Frí
jæja ég er nú komin í veikindafrí og kom það vel til góða því að nú eru verkföll í gæslustofnununum hér þ.e. leikskólunum og sfo og svo hafa kennararnir ákveðið einnig að leggja niður kennslu allavegana í dag, þetta er svona samúðarverkfall útafþví að það á að spara og hafa verkföll verið í gæslustofnunum í Århus. Ég er svo byrjuð á jólahreyngerningunni og ykkur finnst það kannski snemmt en það verður í nógu að snúast hjá mér í desember svo það verður best að ljúka öllu því veseni af sem fyrst, svo verða jólagjafakaup og bakstur í nóvember, það er best að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert stress. Annars er maður nú hálf dofinn, maður fær mjög oft sorglegar fréttir að heiman annaðhvort dauðsföll ungs fólks eða veikindi og maður skilur ekki þetta óréttlæti. Við erum kannski að hugsaum að kíkja upp í Aalborg um helgina svona til að hressa okkur aðeins við en það kemur alltsaman í ljós, Addi er að vinna á sunnudag svo það yrði þá á laugardag þ.e. ef að heimilisfólkið þar á bæ verður heima, en við verðum bara í bandi. Annars er ég nú frekar andlaus þessa stundina svo hafið það gott tiiillll næst, bæó í bili
1 Comments:
Hæ hæ Solla.
Ég fékk nú bara hroll þegar þú fórst að tala um jólahreingerningu. Ojjjjj! Ég ætla nú reyndar að fara að opna augun fyrir jólagjöfum, en þrifin mega alveg bíða :O)
Ég á von á því að við verðum heima á laugardaginn, en endilega hringið í okkur.
By Anonymous, At 4:05 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home