Heimur Sollu

Wednesday, September 27, 2006

Frí

jæja ég er nú komin í veikindafrí og kom það vel til góða því að nú eru verkföll í gæslustofnununum hér þ.e. leikskólunum og sfo og svo hafa kennararnir ákveðið einnig að leggja niður kennslu allavegana í dag, þetta er svona samúðarverkfall útafþví að það á að spara og hafa verkföll verið í gæslustofnunum í Århus. Ég er svo byrjuð á jólahreyngerningunni og ykkur finnst það kannski snemmt en það verður í nógu að snúast hjá mér í desember svo það verður best að ljúka öllu því veseni af sem fyrst, svo verða jólagjafakaup og bakstur í nóvember, það er best að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert stress. Annars er maður nú hálf dofinn, maður fær mjög oft sorglegar fréttir að heiman annaðhvort dauðsföll ungs fólks eða veikindi og maður skilur ekki þetta óréttlæti. Við erum kannski að hugsaum að kíkja upp í Aalborg um helgina svona til að hressa okkur aðeins við en það kemur alltsaman í ljós, Addi er að vinna á sunnudag svo það yrði þá á laugardag þ.e. ef að heimilisfólkið þar á bæ verður heima, en við verðum bara í bandi. Annars er ég nú frekar andlaus þessa stundina svo hafið það gott tiiillll næst, bæó í bili

Wednesday, September 20, 2006

Húskaup og fleira : )

jæja hef verið ansi löt við skriftir en litli stubburinn okkar er orðinn stuttkliptur og fullorðnaðist hann heil ósköp við þetta, það er farið að róast töluvert í vinnunni hjá mér þannig að ég get smávegis slappað af, ég þrái samt langt frí og kemur bráðum að því. Ég sit stundum á Røndebusstop og sé rútuna sem keyrir til kaupmannahafnar og langar ótrúlega mikið að fara bara upp í hana í staðin fyrir að fara í vinnuna, skrítið?? en hef ekki látið verða af því enn. Alexander fékk ælupest í síðustu viku og guðsélof hafa ekki aðrir fengið þann vibba, hinsvegar erum við flest útstungin eftir myg og segja danir ekki muna eftir öðrum eins árasum og í ár. Alexander er þekktur hér ámeðl bændanna því það má ekki heyrast í traktor eða öðrum tækjum þá er hann rokinn og þegar ég næ í hann á leikskólann þá löbbum við framhjá vinnusvæðum með helling af vinnuvélum og þá segir hann alltaf "mamma dopp" sem þýðir mamma stopp og svo stöndum við og gónum á þessar blessuðu vélar sem mér finnst ekkert spennandi. Benedikta fór í hjólatúr með bekknum sínum,þau gistu í einhverjum skúr og segist hún aldrei ætla að fara í svona ferð aftur, þær Katharina hafi ekki getað sofnað því þær söknuðu svo mömmu sinnar, ég er nú ekki að fatta það því hún hefur geta sofið annarstaðar án nokurra vandamála. June Variety eru svo búnir að fá nýjan söngvara eða söngkonu og er það ung stúlka með víst þvílikan kraftinn í röddinni og nú vonandi fer þetta að ganga hjá þeim. Þeir eru víst búnir að sétja upp plan svo ég segi bara kýla á það drengir!! já og ég má ekki gleyma einu við erum í gang með að kaupa þetta hús sem við erum í og þá verður nú sett parket á stofuna því ég er komin með ógeð á gólfteppinu sem er síðan sautjánhundruð og súrkál, og það er bara svo margt sem við ætlum að gera hérna að það tæki mig allan daginn að telja það upp en nú þarf ég að fara að hente min lille dreng, svo til næst hilsen!!!!!!!!

Saturday, September 09, 2006

bara eitthvað

Jæja ég ákvað nú að rífa mig upp og koma með eitthvað betra, í kvöld ætluðum við út að borða með Andresi og Míru, en því miður er Míra veik svo það varð ekkert úr því í þetta sinn, láttu þér bara batna Míra mín það kemur helgi eftir þessa. Annars er allt gott héðan, er verið að spá sumarblíðu með yfir 20 stiga hita í næstu viku svo ekki getur maður nú kvartað. Alexander er birjaður í leikskólanum Lille Arnold og þó það taki mig 15 mín í staðinn fyrir 2 að fara með hann þá er þetta hans draumur hann er alveg hættur að sofa á daginn og vill bara vera úti og leika sér enda kemur lítill og þreyttur kall heim á daginn. og er sofnaður hálf átta á kvöldin, Litli Tarzan :)Benediktu gengur bara vel í skólanum og er bara orðin góð í að lesa sko á dönsku þegar hún er alveg búin að læra hana þurfum við að kenna henni íslensku stafina, svo hún geti nú lesið á báðum málunum, það er bara svo frábært að heyra þau tala dönskuna og svo svissa í íslenskuna einsog ekkert sé að vísu talar Alexander næstum bara dönsku en hann segir mamma og pabbi og svo kemur danska runan og hann verður bráðum altalandi á dönsku. Einn daginn þegar ég var að ná í Alexander skreið um 70 cm langur ormur(skröltormur) fyrir framan vagninn við sáum hann ekki strax því hann var næstum samlita götunni og var mér nú ekki alveg sama en hann hélt för sinni bara áfram og lét sem við værum ekki þarna. Addi farinn í heilsuátak og er að standa sig frábærlega, hann er farinn að hlaupa 5-6 km annan hvern dag og fer í ræktina 6 sinnum á viku og ég held að hann sé að byrja í karate niðri í Rønde í næstu viku.