Heimur Sollu

Thursday, February 23, 2006

Ólán eða heppni það er spurningin.

Í gær fór Addi í atvinnuviðtal, og gekk það vel. Byrjenndalaunin eru 19000 og er það bara þremurþúsundum hærra en hann fær núna. Hann borgar eitthvað smá í tryggingu sem dekkar ef eitthvað hendir hann í vinnu og heima, sem er mjög gott. Addi er samt á báðum áttum hvort hann eigi að taka vinnunni, því það er svo góður mórall þar sem hann er núna.Þegar hann var búinn í þessu viðtali, þá lennti hann í óhappi það var keyrt aftaná bílinn, Hölli var með honum og meiddust þeir ekki alvarlega en Addi talaði um að hann hefði fengið hnikk á hálsinn. Bíllinn er ónítur!! ég fór áðan og tæmdi úr honum og fékk lánaðan bíl hjá verkstæði í Følle, þar sem sá gamli liggur nú(blessuð sé minning hans). Við getum ekki verið án bíls þar sem Addi vinnur í Aarhus og ég þarf stundum að mæta í vinnu kl. 6 og rúturnar ekki farnar að ganga. Svona er nú það við bíðum svo bara eftir hvað kemur útúr tryggingunum, erum við þá að hugsa að fá okkur dýrari bíl og stóran svo við getum tekið hundinn með okkur annað veifið. Nú að öðru, það hafa verið svona flexvikur í skólunum og ekki mikill lærdómur, sjötti bekkur er að æfa leikrit sem sýnt verður í næstu viku og spilar Kristófer á gítar ásamt fleirum í þessari uppfærslu. Benedikta er meira í að skoða náttúruna og fleira þessháttar. Svo er fastalavn að skella á og fer Alexander ásamt öllum krökkunum og dagmömmunum í leikstofuna á þriðjudaginn að slá köttinn úr tunnunni. það er bara annars þokkalegt í okkur hljóðið, svona fyrir utan þetta með bílinn. ogþó ef þeir breyta ekki einhverju hjá þessu fyrirtæki sem ég vinn hjá, þá fer ég að leita mér að nýrri vinnu. Þetta er nískt fyrirtæki, ég þarf að hlaupa í einhverja tíma til að ná öllu sem ég á að gera og ef ég næ því ekki fæ ég ekki borgað fyrir það sem ég fer frammyfir. Dæmi: stelpan sem er yfir mér sagði,þú skalt ekkert vera að hugsa um tímann bara að gera þetta vel, ég fór klukkutíma yfir, takið eftir ég hljóp megnið af tímanum, svo spurði ég hana hvort ég fengi ekki borgað fyrir það sem ég fer yfir eenn hún sagði nei þetta er á þínum tíma og ég er búin að vera að fárast yfir þessu alveg síðan. Hún ætlaði að tala við yfirmanninn fyrir mig og hún sagði að ég gæti nú ekki verið þarna gratis(launalaust). Ég verð eiginlega brjál þegar ég hugsa um þetta, þetta er voða fínt hótel og það má ekki sjást fingrafar neinstaðar og hlutirnir eiga að vera svona og svona en ekki hinsegin. Afhverju ekki að borga manni meira svo að maður geti gert hlutina vel? Jæja best að leifa Adda að fara í tölvuna, ég segi því bara bless til næst.

Monday, February 13, 2006

Dagurinn og vegurinn.

