Heimur Sollu

Saturday, September 09, 2006

bara eitthvað

Jæja ég ákvað nú að rífa mig upp og koma með eitthvað betra, í kvöld ætluðum við út að borða með Andresi og Míru, en því miður er Míra veik svo það varð ekkert úr því í þetta sinn, láttu þér bara batna Míra mín það kemur helgi eftir þessa. Annars er allt gott héðan, er verið að spá sumarblíðu með yfir 20 stiga hita í næstu viku svo ekki getur maður nú kvartað. Alexander er birjaður í leikskólanum Lille Arnold og þó það taki mig 15 mín í staðinn fyrir 2 að fara með hann þá er þetta hans draumur hann er alveg hættur að sofa á daginn og vill bara vera úti og leika sér enda kemur lítill og þreyttur kall heim á daginn. og er sofnaður hálf átta á kvöldin, Litli Tarzan :)Benediktu gengur bara vel í skólanum og er bara orðin góð í að lesa sko á dönsku þegar hún er alveg búin að læra hana þurfum við að kenna henni íslensku stafina, svo hún geti nú lesið á báðum málunum, það er bara svo frábært að heyra þau tala dönskuna og svo svissa í íslenskuna einsog ekkert sé að vísu talar Alexander næstum bara dönsku en hann segir mamma og pabbi og svo kemur danska runan og hann verður bráðum altalandi á dönsku. Einn daginn þegar ég var að ná í Alexander skreið um 70 cm langur ormur(skröltormur) fyrir framan vagninn við sáum hann ekki strax því hann var næstum samlita götunni og var mér nú ekki alveg sama en hann hélt för sinni bara áfram og lét sem við værum ekki þarna. Addi farinn í heilsuátak og er að standa sig frábærlega, hann er farinn að hlaupa 5-6 km annan hvern dag og fer í ræktina 6 sinnum á viku og ég held að hann sé að byrja í karate niðri í Rønde í næstu viku.

3 Comments:

  • Hæ hæ.

    Það er gott að aðeins er farið að róast hjá þér Solla. Þið verðið bara í sambandi....

    Kv. Rúna

    By Anonymous Anonymous, At 10:05 AM  

  • já, sammála Rúnu. En gott að það er allt gott að frétta, ánægð með kallinn að vera farinn í heilsuátak:) Sakna ykkar allra alveg svakalega mikið, alltaf meira svona þegar það er komið haust og fer að nálgast jólin... hafið það gott ;)

    By Anonymous Anonymous, At 10:26 AM  

  • Eina heilsu átakið sem Arnþór væri fær um að framkvæma, væri að hætta að borða sælgæti, í svona 2 klukkutíma!

    Hölli.

    Og já, það verður enginn hörgull á barnapíu þegar næsta matarátak verður ákveðið, nema náttúrulega ég verði mín eigin barnapía, það styttist jú í það :D.

    By Anonymous Anonymous, At 7:24 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home