Heimur Sollu

Tuesday, February 07, 2006

Ein heima.

Nú er ég ein heima og hef það bara gott, horfi á vídeo og skrifa blogg og svo horfi ég kannski bara meira á video, fer út með hundinn og horfi svo bara á video. þetta er nú ekki oft hægt, en það er bara svo gott að vera í fríi svona á virkum degi, börnin í skólanum og Alexander hjá dagmömmunni, bara ég og Patti heima sko hundurinn. Ég vil svo bara þakka öllum fjöldanum sem kommentar hér hjá mér og Adda, þetta eru nú síðast heilir 3 takk (hjá okkur til samans), en að öllu djóki þá er bara svo þægilegt að fá einhverjar kveðjur að heiman, þó það væri ekki nema halló! Það er allt útlit fyrir að það sé farið að vora, allur snjórinn sem kom á laugardaginn farinn og nú bara klakinn eftir, ég get bara ekki beðið eftir sumrinu, eiginlega er vorið minn tími elska moldarlyktina og fuglasönginn, tilhugsunin bara að það er að nálgast sumar er alveg frábær. Kannski maður skjótist til Noregs í sumar eða til London hver veit, svo er nátturlega gifting í familíunni sem maður fer til, en til Íslands förum við ekki fyrr en eftir rúmt ár, þá verður Kristófer fermdur, tíminn líður hratt hann bara orðinn stór strákur, og er vist farinn að tala alveg heilmikið í dönsku og hann er farinn að lesa sömu dönskubókina og jafnaldrar hans hér, það segir nú mikið. Alexander er skondinn fír farinn að tala mikið og blandar dönsku og Íslensku saman, verst er að krakkarnir eru búnir að kenna honum ljót orð sem hann notar óspart ef einhver er að skamma hann, ég vona bara að hann noti þau ekki hjá dagmömmunni(þetta er nefnilega enska og danska blönduð saman). Við erum annars í góðum gír, kemur stundum leiði í mann en ég vil samt taka það fram að þetta er ekki heimþrá, kannski smá þunglyndi fylgir kannski aldrinum, ég veit það ekki. ég ætla núna bara að fara að dóla mér eitthvað horfa kannski bara meira á video, við keyptum 12 DVD myndir á aðeins 300kr danskar svo núna höfum við eitthvað að gera á kvöldin. En til næst bæó spæó. P.S. KOMMENTIÐI.

8 Comments:

  • Hæ, hrundi hérna inn, best að senda þér eitt íslenskt halló (hello) að heiman svona fyrst þú krefst þess ;) Kveðjur á línuna, Ásta Mekkín

    By Anonymous Anonymous, At 6:56 AM  

  • Hæ og hó!!! Ég var að pælí hvort Benna glenna kæmi í heimsókn til mín í vor eða sumar????? langar soldið að fá hana yfir páskana og skella henni á skíði =)
    En núna er ég að farað prjóna eitthvað á dúkkuna hennar og kannski ég prjóni húfu á krakkana!?!? Aldrei að vita.... vilt þú eitthvað???
    Heyrumst BlEsS bLeSs og EkKeRt StReSs

    By Anonymous Anonymous, At 12:55 PM  

  • "Halló Halló"
    Já það eru enn einhverjir sem þrauka og kíkja inn á síðuna þína, það er vert að óska þér til hamingju með að hafa skrifað inn en ég held að Addi sé alveg sofnaður eftir ævisöguna.
    Besta kveðja af klakanum.
    Óli og Jóa

    By Anonymous Anonymous, At 3:05 PM  

  • halló! Já, Arnþór mætti nú fara að blogga eitthvað, hann er orðinn helvíti latur við það.. Annars ætlaði ég bara að henda hingað kveðju.. og já, við jónína erum að plana helgarferð til arhus í apríl :) það er vonandi að við sjáumst :) :)

    By Anonymous Anonymous, At 7:12 PM  

  • Ég ætla ta bara ad kvittaa fyrir mig! :) alveg ómøgulegt ad gera tad ekki!! Takk fyrir sidast

    By Anonymous Anonymous, At 8:01 AM  

  • Halló loves...ég hef alltaf verið í vandræðum með að ná í ykkur,og hef reynt að meila,og sms-a og guð má vita hvað...reynt að ná í ykkur í gegnum síðuna hans Adda,en ég er greinilega bara svona lélegur í þessu...ég sá June V spila um daginn (live á dallas)og það var gaman.Addi þú VERÐUR að senda mér meil á samherja netfangið svo ég hafi meilið þitt... Það er ekki laust við að maður sakni þín litla rauðhærða krútt..."bassakrútt" :) hehe..love to ya all...æm a nigger now.. Verðum að fara að spjalla...fékk kveðjurnar þegar ég eignaðist strákinn og takk fyrir það...ég hef svo margt að segja núna að það er varla fyndið...endilega reynum að bandast..(já ég reyndi líka msn...)..Kveðjur...Birkir "the Icelandic Viking" :)

    By Anonymous Anonymous, At 3:12 PM  

  • Veistu Solla, það er miklu hagkvæmara að búa til "heima-vídeó", en að horfa á vídeó heima hjá sér. Bara svona viðskiptahugmynd, sem mér datt í hug að lauma að þér, veit það stendur ekki á Adda að framkvæma þetta, þótt framkvæmdin krefjist þess að það standi á honum.
    Kv,

    Hölli.

    By Anonymous Anonymous, At 9:53 AM  

  • Gott að þú nýtur lífsins gamla mín:)'EG hélt að sádagur kæmi aldrei að hún Solla Mæja myndi viðurkenna að eitthvað væri vegna aldurs hahaaa,flott hjá þér að nýta þér líka að slaka bara á og dúlla þér,það er nauðsynlegt svona stöku sinnum og þú átt það örugglega inni Solla mín,jæja hafið það gott kíki á þig seinna.Kv.Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 12:34 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home