Heimur Sollu

Thursday, June 08, 2006

Glaumur og gleði.

jæja þá er ég bara í fríi í dag og hef nógan tíma til að blogga. Það er búið að vera alveg dásamlegt veður hérna og er spáð áframhaldandi blíðu. Í dag byrjar Thorshagerhátíðin með ýmsu húllumhæi og ætla veðurguðirnir að vera okkur hliðhollir eins og á síðasta ári. Á fimmtudaginn fyrir viku keyptum við sæsonkort í djurssommerland og er Andrea búin að fara fjórum sinnum síðan og Kristófer þrisvar, svo að það er ekki hægt annað en að segja að þau nýti kortin. Addi var á launafundi í gær og fékk enn eina launahækkunina og þeir eru svo helvíti ánægðir með hann og segja að hann hafi stjórnunarhæfileika, hann er kominn á skrá hjá þeim svo ef að staða losnar þá á hann möguleika á að hreppa stjórnunarstöðu sem þýðir náttúrlega góð laun. Kristófer er komin með nýja bloggsíðu og slóðin á hana er, http://blog.central.is/fujitsu og þið megið endilega kommenta hjá honum. Það styttist svo í allar heimsóknirnar og hlökkum við ekkert smá til og svo er brúðkaupið hjá Andrési og Míru, Benedikta á að vera blómastúlka og kvíðir hún því, hún er nebbnilega svo feimin þessi elska en við vonum að það muni nú ganga alltsaman. Á hvítasunnudag fórum við í sveitina og var grillað og við bara höfðum það huggulegt og var spjallað vel og lengi, þetta verðum við að gera oftar þau eru bara svo þægileg og gott heim að sækja, það er líka alveg magnað fyrir börnin að vera þarna og Alexander og Benedikta elska þetta umhverfi með öllum þessum dýrum og þetta stóra leiksvæði sem þau eru búin að útbúa fyrir börnin er hreint magnað. ég hugsa að ég hafi þetta ekki lengra í dag en til næst bæææææææ.

1 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home