynið er...

    By Anonymous Anonymous, At 4:03 PM  

  • Já það hlaut að vera en ætlaðirðu ekkert að segja frá þessu eða varstu kannski búin að því?Allavega tók ég ekki eftir því heyrðu enn og aftur til lykke með þetta og vonandi ertu hress:)Kveðja bumban á Akureyri..

    By Anonymous Anonymous, At 9:58 AM  

  • Ég er ekkert hneyksluð Solla mín ég skil samt bara ekkert dugnaðinn í þér að ganga með öll þessi börn en svo reyndar virðist þetta alltaf vera svo auðvelt hjá þér og bara gaman að því,gangi þér vel ogreyndu nú að hvíla þig mér fannst þú vera svolítið þreytuleg:)Kveðja frá Akureyrinni og bumbunni

    By Anonymous Anonymous, At 3:19 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home