Heimur Sollu

Saturday, March 12, 2005

Það er helgi!!!!

Góðan daginn !!!
Ég ætla að rita nokkur orð hér, það er bara allt gott að frétta við erum í slökun núna, því það er helgi. Addi er á hljómsveitaræfingu með partýbandinu, ( eins og hann vill kalla bandið) í Århus. Ég er búin að panta tíma hjá augnlækni fyrir Benediktu, það verður ekki fyrr en í lok maí sem hún kemst að, hún fór í skólaskoðun og sá ekki neðrihlutann á spjaldinu (neðsatsyn 6/9, 6/12 ) svo við förum og látum kanna þetta betur, hún hefur kvartað um höfuðverk undanfarið, það gæti kannski tengst augunum eitthvað? En annars er bara allt gott héðan, snjórinn er á hröðu undanhaldi svo það er bara ekkert nema gott um það að segja. Hanna og Óskar eru kannski að koma um mánaðarmótin og það hlakkar öllum mikið til að sjá þau. Það er alltaf gaman að fá heimsóknir. En nú verð ég að fara að hætta, þarf að fara í búðina, bið að heilsa bæó þar til næst!!!!!!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]<< Home