Heimur Sollu

Wednesday, May 31, 2006

Sólin skín vei !

jæja, það lítur bara út fyrir það að vera rigningarlaust í dag, sólin skín og aðeins heitara en hefur verið enda eru mánaðarmót og danir segja að sumarið byrji núna vona bara að það standist. Ég er búðin að lofa krökkunum að fara til Djurssommerland á morgun og þá vona ég að sólin skíni á okkur. Ég er búin að vera mjög dugleg núna í gær tók ískápinn hátt og lágt og á eftir ætla ég að gera hreint á baðinu og í forstofunni, búin að taka eldhúsið í gegn. Addi tók gömlu tölvuna niður og við erum með, ég verð að segja andsk.:( fartölvu, það er glatað að skrifa á þetta ég verð gjörsamlega að fylgjast með hvar ég er, því stundum er ég komin inn í miðja setningu einhverstaðar annarstaðar, þannig að ef það eru einhverjar villur þá er það tölvunni að kenna arg. ég er bara eitthvað döpur í dag svo bless í bili, til næst.

Tuesday, May 23, 2006

hitt og þetta.

Ég er bara alveg lost veit ekkert hvað ég á að skrifa hér, Alexander fór í ferðalagið og fannst bara alveg frábært fann ekkert fyrir því að vera án mömmu í svona eina nótt, þau hefðu samt mátt vera heppnari með veður, það var rigning með smá sólarglætu svona annarslagið. Við náðum svo í hann til Grenaa og það var mjög gott veður þegar við komum þar, heppin hittum akkúrat á eina sólarglætuna, svo geystumst við heim og mín bakaði nokkrar kökur með hjálp Kristófers því honum fannst asnalegt að ég skyldi gera það svona á sjálfan afmælisdaginn(heppin verður sú stúlka sem hremmir hann)svo vil ég þakka þeim sem sendu mér kveðjur! TAKK, TAKK, TAKK. Ég ætla svo að nota tækifærið og óska öllum apríl og maí afmælisbörnum til hamingju, ég sendi að vísu einhverjum sms en þeir sem ekki hafa fengið kveðjur TILLYKKE med fødselsdagen. Ég er bara ein heima með hundinum, það er bara þriggja daga vinnuvika í þessari viku frí á fimmtudag og föstudag því að dönum finnst asnalegt að vera bara í fríi einn dag og því er frí líka á föstudag(lllöööööönnnnnng helgi)en samt ekki hjá mér ég verð að öllum líkindum að vinna um helgina. Ég hef svo eiginlega sagt upp vinnunni, því ég varð frekar fúl einn daginn þegar ég var í vinnunni, það var einn sunnudaginn að ég var beðin um að vinna og byrjaði ég kl. sex um morguninn svo átti ég að taka eitt herbergi þar sem fólk gisti aðra nótt, ég var búin með morgunvinnuna kl. níu og ætlaði svo að grípa tækifærið og þrífa herbergið meðan liðið færi í morgunmat, en ég beið og beið svo kl. ellefu komu þjónarnir upp með morgunmatinn og kl. hálf tólf bankaði ég á hurðina og spurði hvort þau vildu að ég gerði hreint, maðurinn sagði já það væri allt svo drullugt og hann sagðpi mér að koma eftir svona klukkutíma, þá var nú fokið í mína, þannig að ég sendi oldfrunni sms og sagði að ég nennti þessu ekki að sitja bara og bíða án þess að fá laun, en hún sagði að ég fengi jú laun, samt veit ég ekki hvort ég fæ laun fyrir þetta þegar maður tekur pásur þá fær maður engin laun og ég komst ekki inn á þetta herbergi fyrr en kl. tvö þannig að ég beið í fimm tíma bara eftir aðeins einu herbergi. Ég held að ég hætti þessu kvarti, við Lise erum í gang með fyrirtækið og erum búnar að ganga á milli verslana og fyrirtækja með auglísingar, við höfum gert tilboð í tvennt og vona ég bara að þeir taki tilboðinu svo höfum við verið spurðar um heima aðstoð og hreyngerningar í sumarhúsum. Þá að öðru ég verð nú að segja það, að eftir eurovision keppnina skammast ég mín eiginlega fyrir að vera íslendingur ég á bara ekki orð yfir þessa manneskju, þið skulið vanda valið betur næst. Benedikta gisti hjá Katharina í sveitinni um helgina og henni fannst það náttúrlega alveg frábært, þetta er algjör paradís fyrir börn þau eru með marga hunda og pokabirni og ketti og mýs og ég veit ekki hvað, við fórum með Alexander þangað og hann fæst ekki heim aftur, það er svo margt sniðugt þarna. Andres gisti hérna í nótt og fór svo með Adda í morgun þegar hann fór í vinnuna. jæja þetta er orðið ansi langt blogg og ég bara vissi ekkert um hvað ég átti að skrifa. Það eru bara allir við hestaheilu. nú ætla ég að fara að slútta þessu svo bið ég ykkur bara vel að lifa hej hej til næst.

Monday, May 08, 2006

HITI !!!!!

Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið sumarblíða í dag, það var á 25gráðu hiti hér í dag og mín bara orðin brún enda var ég´að vinna í garðinum í allan dag eftir að ég kom heim frá vinnu. Börnin voru í vatnslag á trampolíninu og fóru svo á eftir niðrí leikskólann. Andrea er í prófum núna, hún var í dönskum stíl í dag og fer í matematik á morgun það er vonandi að hún standi sig vel, ég er búin að lofa henni gjöf ef hún stendur prófin, svo er bara að vona það besta. Það er einskonar vinnuvika í Thorsagerskole, Kristófer fór t.d í vinnuviðtal og fékk vinnuna, sem sundlaugarstarfsmaður og Benedikta vinnur sem held ég leikari enda er hún leikari af guðs náð. Alexander er svo að fara í ferðalag með Dorthe og fleiri dagmömmum og börnum, til staðs nálægt Grenå og gistir þar eina nótt, ætli verði ekki lítill svefn hjá minni þar sem þetta er jú í fyrsta sinn sem hann fer frá mömmu sinni svona yfir nótt, en þetta hlýtur alltsaman að ganga. Ég vil svo minna ykkur á síðuna hans Alexander http://www.barnaland.is/barn/15528 vorum að setja inn myndir og fleira. Addi og ég fórum til Århus í gær og keyrðum fram á bílslys þar sem sendiferðabíll hafði keyrt á mann á skúter, og það var ekki fögur sjón og leið mér mjög illa á eftir, en ég vona samt að hann hafi lifað þetta af.Við fórum svo í jysk(rúmfatalagerinn)og keyptum grill, við ætluðum að kaupa úti borð og stóla en stólarnir voru búnir sem við ætluðum að kaupa svo það verður skotist í bæinn um næstu helgi og skellt sér á þetta, við eigum líka von á svo mörgum í sumar að það verður magnað að geta sest út í sumar með ölið. Við grilluðum svo í gærkveldi, og var það bara draumur í dós. Jæja ég er að hugsa um að fara að halla mér enda þreytt eftir alla vinnuna í garðinum, því segi ég bara góða nótt.