Heimur Sollu

Monday, February 13, 2006

Dagurinn og vegurinn.

já þá er að blogga eitthvað, nú er vetrarfrí í skólum landsins og það er ekkert nema frábært, ekkert nesti að smyrja á kvöldin eða stress að vekja liðið á morgnan. annars vorum við bara farin á fætur um hálf átta í morgun og ég áhvað bara að fara með Alexander til dagmömmunnar ég hafði hugsað mér að láta hann bara vera í fríi eins og hin börnin. ég er svo í fríi fram á föstudag. June variety er svo komin með heimasíðu http://www.junevariety.dk og mæli ég með að allir fari og líti á þessa síðu, þeir eru með lög sem þeir hafa samið og margt fleira, það hafa strax farið heilmargir þar inná frá ýmsum löndum. Benedikta sefur í nótt í sveitinni hjá Katharinu vinkonu sinni. Ég var var að vinna alla síðustu viku nema á þriðjudag. Ég hélt að oldfrú væri eldri kona með reynslu, en þessi er aðeins 22 ára og ég leisti hana af um helgina og vona ég að ég hafi nú gert þetta almennilega(svoltið stressuð)enda þarf allt að vera í hátopp. Það er svo magnað að sjá hvað hafa margir farið hér inn og kvittað. Addi er líka búinn að blogga, hann hefur bara haft svo lítinn tíma, út af heimasíðugerð og svo nátturlega hljómsveitinni. Það eru líka komnar nýjar myndir inna Alexanderssíðu og von er á fleirum fljótlega. Það var verið að vígja leikfimishöllina á föstudaginn og tók skólinn forskot á fastelavn, allir áttu að mæta í búningum og sleginn var kötturinn úr tunnunni, Benedikta var barbí en Kristófer stóð hinsvegar í ströngu í eldhúsinu og bakaði fastelavnsbollur fyrir alla ásamt bekknum sínum. Núna er ég hinsvegar orðin hugmyndalaus um hvað ég ætti að skrifa meira hér. Köttur út í mýri, setti á sig stýri og úti er ævintýri eða eithvað í þá veruna. bbbbbææææææææææææ bbbbbææææææææææææ til næst.

5 Comments:

  • grúví =) áttu mynd af Bennu sem barbí???

    By Anonymous Anonymous, At 12:10 PM  

  • Hæ hæ bara að heilsa, kíki hér reglulega gaman að lesa bloggin ykkar:) Þá allavegana fréttir maður eitthvað af ykkur he he.
    Sunna biður að heilsa Benediktu (gömlu vinkonunni sinni) Og vonast eftir að fara á tónleika með henni að sjá pabba hennar spila (þegar þeir verða heimsfrægir).
    Ég hef nú ekki verið dugleg að commenta hjá þér veit bara stundum ekkert hvað skal segja en gaman væri ef við gætum einhve tíman leyft stelpunum að spjalla jæja hafðu það gott...kv Heiða Hall

    By Anonymous Anonymous, At 2:40 PM  

  • Hæ Solla,já nýtum tímann vel það er líka að koma fuglaflensa og svoleiðis:)Er enginn hræðsla þarna í gangi eftir að allir þessir dauðu fuglar komu þarna??Annars fer að koma vetrarfrí í skólanum hjá Björgvin líka en það nýtist okkur lítið hann er þá bara meira í vistun og ég er bara að vinna.Fyndið hvað tíminn líður líka hratt Benedikta orðin þvílíkt stór éh man eins og hafi verið í gær þegar hún var ponku pons og ég var að hekla handa henni teppi:)svona er þetta,jæja hafið það gott og heyrumst...Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 11:44 PM  

  • Er fuglaflensa í Danmörku? Og ég sem át kjúkling í kvöldmatnum. Átti ekki sósu þannig að ég hellti Dooley's yfir pönnu steiktan kjúllann og dreifði svo kanil yfir og það er mjööög gott.
    En Solla, það er enginn tengill inná June Variety á blogginu þínu. Ég líð ekki svona óþægð!
    Hölli.

    By Anonymous Anonymous, At 4:01 PM  

  • Blessuð!!!Gaman að fá komment frá þér:)Það er bara nóg að gera hjá þér og ykkur,gott að ykkur líkar svona vel þarna.Kveðjur frá Dallas

    By Anonymous Anonymous, At 8:15 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home