Brakandi blíða.
Hér hefur veðrið leikið við okkur svo ummunaði, stundum er það nú samt ofmikið,í gær var 25 stiga hiti í forsælu þannig að það var stundum hreint ólíft og og það er svo rakt loftið að fötin loða öll við mann og þegar maður fer í háttinn langar mann helst til að vefja sig inn í ískalt og blautt handklæði. En nóg um það, mér gengur bara vel í starfinu sem oldfru ekkert problem með það. Þann fyrsta júlí ætlum við svo að bregða undir okkur fætinum og fara í heimsókn í sveitina, en í þetta sinn verða börnin heima og við fullorðna fólkið ætlum að hafa það huggulegt og elda góðan mat og spjalla og kannski að horfa á eina mynd saman, það verður bara pöntuð pizza handa gemlingunum, en börnin þeirra fara í sumarhús með ömmu sinni. Við ætluðum nú að halda uppá fimm ára brúðkaupsafmælið okkar sem er núna 29. júní en það bíður kannski bara betri tíma. Skólarnir eru svo búnir núna á föstudaginn, og er það gleðilegt fyrir mig (ekkert stress á morgnanna) og náttúrlega fyrir börnin, enginn skóli í einn og hálfan mánuð. svo líður að því að Addi og Alexander taki frí en hinsvegar á ég ekki rétt á sumarfríi í ár en ég tek samt eina viku í júlí og eina viku í ágúst, þá finnur maður ekki fyrir því launalega séð, við erum nefnilega að hugsa um að kíkka í legoland og bonbonland(báðir skemmtigarðar. Nú þarf ég að fara að elda svo hilsen til næst.
9 Comments:
Kemst ég með í lego og bonbonland?
By Anonymous, At 4:33 AM
planið var að fara þangað ekki fyrr en í ágúst.
By Anonymous, At 7:45 AM
Það er í lagi ég er búin að missa helv. vinnuna
By Anonymous, At 9:49 AM
Við erum einmitt að spá í að fara í legoland eftir brúðkaupið, daginn eftir eða 2 dögum eftir. langar líka í djurssommerland
By Anonymous, At 2:44 AM
Ég var að leita að dálitlu á netinu og fann þetta nafn: Maja Solveig Kjelstrup Ratkje
Hölli.
By Anonymous, At 6:58 AM
Bara gleðilegt sumar Solla mín og reyndu að vinna ekki um of:)Helga Bumba
By Anonymous, At 11:07 AM
Hæ systir... Það er ekki nokkur leið að hringja í þig á kvöldin.. Næ aldrei sambandi. Sendi þér bloggsíðuna mína http://nh04.blog.is/blog/nh04/
Fór til Patta í kvöld. Hann er allur að koma til og fær vonandi að fara heim fyrir helgi. Hann fór út að labba í dag í blíðunni. Allt gott að frétta af liðinu mínu. Þú getur fylgst með á blogginu... Bið að heilsa öllum.
By Anonymous, At 6:16 PM
Til hamingju með brúðkaupsafmælið.
Kveðja Óli og Jóa
Komin heim á klakann.
By Anonymous, At 3:48 PM
til hamingju með daginn :)
By Anonymous, At 3:53 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home