Heimur Sollu

Monday, May 08, 2006

HITI !!!!!

Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið sumarblíða í dag, það var á 25gráðu hiti hér í dag og mín bara orðin brún enda var ég´að vinna í garðinum í allan dag eftir að ég kom heim frá vinnu. Börnin voru í vatnslag á trampolíninu og fóru svo á eftir niðrí leikskólann. Andrea er í prófum núna, hún var í dönskum stíl í dag og fer í matematik á morgun það er vonandi að hún standi sig vel, ég er búin að lofa henni gjöf ef hún stendur prófin, svo er bara að vona það besta. Það er einskonar vinnuvika í Thorsagerskole, Kristófer fór t.d í vinnuviðtal og fékk vinnuna, sem sundlaugarstarfsmaður og Benedikta vinnur sem held ég leikari enda er hún leikari af guðs náð. Alexander er svo að fara í ferðalag með Dorthe og fleiri dagmömmum og börnum, til staðs nálægt Grenå og gistir þar eina nótt, ætli verði ekki lítill svefn hjá minni þar sem þetta er jú í fyrsta sinn sem hann fer frá mömmu sinni svona yfir nótt, en þetta hlýtur alltsaman að ganga. Ég vil svo minna ykkur á síðuna hans Alexander http://www.barnaland.is/barn/15528 vorum að setja inn myndir og fleira. Addi og ég fórum til Århus í gær og keyrðum fram á bílslys þar sem sendiferðabíll hafði keyrt á mann á skúter, og það var ekki fögur sjón og leið mér mjög illa á eftir, en ég vona samt að hann hafi lifað þetta af.Við fórum svo í jysk(rúmfatalagerinn)og keyptum grill, við ætluðum að kaupa úti borð og stóla en stólarnir voru búnir sem við ætluðum að kaupa svo það verður skotist í bæinn um næstu helgi og skellt sér á þetta, við eigum líka von á svo mörgum í sumar að það verður magnað að geta sest út í sumar með ölið. Við grilluðum svo í gærkveldi, og var það bara draumur í dós. Jæja ég er að hugsa um að fara að halla mér enda þreytt eftir alla vinnuna í garðinum, því segi ég bara góða nótt.

3 Comments:

  • Það er nú bara Solla sem þarf borð og stóla, ég drekk öl útum allt.

    By Blogger Arnthor, At 3:34 PM  

  • Hæ langt frá síðasta kíkki,alltaf að kíkja samt eitthvað nenni ekki alltaf að skrifa ,vonandi hafið þið það gott ég hef ekki áhyggjur af öðru þar sem að í Danmörku er til nóg af bjór:)Sjáumst síðar á síðum bloggsins...Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 1:47 PM  

  • Úúúú... Bráðum kem ég og baða mig í hitanum ykkar og sólinni =)
    Sjáumst

    By Anonymous Anonymous, At 12:13 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home