Heimur Sollu

Wednesday, September 20, 2006

Húskaup og fleira : )

jæja hef verið ansi löt við skriftir en litli stubburinn okkar er orðinn stuttkliptur og fullorðnaðist hann heil ósköp við þetta, það er farið að róast töluvert í vinnunni hjá mér þannig að ég get smávegis slappað af, ég þrái samt langt frí og kemur bráðum að því. Ég sit stundum á Røndebusstop og sé rútuna sem keyrir til kaupmannahafnar og langar ótrúlega mikið að fara bara upp í hana í staðin fyrir að fara í vinnuna, skrítið?? en hef ekki látið verða af því enn. Alexander fékk ælupest í síðustu viku og guðsélof hafa ekki aðrir fengið þann vibba, hinsvegar erum við flest útstungin eftir myg og segja danir ekki muna eftir öðrum eins árasum og í ár. Alexander er þekktur hér ámeðl bændanna því það má ekki heyrast í traktor eða öðrum tækjum þá er hann rokinn og þegar ég næ í hann á leikskólann þá löbbum við framhjá vinnusvæðum með helling af vinnuvélum og þá segir hann alltaf "mamma dopp" sem þýðir mamma stopp og svo stöndum við og gónum á þessar blessuðu vélar sem mér finnst ekkert spennandi. Benedikta fór í hjólatúr með bekknum sínum,þau gistu í einhverjum skúr og segist hún aldrei ætla að fara í svona ferð aftur, þær Katharina hafi ekki getað sofnað því þær söknuðu svo mömmu sinnar, ég er nú ekki að fatta það því hún hefur geta sofið annarstaðar án nokurra vandamála. June Variety eru svo búnir að fá nýjan söngvara eða söngkonu og er það ung stúlka með víst þvílikan kraftinn í röddinni og nú vonandi fer þetta að ganga hjá þeim. Þeir eru víst búnir að sétja upp plan svo ég segi bara kýla á það drengir!! já og ég má ekki gleyma einu við erum í gang með að kaupa þetta hús sem við erum í og þá verður nú sett parket á stofuna því ég er komin með ógeð á gólfteppinu sem er síðan sautjánhundruð og súrkál, og það er bara svo margt sem við ætlum að gera hérna að það tæki mig allan daginn að telja það upp en nú þarf ég að fara að hente min lille dreng, svo til næst hilsen!!!!!!!!

2 Comments:

  • já það styttist í frí hjá þér og þá geturu eytt tíma með familíunni og svona ;) væri gaman að sjá þig núna og hvernig þú ert farin að líta út

    By Anonymous Anonymous, At 5:52 AM  

  • Loksins frí=) Jeijjjjj!!!!!!

    By Anonymous Anonymous, At 10:36 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home