já þá er að blogga eitthvað, nú er vetrarfrí í skólum landsins og það er ekkert nema frábært, ekkert nesti að smyrja á kvöldin eða stress að vekja liðið á morgnan. annars vorum við bara farin á fætur um hálf átta í morgun og ég áhvað bara að fara með Alexander til dagmömmunnar ég hafði hugsað mér að láta hann bara vera í fríi eins og hin börnin. ég er svo í fríi fram á föstudag. June variety er svo komin með heimasíðu http://www.junevariety.dk og mæli ég með að allir fari og líti á þessa síðu, þeir eru með lög sem þeir hafa samið og margt fleira, það hafa strax farið heilmargir þar inná frá ýmsum löndum. Benedikta sefur í nótt í sveitinni hjá Katharinu vinkonu sinni. Ég var var að vinna alla síðustu viku nema á þriðjudag. Ég hélt að oldfrú væri eldri kona með reynslu, en þessi er aðeins 22 ára og ég leisti hana af um helgina og vona ég að ég hafi nú gert þetta almennilega(svoltið stressuð)enda þarf allt að vera í hátopp. Það er svo magnað að sjá hvað hafa margir farið hér inn og kvittað. Addi er líka búinn að blogga, hann hefur bara haft svo lítinn tíma, út af heimasíðugerð og svo nátturlega hljómsveitinni. Það eru líka komnar nýjar myndir inna Alexanderssíðu og von er á fleirum fljótlega. Það var verið að vígja leikfimishöllina á föstudaginn og tók skólinn forskot á fastelavn, allir áttu að mæta í búningum og sleginn var kötturinn úr tunnunni, Benedikta var barbí en Kristófer stóð hinsvegar í ströngu í eldhúsinu og bakaði fastelavnsbollur fyrir alla ásamt bekknum sínum. Núna er ég hinsvegar orðin hugmyndalaus um hvað ég ætti að skrifa meira hér. Köttur út í mýri, setti á sig stýri og úti er ævintýri eða eithvað í þá veruna. bbbbbææææææææææææ bbbbbææææææææææææ til næst.

Tuesday, February 07, 2006

Ein heima.

Nú er ég ein heima og hef það bara gott, horfi á vídeo og skrifa blogg og svo horfi ég kannski bara meira á video, fer út með hundinn og horfi svo bara á video. þetta er nú ekki oft hægt, en það er bara svo gott að vera í fríi svona á virkum degi, börnin í skólanum og Alexander hjá dagmömmunni, bara ég og Patti heima sko hundurinn. Ég vil svo bara þakka öllum fjöldanum sem kommentar hér hjá mér og Adda, þetta eru nú síðast heilir 3 takk (hjá okkur til samans), en að öllu djóki þá er bara svo þægilegt að fá einhverjar kveðjur að heiman, þó það væri ekki nema halló! Það er allt útlit fyrir að það sé farið að vora, allur snjórinn sem kom á laugardaginn farinn og nú bara klakinn eftir, ég get bara ekki beðið eftir sumrinu, eiginlega er vorið minn tími elska moldarlyktina og fuglasönginn, tilhugsunin bara að það er að nálgast sumar er alveg frábær. Kannski maður skjótist til Noregs í sumar eða til London hver veit, svo er nátturlega gifting í familíunni sem maður fer til, en til Íslands förum við ekki fyrr en eftir rúmt ár, þá verður Kristófer fermdur, tíminn líður hratt hann bara orðinn stór strákur, og er vist farinn að tala alveg heilmikið í dönsku og hann er farinn að lesa sömu dönskubókina og jafnaldrar hans hér, það segir nú mikið. Alexander er skondinn fír farinn að tala mikið og blandar dönsku og Íslensku saman, verst er að krakkarnir eru búnir að kenna honum ljót orð sem hann notar óspart ef einhver er að skamma hann, ég vona bara að hann noti þau ekki hjá dagmömmunni(þetta er nefnilega enska og danska blönduð saman). Við erum annars í góðum gír, kemur stundum leiði í mann en ég vil samt taka það fram að þetta er ekki heimþrá, kannski smá þunglyndi fylgir kannski aldrinum, ég veit það ekki. ég ætla núna bara að fara að dóla mér eitthvað horfa kannski bara meira á video, við keyptum 12 DVD myndir á aðeins 300kr danskar svo núna höfum við eitthvað að gera á kvöldin. En til næst bæó spæó. P.S. KOMMENTIÐI.