Heimur Sollu

Thursday, February 23, 2006

Ólán eða heppni það er spurningin.

Í gær fór Addi í atvinnuviðtal, og gekk það vel. Byrjenndalaunin eru 19000 og er það bara þremurþúsundum hærra en hann fær núna. Hann borgar eitthvað smá í tryggingu sem dekkar ef eitthvað hendir hann í vinnu og heima, sem er mjög gott. Addi er samt á báðum áttum hvort hann eigi að taka vinnunni, því það er svo góður mórall þar sem hann er núna.Þegar hann var búinn í þessu viðtali, þá lennti hann í óhappi það var keyrt aftaná bílinn, Hölli var með honum og meiddust þeir ekki alvarlega en Addi talaði um að hann hefði fengið hnikk á hálsinn. Bíllinn er ónítur!! ég fór áðan og tæmdi úr honum og fékk lánaðan bíl hjá verkstæði í Følle, þar sem sá gamli liggur nú(blessuð sé minning hans). Við getum ekki verið án bíls þar sem Addi vinnur í Aarhus og ég þarf stundum að mæta í vinnu kl. 6 og rúturnar ekki farnar að ganga. Svona er nú það við bíðum svo bara eftir hvað kemur útúr tryggingunum, erum við þá að hugsa að fá okkur dýrari bíl og stóran svo við getum tekið hundinn með okkur annað veifið. Nú að öðru, það hafa verið svona flexvikur í skólunum og ekki mikill lærdómur, sjötti bekkur er að æfa leikrit sem sýnt verður í næstu viku og spilar Kristófer á gítar ásamt fleirum í þessari uppfærslu. Benedikta er meira í að skoða náttúruna og fleira þessháttar. Svo er fastalavn að skella á og fer Alexander ásamt öllum krökkunum og dagmömmunum í leikstofuna á þriðjudaginn að slá köttinn úr tunnunni. það er bara annars þokkalegt í okkur hljóðið, svona fyrir utan þetta með bílinn. ogþó ef þeir breyta ekki einhverju hjá þessu fyrirtæki sem ég vinn hjá, þá fer ég að leita mér að nýrri vinnu. Þetta er nískt fyrirtæki, ég þarf að hlaupa í einhverja tíma til að ná öllu sem ég á að gera og ef ég næ því ekki fæ ég ekki borgað fyrir það sem ég fer frammyfir. Dæmi: stelpan sem er yfir mér sagði,þú skalt ekkert vera að hugsa um tímann bara að gera þetta vel, ég fór klukkutíma yfir, takið eftir ég hljóp megnið af tímanum, svo spurði ég hana hvort ég fengi ekki borgað fyrir það sem ég fer yfir eenn hún sagði nei þetta er á þínum tíma og ég er búin að vera að fárast yfir þessu alveg síðan. Hún ætlaði að tala við yfirmanninn fyrir mig og hún sagði að ég gæti nú ekki verið þarna gratis(launalaust). Ég verð eiginlega brjál þegar ég hugsa um þetta, þetta er voða fínt hótel og það má ekki sjást fingrafar neinstaðar og hlutirnir eiga að vera svona og svona en ekki hinsegin. Afhverju ekki að borga manni meira svo að maður geti gert hlutina vel? Jæja best að leifa Adda að fara í tölvuna, ég segi því bara bless til næst.

5 Comments:

  • Yess, það er nú gaman =) Þetta var ólánsheppni segi ég hehehehe
    Bið að heilsa í byen

    By Anonymous Anonymous, At 4:35 PM  

  • leiðinlegt með bílinn, gott að það er allt í lagi með þá.. Vona að það komi úr tryggingunum sem fyrst :)

    By Anonymous Anonymous, At 5:34 PM  

  • Hæ leiðinlegt að heyra þetta með bílinn en þetta blessast nú allt saman held ég,en Solla mín þú verður að fá þér einhverja vinnu sem er ekki farið með þig eins og asna sem eltir gulrót:)voða speki en í alvöru þú ert svo dugleg að þetta gengur ekki,vonandi fer þetta allt vel og góðar kveðjur til Danmarks...Kveðja Helga Maren og co...

    By Anonymous Anonymous, At 1:32 PM  

  • Alexander mun ekki slá köttinn úr tunnunni. Hann mun splundra tunnunni og slá köttinn í hel!
    Já alveg merkilegur rekstur á þessu Hóteli. Ekki beint verið að hvetja ykkur til að gera þetta vel, en ætlast samt til þess í leiðinni. Rekstrarstjórinn þyrfti að kynna sér hugtakið gæðastjórnun.
    Og já leyfðu Adda að fara í tölvuna, hann var að tala um að giftast henni fljótlega....Segðonum allavega að drullast til læknis, maður veit aldrei hvernig svona áverkar taka sig upp síðar. Ef það gerist þegar hljómsveitin okkar fær stóra tækifærið og hann kemst ekki vegna endurhæfingar, mun ég reka hann!
    Kv,
    Hölli.

    By Anonymous Anonymous, At 11:03 AM  

  • Solla mín er ekkert meira að frétta af ykkur eða þér kommon skrifa...Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 12:42 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home