Heimur Sollu

Thursday, March 31, 2005

Talvan komin!!

Hellú !
það er soltið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér á síðuna, en það er út af því að talvan var í straujun eða þannig, það var einhver vírus í henni. Hún á allavegana að vera betri. En það er allt gott héðan allir frískir í augnablikinu, en Addi var veikur um páskana hann fékk pestina sem Alexander var með, en við gátum þó farið í smá rúnt á bílnum, og keyrðum við til Ebeltoft og er það ótrúlega stutt héðan, það segir manni hvað þetta er virkilega lítið land. Andrés og Míra komu hér á laugardagskvöldið í mat og var það bara huggulegt, ég hefði þó viljað hafa þau aðeins lengur og Benedikta talar mikið um hana Míru sína, hún verður að koma að deginum svo að Benedikta fái notið hennar. En svo er Hanna Stína og Óskar að koma á laugardaginn og ekki er minni tilhlökkunin hjá okkur öllum, það verður gaman að sjá þau og ég vona bara að heimsóknirnar verði margar í sumar, svo endilega kíkið en ég er núna að fara að sofa og ég býð ykkur góóða nóótt.

Monday, March 21, 2005

Páskafrí !!!!!!!!!!!

Halló !!!
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem kommenteruðu á bloggið, það er gaman að vita að það er einhverjir þarna úti sem lesa bloggið. það er allt gott héðan, Alexander hefur verið veikur með allt að 40 stiga hita og við kölluðum 2. á lækni, en hann hefur það betra í dag. Didda og Björk fóru til Íslands 16.mars og við fengum bílinn lánaðann á meðan, ( c.a. 3vikur) og vil ég bara þakka kærlega fyrir það, nú getum við bara skroppið og skoðað umhverfið maaggnnaaðð. Benedikta er núna í íþróttaskóla, þau mæta kl. 9 á morgnana og eru til kl. 15, skólinn er í þrjá daga mán, þri og miðvikudag, það er örugglega mjög gaman hjá henni, hún þekkir þjálfarana þær eru flestar héðan og ein tók mjög vel á móti henni. En haldiði ekki bara að hún Solla hafi orðið veik, ég sem verð aldrei veik, ég lá bara í sófanum eitt kvöldið og gat ekki hreyft mig, ég átti að fara með Benediktu á sýningu í skólanum en ég gat það ekki svo við hringdum bara í vinkonu hennar og hún fékk að fara með þeim, og það var mjög gaman hjá henni. Andrea fór til Ugelbølle til vinkonur sinnar, og henni fannst bara mjög gaman. Addi er að vinna þó að við höfum ekki átt að mæta, við erum nefnilega í páskafríi!!! en honum finnst þetta bara mjög gaman, að smíða húsgögn fyrir heimilið. en núna ætla ég að fara að baka, við sjáumst seinna á blogginu, bæjjjjjjj til næst.

Monday, March 14, 2005

Frí , frí, frí.

Hæ og hó!!
Við Alexander erum ein hér heima, dagmamman er í fríi í dag, svo við sitjum hér gf b v n og skrifum eins og þið sjáið þá er hann að hjálpa mérm. zxcfgjkjhhggvtnhb gvffffyhhkn. Eg átti eftir að segja ykkur að það kom ekkert úr berklamyndatökunni, svo að þetta er í lagi en við förum aftur 27 apríl í eftirskoðun. það er skólaskemmtun í Thorsagerskóla, og er þemað H. C. Andersen auðvitað það er ekkert nema H.C. Andersen í öllum skólum, það er útaf 200 ára afmælinu hans í apríl. Núna ættum við allavegana að vera fróðari um hann. þið megið svo kommenta á greinarnar, það væri mjög gaman að fá smá póst. en nú ætla ég að fara að gera eitthvað að viti. Bæ, bæ til næst.

Saturday, March 12, 2005

Það er helgi!!!!

Góðan daginn !!!
Ég ætla að rita nokkur orð hér, það er bara allt gott að frétta við erum í slökun núna, því það er helgi. Addi er á hljómsveitaræfingu með partýbandinu, ( eins og hann vill kalla bandið) í Århus. Ég er búin að panta tíma hjá augnlækni fyrir Benediktu, það verður ekki fyrr en í lok maí sem hún kemst að, hún fór í skólaskoðun og sá ekki neðrihlutann á spjaldinu (neðsatsyn 6/9, 6/12 ) svo við förum og látum kanna þetta betur, hún hefur kvartað um höfuðverk undanfarið, það gæti kannski tengst augunum eitthvað? En annars er bara allt gott héðan, snjórinn er á hröðu undanhaldi svo það er bara ekkert nema gott um það að segja. Hanna og Óskar eru kannski að koma um mánaðarmótin og það hlakkar öllum mikið til að sjá þau. Það er alltaf gaman að fá heimsóknir. En nú verð ég að fara að hætta, þarf að fara í búðina, bið að heilsa bæó þar til næst!!!!!!

Thursday, March 10, 2005

maurar!!!

halló!!
þá er ég komin eina ferðina enn og ætla að rita eithvað í þetta blessaða dagbók. Ég er nú ekki sú duglegasta við að sitja hér og skrifa. en það er frí í skólanum okkar í dag vegna kennarafundar í Århus, svo ég sit hér bara og get ekki annað. Og með bæði börnin heima því að Alexander er búinn að vera eithvað slappur, með kvef og vírus í augunum ( hann ætlar ekki að losna við þetta), og Benedikta ældi í morgun svo að hún er heima í dag, ælupesti er að ganga hér Andrea var heima á mánudaginn vegna ælu. Við fengum óboðna gesti í heimsókn MAURA!!!!!!!!! og þeir voru á besta staðnum, undir ískápnum, ég var í því eitt kvöldið að riksuga þá úr falsinum á frystiskápnum svo þeir færu ekki inn í ísskápinn, en það var keypt eitur, og Jens kom og eitraði kringum húsið svo að við eigum að vera laus við þá. En svona er lífið, verð að fara að huga að börnum, áður en Alex gerir Benediktu brjál. Bæó í bili.

Sunday, March 06, 2005

Í eldinn!

hæ og hó!!!það er bara allt gott héðan við fórum í næsta bæ í heimsókn í dag, Addi var að hjálpa Atla að höggva í eldinn, og og við fáum eitthvað af því. það er búið að vera hið þokkalegasta veður hér, en dáltið kalt. Annars er nú lítið að frétta héðan, börnin þokkalega frísk, og lífið gengur sinn vana gang. Núna er ég að hugsa um að fara að sofa góða nótt og sofiði rótt í alla nótt.